Bandaríkin

Fréttamynd

Jeremy Renner á gjör­gæslu eftir að­gerð

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada.

Lífið
Fréttamynd

Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu

Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi

Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki.

Erlent
Fréttamynd

New York heimilar moltuvinnslu líkamsleifa

Yfirvöld í New York ríki í Bandaríkjunum hafa bæst í hóp fimm annarra ríkja sem hafa heimilað einstaklingum að velja að láta endurnýja líkamsleifar sínar með því að breyta þeim í moltu.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum

Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 

Erlent
Fréttamynd

Fréttakonan Barbara Walters látin

Bandaríska frétta- og sjónvarpskonan Barbara Walters er látin 93 ára að aldri. Hún hóf störf sjónvarpsfréttamaður á sjónvarpsstöðinni ABC árið 1976, fyrst kvenna í Bandaríkjunum. 

Lífið
Fréttamynd

Þótti eiginmaðurinn óþolandi í tíu ár

Michelle Obama þoldi ekki eiginmann sinn Barack í um það bil tíu ár, á meðan dætur þeirra voru ungar. Frá þessu greindi fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna í viðtali við Revolt TV í síðustu viku.

Lífið
Fréttamynd

Fimmta barnið á árinu komið í heiminn

Nick Cannon, sjónvarpsmaðurinn sem virðist hafa einsett sér að eignast sem flest börn, eignaðist sitt tólta barn á dögunum. Hann hefur nú eignast fimm börn það sem af er ári.

Lífið
Fréttamynd

Rann­saka rað­lygna verðandi þing­manninn

Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn skylda fólk frá Kína í kórónuveirupróf

Bandaríkin hafa nú bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að krefjast kórónuveiruprófa á ný frá ferðalöngum frá Kína, eftir að þarlend stjórnvöld tilkynntu um það að landamæri landsins verði að fullu opnuð frá og með næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Mikill fjöldi við­skipta­vina hluti af hóplög­sókn

Viðskiptavinir rafmyntaverkvangsins FTX hafa nú stofnað til hóplögsóknar og freista þess að fá eitthvað af eignum sínum til baka eftir fall fyrirtækisins. Mögulegt er að hóplögsóknin muni ná yfir eina milljón viðskiptavina sem halda því fram að þeir eigi fyrstir rétt á greiðslu frá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skatt­skýrslur Trump birtar á föstu­dag

Donald Trump var á sínum tíma fyrsti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir sem gerði ekki skattskýrslur sínar opinberar í kosningabaráttu, hvorki 2016 né 2020. Að sögn AP verða skattskýrslurnar hins vegar gerðar opinberar næstkomandi föstudag að sögn talsmanns þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Erlent
Fréttamynd

Viður­kennir að hafa logið á feril­skránni en ætlar samt inn á þing

George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 

Erlent