Bandaríkin

Fréttamynd

Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun

Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur.

Erlent
Fréttamynd

Trump brýtur aldargamla hefð og fyrirskipar fimm aftökur

Nú þegar styttist í að Donald Trump forseti Bandaríkjanna yfirgefi Hvíta húsið hefur stjórn hans fyrirskipað aftökur á fimm mönnum sem á að taka af lífi áður en Joe Biden tekur við stjórnartaumunum þann 20. janúar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Skattamál Hunters Biden til rannsóknar

Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán reknir úr bandaríska hernum eftir dauða Guillen

Bandaríski herinn hefur ákveðið að reka eða víkja fjórtán hermönnum frá Fort Hood herstöðinni frá störfum. Um er að ræða bæði yfirmenn í hernum og lægra setta hermenn. Að sögn hersins hafa þeir verið reknir vegna ítrekaðs ofbeldis, þar á meðal morða og kynferðisbrota, á stöðinni.

Erlent
Fréttamynd

Fjöru­tíu ár liðin frá and­láti Johns Lennon

Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því John Lennon var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York í Bandaríkjunum. Hann hefur því verið látinn jafn lengi og hann lifði en hann varð fertugur hinn 9. október 1980.

Erlent
Fréttamynd

Vill Austin sem varnar­mála­ráð­herra

Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar.

Erlent
Fréttamynd

Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Giuliani lagður inn á sjúkrahús

Rudy Giuliani, lögfræðingur Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann greindist með Covid-19 um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Örbylgjur orsaka veikindin

Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu.

Erlent
Fréttamynd

27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens

Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu.

Erlent
Fréttamynd

„Janúar verður hrylli­legur“

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, varar við því að faraldur kórónuveiru eigi enn eftir að versna í Bandaríkjunum, hvar hann hefur náð nýjum hæðum síðustu daga og vikur. „Janúar verður hryllilegur,“ segir Fauci í samtali við Newsweek í dag.

Erlent
Fréttamynd

Innlit í Air Force One

Forsetaþotan Air Force One er án efa þekktasta flugvél heims en hún er til umráða fyrir forseta Bandaríkjanna. Á YouTube-síðunni Tech Vision má sjá innslag um flugvélina.

Lífið
Fréttamynd

Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum

John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Lýsir á­hrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann

Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga.

Erlent