Bandaríkin

Fréttamynd

Sam­þykkja blóð­vökva­með­ferð við Co­vid-19

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru.

Erlent
Fréttamynd

Systir Trump segir ekki hægt að treysta honum

Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019.

Erlent
Fréttamynd

Bannon segir handtökuna eingöngu til þess fallna að koma á hann höggi

Fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa dregið sér fé úr söfnun til handa byggingar landamæra múrs Donald Trump, segist ætla að berjast gegn ákærum og segir eina tilgang þeirra vera að hræða og stöðva þá sem vilja byggja múrinn.

Erlent
Fréttamynd

Loughlin dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar

Bandaríska leikkonan Lori Loughlin hefur verið dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir þátt sinn í háskólasvikamyllu sem ætlað var að tryggja skólavist dætra hennar í USC háskólanum í Kalíforníu.

Erlent
Fréttamynd

„Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins“

Joe Biden tók formlega við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs í nótt. Í ræðu sinni hét hann því að bjarga Bandaríkjunum frá usla forsetatíðar Donald Trump og koma landinu aftur í þá leiðtogastöðu sem það hefur verið í á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Bannon neitaði sök

Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta hefur lýst yfir sakleysi sínu eftir að hafa verið handtekinn um borð í snekkju í dag, grunaður um fjárdrátt.

Erlent
Fréttamynd

Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa

Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum.

Erlent