Biden sagður undir þrýstingi að gera breytingar á Hæstarétti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 08:37 Efnt var til mótmæla í kjölfar ákvarðana Hæstaréttar í síðustu viku. AP/AIDS Healthcare Foundation/Jordan Strauss Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú sagður sæta auknum þrýstingi innan Demókrataflokksins um að ráðast í breytingar á Hæstarétti. Forsetinn hefur hingað til neitað að taka það til skoðunar. Dómstóllinn hefur sætt harðri gagnrýni Demókrata eftir röð afar umdeildra ákvarðanna en hann hefur á síðustu viku tekið fyrir jákvæða mismunun í háskólum landsins, gert út um áætlanir Biden um niðurfellingu námslánaskulda og opnað á mismunun fyrirtækja á grundvelli kynhneigðar. Þá er ónefnd ákvörðun réttarins að fella úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem hefur haft gríðarleg áhrif á aðgengi kvenna að þungunarrofi um öll Bandaríkin. Biden hefur verið afar gagnrýninn og harðorður vegna ofangreindra dóma en ekki viljað ganga svo langt að koma til móts við áköll margra flokkssystkina sinna, sem hafa meðal annars lagt til að dómurunum verði fjölgað, að skipunartími þeirra verði takmarkaður og þeir neyddir á eftirlaun við ákveðinn aldur. Eftir að dómstólinn ákvað að koma í veg fyrir niðurfellingu námslánaskuldanna lögðu tveir þingmenn Demókrataflokksins fram frumvarp sem miðar að því að takmarka skipunartíma Hæstaréttardómara við átján ár. Þeir segja íhaldssamir dómarar dómstólsins hafa grafið undan lögmæti hans með nýlegum ákvörðunum og þá hafi fregnir af óhóflegum gjöfum sem þeir hafa þáð ekki bætt úr málum. Congressional Progressive Caucus, hópur fleiri en 100 þingmanna, hefur kallað eftir því að dómurum verði fjölgað. Hugmyndirnar eru sagðar njóta stuðnings að minnast kosti nokkurra öldungadeildarþingmanna. Þær njóta einnig stuðnings svartra leiðtoga á borð við Al Sharpton og Martin Luther King III. Íhaldsmenn eru hins vegar sagðir horfa þannig á málin að dómstóllinn sé aðeins rétt að hefja leiðréttingu á vinstri slagsíðu sem hafi verið viðvarandi í marga áratugi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Dómstóllinn hefur sætt harðri gagnrýni Demókrata eftir röð afar umdeildra ákvarðanna en hann hefur á síðustu viku tekið fyrir jákvæða mismunun í háskólum landsins, gert út um áætlanir Biden um niðurfellingu námslánaskulda og opnað á mismunun fyrirtækja á grundvelli kynhneigðar. Þá er ónefnd ákvörðun réttarins að fella úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem hefur haft gríðarleg áhrif á aðgengi kvenna að þungunarrofi um öll Bandaríkin. Biden hefur verið afar gagnrýninn og harðorður vegna ofangreindra dóma en ekki viljað ganga svo langt að koma til móts við áköll margra flokkssystkina sinna, sem hafa meðal annars lagt til að dómurunum verði fjölgað, að skipunartími þeirra verði takmarkaður og þeir neyddir á eftirlaun við ákveðinn aldur. Eftir að dómstólinn ákvað að koma í veg fyrir niðurfellingu námslánaskuldanna lögðu tveir þingmenn Demókrataflokksins fram frumvarp sem miðar að því að takmarka skipunartíma Hæstaréttardómara við átján ár. Þeir segja íhaldssamir dómarar dómstólsins hafa grafið undan lögmæti hans með nýlegum ákvörðunum og þá hafi fregnir af óhóflegum gjöfum sem þeir hafa þáð ekki bætt úr málum. Congressional Progressive Caucus, hópur fleiri en 100 þingmanna, hefur kallað eftir því að dómurum verði fjölgað. Hugmyndirnar eru sagðar njóta stuðnings að minnast kosti nokkurra öldungadeildarþingmanna. Þær njóta einnig stuðnings svartra leiðtoga á borð við Al Sharpton og Martin Luther King III. Íhaldsmenn eru hins vegar sagðir horfa þannig á málin að dómstóllinn sé aðeins rétt að hefja leiðréttingu á vinstri slagsíðu sem hafi verið viðvarandi í marga áratugi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira