Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 23:30 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. Frá því að Biden var úrskurðaður sigurvegari kosninganna sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kært niðurstöður kosninganna í fjölda ríkja og hefur hann beitt kjörstjóra ríkja miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að þeir staðfesti lokafjölda atkvæða samkvæmt frétt Reuters. Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Trumps vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Hefur valið embættismenn í Hvíta húsið Ron Klain, maðurinn sem Biden hefur valið til að gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, hvatti Trump stjórnina, og þá sérstaklega alríkisstofnunina General Services Administration, til þess að formlega viðurkenna sigur Biden. Það er nauðsynlegt til þess að ný stjórn fái fjármagn og önnur nauðsynleg tæki til stjórnarskiptanna. Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.Getty/Chen Mengtong Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Biden hefur tilkynnt að hann hafi þegar valið sér nokkra til að gegna embættum innan Hvíta hússins og verða nýir ráðherrar tilkynntir á þriðjudag. Klain neitaði í spjallþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC að upplýsa hverjir hefðu verið valdir eða hvaða embætti væri búið að velja í. Biden tilkynnti þó á fimmtudag að hann hafi þegar valið sér fjármálaráðherra. Þeir sem hafa verið á lista Bidens fyrir embættið eru Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóri, Lael Brainard, stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, Sarah Bloom Raskin, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, og Raphael Bostic, Seðlabankastjóri í Atlanta. Þá hafa einhverjir starfsmenn Bidens gefið það til kynna að hann gæti tilkynnt val sitt til utanríkisráðherra í þessari viku og hafa Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðsráðgjafi, og Antony Blinken, sem hefur lengi unnið sem opinber starfsmaður í Bandaríkjunum, verið nefnd sem mögulegir kandídatar. Hefur ekki fengið að funda með yfirmönnum stofnanna Donald Trump hefur verið óviljugur til að viðurkenna sigur Biden og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að tryggja að stjórnarskipti fari friðsamlega og vel fram. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hafa gagnrýnendur bent á að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggið og baráttuna gegn Covid-19. Klain sagði í viðtalinu við This Week að Biden hafi verið neitað um öryggismálafundi sem hann á að fá aðgang að í ferlinu áður en hann tekur við embætti. Þá hafi hann hvorki fengið að skoða upplýsingar um ráðherraefni í gagnagrunni Alríkislögreglunnar, né að funda með yfirmönnum stofnanna til að kynna fyrir þeim stefnu sína, þar á meðal stefnu hans í úthlutun Covid-19 bóluefnis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. Frá því að Biden var úrskurðaður sigurvegari kosninganna sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kært niðurstöður kosninganna í fjölda ríkja og hefur hann beitt kjörstjóra ríkja miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að þeir staðfesti lokafjölda atkvæða samkvæmt frétt Reuters. Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Trumps vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Hefur valið embættismenn í Hvíta húsið Ron Klain, maðurinn sem Biden hefur valið til að gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, hvatti Trump stjórnina, og þá sérstaklega alríkisstofnunina General Services Administration, til þess að formlega viðurkenna sigur Biden. Það er nauðsynlegt til þess að ný stjórn fái fjármagn og önnur nauðsynleg tæki til stjórnarskiptanna. Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.Getty/Chen Mengtong Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Biden hefur tilkynnt að hann hafi þegar valið sér nokkra til að gegna embættum innan Hvíta hússins og verða nýir ráðherrar tilkynntir á þriðjudag. Klain neitaði í spjallþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC að upplýsa hverjir hefðu verið valdir eða hvaða embætti væri búið að velja í. Biden tilkynnti þó á fimmtudag að hann hafi þegar valið sér fjármálaráðherra. Þeir sem hafa verið á lista Bidens fyrir embættið eru Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóri, Lael Brainard, stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, Sarah Bloom Raskin, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, og Raphael Bostic, Seðlabankastjóri í Atlanta. Þá hafa einhverjir starfsmenn Bidens gefið það til kynna að hann gæti tilkynnt val sitt til utanríkisráðherra í þessari viku og hafa Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðsráðgjafi, og Antony Blinken, sem hefur lengi unnið sem opinber starfsmaður í Bandaríkjunum, verið nefnd sem mögulegir kandídatar. Hefur ekki fengið að funda með yfirmönnum stofnanna Donald Trump hefur verið óviljugur til að viðurkenna sigur Biden og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að tryggja að stjórnarskipti fari friðsamlega og vel fram. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hafa gagnrýnendur bent á að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggið og baráttuna gegn Covid-19. Klain sagði í viðtalinu við This Week að Biden hafi verið neitað um öryggismálafundi sem hann á að fá aðgang að í ferlinu áður en hann tekur við embætti. Þá hafi hann hvorki fengið að skoða upplýsingar um ráðherraefni í gagnagrunni Alríkislögreglunnar, né að funda með yfirmönnum stofnanna til að kynna fyrir þeim stefnu sína, þar á meðal stefnu hans í úthlutun Covid-19 bóluefnis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50
Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11