Húsleit gerð hjá fyrrum starfsmanni sem sakaði ráðuneytið um að falsa veirutölur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:10 Jones kom að gerð gagnagrunns um faraldur kórónuveirunnar í Flórída. Paul Hennessy/SOPA Images/LightRocket via Getty Lögreglan í Flórídaríki í Bandaríkjunum gerði í dag húsleit hjá tölfræðingnum Rebekuh Jones, en hún kom að gerð gagnagrunns sem heldur utan um framgang kórónuveirufaraldursins í ríkinu. Í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu er haft eftir lögregluyfirvöldum í Flórída að húsleitin hafi verið gerð vegna gruns um að brotist hafi verið inn í kerfi sem ríkið notar til að senda út neyðartilkynningar vegna hættuástands. Jones hefur hafnað því að vera viðriðin innbrotið. Tölvur í eigu Jones voru gerðar upptækar við húsleitina. Jones var rekin frá heilbrigðisráðuneytinu í maí síðastliðnum eftir að hafa sakað ráðuneytið um að falsa tölfræði um kórónuveirusmit, með það fyrir augum að geta slakað á sóttvarnatakmörkunum. Eftir það kom hún á fót sínum eigin gagnagrunni þar sem hún fylgdist með framgangi faraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt Tampa Bay Times fól innbrotið í sér að skilaboð voru send á viðbragðsaðila í neyðarteymi ráðuneytisins og þeir hvattir til að „láta í sér heyra“ áður en þúsundir í viðbót myndu látast af völdum kórónuveirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 291.000 manns látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, af þeim rúmlega 15.400.000 sem greinst hafa. Segir lögregluna hafa miðað byssu á börnin Samkvæmt löggæsluyfirvöldum í Flórída var innbrotið rakið og talið sýnt fram á að það hefði verið framið frá heimili Jones. Þá hafnaði lögreglan því að hafa beint byssu að börnum hennar, líkt og hún hafði sakað lögregluna um. Söfnun hefur nú verið komið á fót til þess að styrkja Jones um lögfræðikostnað sem kann að falla til vegna málsins. Á undir tíu klukkutímum hafa safnast yfir 65.000 dollarar, eða rúmlega átta milljónir króna. „Það lítur út fyrir að ég þurfi að fá mér nýja tölvu og góðan lögfræðing,“ er haft eftir Jones á síðu söfnunarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira
Í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu er haft eftir lögregluyfirvöldum í Flórída að húsleitin hafi verið gerð vegna gruns um að brotist hafi verið inn í kerfi sem ríkið notar til að senda út neyðartilkynningar vegna hættuástands. Jones hefur hafnað því að vera viðriðin innbrotið. Tölvur í eigu Jones voru gerðar upptækar við húsleitina. Jones var rekin frá heilbrigðisráðuneytinu í maí síðastliðnum eftir að hafa sakað ráðuneytið um að falsa tölfræði um kórónuveirusmit, með það fyrir augum að geta slakað á sóttvarnatakmörkunum. Eftir það kom hún á fót sínum eigin gagnagrunni þar sem hún fylgdist með framgangi faraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt Tampa Bay Times fól innbrotið í sér að skilaboð voru send á viðbragðsaðila í neyðarteymi ráðuneytisins og þeir hvattir til að „láta í sér heyra“ áður en þúsundir í viðbót myndu látast af völdum kórónuveirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 291.000 manns látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, af þeim rúmlega 15.400.000 sem greinst hafa. Segir lögregluna hafa miðað byssu á börnin Samkvæmt löggæsluyfirvöldum í Flórída var innbrotið rakið og talið sýnt fram á að það hefði verið framið frá heimili Jones. Þá hafnaði lögreglan því að hafa beint byssu að börnum hennar, líkt og hún hafði sakað lögregluna um. Söfnun hefur nú verið komið á fót til þess að styrkja Jones um lögfræðikostnað sem kann að falla til vegna málsins. Á undir tíu klukkutímum hafa safnast yfir 65.000 dollarar, eða rúmlega átta milljónir króna. „Það lítur út fyrir að ég þurfi að fá mér nýja tölvu og góðan lögfræðing,“ er haft eftir Jones á síðu söfnunarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira