Bandaríkin

Fréttamynd

Richard Donner er látinn

Leikstjórinn og framleiðandinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon fjórleiknum og fyrstu Superman kvikmyndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hæsti hestur í heimi er allur

Hesturinn Big Jake lést á dögunum tuttugu ára gamall. Hann var árið 2010 útnefndur hæsti hestur í heimi af heimsmetabók Guinness.

Erlent
Fréttamynd

Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan

Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn.

Erlent
Fréttamynd

Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon

Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um galla í blokkinni sem hrundi

Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast milljarða til leysa gögn úr haldi

Tölvuþrjótar sem tóku gögn hundraða fyrirtækja víða um heim í gíslingu fyrir helgi krefjast nú jafnvirði um 8,7 milljarða króna í lausnargjald. Sænska verslanakeðjan Coop þurfti að loka hundruðum verslana sinna þegar kassakerfi þeirra læstist.

Erlent
Fréttamynd

Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum

Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana.

Erlent
Fréttamynd

Búið að rífa restina af húsinu og leit hafin á ný

Leifar íbúðahússins í Flórída sem hrundi á dögunum með hörmulegum afleiðingum hafa nú verið jafnaðar við jörðu. Hluti byggingarinnar hrundi til grunna þann 24. júní síðastliðinn og er 121 enn saknað en 24 hafa fundist látnir í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Björgunar­að­gerðum hætt í bili og húsið verður rifið

Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi.

Erlent
Fréttamynd

Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum

Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta Chi­cago-vélin lenti á Kefla­víkur­flug­velli

Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina

Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears

Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu.

Lífið
Fréttamynd

Tyrk­land komið á lista yfir ríki sem tengjast barna­her­mennsku

Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert.

Erlent
Fréttamynd

Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu

Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi.

Erlent
Fréttamynd

Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós

Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata.

Erlent
Fréttamynd

Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir

Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir.

Erlent
Fréttamynd

Brit­n­ey verður á­fram á valdi föður síns

Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær.

Lífið
Fréttamynd

Fjármálastjóri Trump gefur sig fram

Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot.

Erlent
Fréttamynd

Ásakendur Cosby slegnir

Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni.

Erlent
Fréttamynd

Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump

Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota.

Erlent
Fréttamynd

Cos­by kominn heim

Leikarinn og grínistinn Bill Cosby er nú frjáls ferða sinna og laus úr fangelsi aðeins nokkrum klukkutímum eftir að kynferðisbrotadómi yfir honum var snúið við af Hæstarétti Pensylvaníu. Cosby myndaði friðarmerkið svokallaða, eða „V-for-victory“ eins og það er kallað í frétt AP, með annarri hendi sinni þegar hann gekk inn á heimili sitt í úthverfi Fíladelfíu í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Donald Rumsfeld er dáinn

Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak.

Erlent
Fréttamynd

Allison Mack dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun

Allison Mack, fyrrverandi leikkona sem er þekktust fyrir þættina Smallville, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm (borið fram Nexium). Hún játaði árið 2019 að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.

Erlent