Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 09:38 Trump forseti var enn við sama heygarðshornið þegar hann sagðist hafa „unnið“ í kosningunum á viðburði um lyfjaverð í Hvíta húsinu í gær. AP/Susan Walsh Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. Leiðtogar repúblikana í Michigan sem Trump bauð til fundar í Hvíta húsinu gerðu lítið úr samsæriskenningum um kosningasvik og innanríkisráðherra Georgíu staðfesti úrslit þar eftir endurtalningu. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, vann sigur í forsetakosningunum sem fóru fram 3. nóvember. Hann hlaut 306 kjörmenn gegn 232 Trump forseta. Þrátt fyrir það hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og haldið fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað sig sigurinn. Framboð hans hefur ekki lagt fram neinar trúverðugar sannanir fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir að það hafi höfðað fjölda dómsmála í lykilríkjum sem tryggðu Biden sigurinn. Bandarískir fjölmiðlar hafa lýst tilraunum Trump til þess að breyta úrslitum kosninganna sér í vil sem fordæmalausri viðleitni til að virða vilja kjósenda að vettugi. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa undanfarna daga fordæmt aðfarir forsetans eða lýst þeirri skoðun að Biden ætti að fá aðgang að upplýsingum og ríkisstofnunum til að undirbúa stjórnarskipti sem Trump hefur neitað honum um. Engar upplýsingar sem breyta úrslitunum Málsóknir hafa engan árangur borið og tilraunirnar Trump og félaga beinast nú fyrst og fremst að því að tefja staðfestingu úrslita kosninganna í einstökum ríkjum áður en kjörmannaráðið sem kýs forseta kemur saman í desember. Þannig vonast Trump og bandamenn hans til þess að ríkisþing einstakra ríkja þar sem repúblikanar fara með meirihluta stígi inn og velji kjörmennina í stað kjósenda. Leiðtogar repúblikana á ríkisþingi Michigan sem Trump bauð til fundar í Hvíta húsinu í gær virtust þó hafa lítinn áhuga á slíkum hrókeringum sem standa á hæpnum grunni, að sögn New York Times. Að fundinum loknum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þar sem kom meðal annars fram að þeir hefðu engar upplýsingar enn fengið sem breyttu úrslitum kosninganna þar. Biden fékk um 157.000 fleiri atkvæði en Trump í Michigan. „Við munum fylgja lögum og hefðbundum ferlum varðandi kjörmenn Michigan rétt eins og við höfum sagt í gegnum allar kosningarnar,“ sögðu repúblikanarnir sem ræddu einnig við Trump um aukna aðstoð vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú stjórnlaust um miðvesturríki Bandaríkjanna. Áður hafði Trump hringt persónulega í fulltrúa flokksins í talningarnefnd í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan. Í kjölfarið reyndi fulltrúinn að taka til baka atkvæði sitt um að staðfesta úrslit kosninganna þar. „Tölurnar ljúga ekki“ Ekki bárust Trump betri fréttir frá Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden og varð fyrsti forsetaframbjóðandi repúblikana til að tapa ríkinu í tæp þrjátíu ár. Endurtalningu atkvæða þar lauk í vikunni og staðfesti Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, úrslitin í gærkvöldi. Georgía varð þannig fyrsta ríkið þar sem Trump reynir að fá úrslitum hnekkt sem staðfestir úrslit formlega. Líkt og í hinum lykilríkjunum sem Biden vann hefur Trump og bandamenn hans haft upp alls kyns ásakanir um misferli og kosningasvik í Georgíu. Raffensperger gaf lítið fyrir það í gær. „Ég lifi eftir því mottói að tölurnar ljúga ekki,“ sagði Raffensperger þegar hann kynnti að Biden hefði fengið 12.670 atkvæðum fleiri en Trump. Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu sem einnig er repúblikani, skrifaði undir staðfestingu úrslitanna. Washington Post segir að Trump geti enn farið fram á aðra endurtalningu atkvæða en Raffensperger hefur sagt að hún breytti ekki úrslitunum. „Tölurnar endurspegla dóm fólksins, ekki ákvörðun embættis innanríkisráðherrans, dómstóla eða annars hvors framboðsins,“ sagði hann. Til stendur að úrslit kosninganna í Michigan og Pennsylvaníu verði staðfest á mánudag. Þröng staða í fleiri ríkjum Endurtalning að beiðni framboðs Trump hófst í tveimur fjölmennustu sýslum Wisconsin í gær. Um 26.000 atkvæðum munaði á Biden og Trump í ríkinu. Framboð Trump fór ekki fram á endurtalningu í ríkinu, aðeins í tveimur helstu vígum Demókrataflokksins. Lögmenn Trump kröfðust þess að tiltekin gerð atkvæða yrði tekin til hliðar, mögulegt einhverjir tugir þúsunda. Washington Post segir óljóst hvort að stór hluti þeirra atkvæða yrði úrskurðaður ógildur í ljósi þess að ekki var farið með þau öðruvísi í sýslunum tveimur en annars staðar í Wisconsin. Í Maricopa-sýslu í Arizona, sem Biden varð fyrsti demókratinn til að vinna frá 1996, voru úrslit staðfest samhljóða í nefnd þar sem repúblikanar skipa fjögur af fimm sætum í gær. Málsóknir standa enn yfir í Pennsylvaníu og Nevada en langsótt þykir að þær hafi áhrif á endanleg úrslit kosninganna þar, hvað þá í forsetakosningunum í heild. Trump þyrfti á einhvern hátt að snúa við úrslitum í nokkrum lykilríkjum til þess að hafa sigurinn af Biden. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. Leiðtogar repúblikana í Michigan sem Trump bauð til fundar í Hvíta húsinu gerðu lítið úr samsæriskenningum um kosningasvik og innanríkisráðherra Georgíu staðfesti úrslit þar eftir endurtalningu. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, vann sigur í forsetakosningunum sem fóru fram 3. nóvember. Hann hlaut 306 kjörmenn gegn 232 Trump forseta. Þrátt fyrir það hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og haldið fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað sig sigurinn. Framboð hans hefur ekki lagt fram neinar trúverðugar sannanir fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir að það hafi höfðað fjölda dómsmála í lykilríkjum sem tryggðu Biden sigurinn. Bandarískir fjölmiðlar hafa lýst tilraunum Trump til þess að breyta úrslitum kosninganna sér í vil sem fordæmalausri viðleitni til að virða vilja kjósenda að vettugi. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa undanfarna daga fordæmt aðfarir forsetans eða lýst þeirri skoðun að Biden ætti að fá aðgang að upplýsingum og ríkisstofnunum til að undirbúa stjórnarskipti sem Trump hefur neitað honum um. Engar upplýsingar sem breyta úrslitunum Málsóknir hafa engan árangur borið og tilraunirnar Trump og félaga beinast nú fyrst og fremst að því að tefja staðfestingu úrslita kosninganna í einstökum ríkjum áður en kjörmannaráðið sem kýs forseta kemur saman í desember. Þannig vonast Trump og bandamenn hans til þess að ríkisþing einstakra ríkja þar sem repúblikanar fara með meirihluta stígi inn og velji kjörmennina í stað kjósenda. Leiðtogar repúblikana á ríkisþingi Michigan sem Trump bauð til fundar í Hvíta húsinu í gær virtust þó hafa lítinn áhuga á slíkum hrókeringum sem standa á hæpnum grunni, að sögn New York Times. Að fundinum loknum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þar sem kom meðal annars fram að þeir hefðu engar upplýsingar enn fengið sem breyttu úrslitum kosninganna þar. Biden fékk um 157.000 fleiri atkvæði en Trump í Michigan. „Við munum fylgja lögum og hefðbundum ferlum varðandi kjörmenn Michigan rétt eins og við höfum sagt í gegnum allar kosningarnar,“ sögðu repúblikanarnir sem ræddu einnig við Trump um aukna aðstoð vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú stjórnlaust um miðvesturríki Bandaríkjanna. Áður hafði Trump hringt persónulega í fulltrúa flokksins í talningarnefnd í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan. Í kjölfarið reyndi fulltrúinn að taka til baka atkvæði sitt um að staðfesta úrslit kosninganna þar. „Tölurnar ljúga ekki“ Ekki bárust Trump betri fréttir frá Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden og varð fyrsti forsetaframbjóðandi repúblikana til að tapa ríkinu í tæp þrjátíu ár. Endurtalningu atkvæða þar lauk í vikunni og staðfesti Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, úrslitin í gærkvöldi. Georgía varð þannig fyrsta ríkið þar sem Trump reynir að fá úrslitum hnekkt sem staðfestir úrslit formlega. Líkt og í hinum lykilríkjunum sem Biden vann hefur Trump og bandamenn hans haft upp alls kyns ásakanir um misferli og kosningasvik í Georgíu. Raffensperger gaf lítið fyrir það í gær. „Ég lifi eftir því mottói að tölurnar ljúga ekki,“ sagði Raffensperger þegar hann kynnti að Biden hefði fengið 12.670 atkvæðum fleiri en Trump. Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu sem einnig er repúblikani, skrifaði undir staðfestingu úrslitanna. Washington Post segir að Trump geti enn farið fram á aðra endurtalningu atkvæða en Raffensperger hefur sagt að hún breytti ekki úrslitunum. „Tölurnar endurspegla dóm fólksins, ekki ákvörðun embættis innanríkisráðherrans, dómstóla eða annars hvors framboðsins,“ sagði hann. Til stendur að úrslit kosninganna í Michigan og Pennsylvaníu verði staðfest á mánudag. Þröng staða í fleiri ríkjum Endurtalning að beiðni framboðs Trump hófst í tveimur fjölmennustu sýslum Wisconsin í gær. Um 26.000 atkvæðum munaði á Biden og Trump í ríkinu. Framboð Trump fór ekki fram á endurtalningu í ríkinu, aðeins í tveimur helstu vígum Demókrataflokksins. Lögmenn Trump kröfðust þess að tiltekin gerð atkvæða yrði tekin til hliðar, mögulegt einhverjir tugir þúsunda. Washington Post segir óljóst hvort að stór hluti þeirra atkvæða yrði úrskurðaður ógildur í ljósi þess að ekki var farið með þau öðruvísi í sýslunum tveimur en annars staðar í Wisconsin. Í Maricopa-sýslu í Arizona, sem Biden varð fyrsti demókratinn til að vinna frá 1996, voru úrslit staðfest samhljóða í nefnd þar sem repúblikanar skipa fjögur af fimm sætum í gær. Málsóknir standa enn yfir í Pennsylvaníu og Nevada en langsótt þykir að þær hafi áhrif á endanleg úrslit kosninganna þar, hvað þá í forsetakosningunum í heild. Trump þyrfti á einhvern hátt að snúa við úrslitum í nokkrum lykilríkjum til þess að hafa sigurinn af Biden.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira