Bandaríkin skrefinu nær vanskilum Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 11:04 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. AP/J. Scott Applewhite Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni. Fyrir atkvæðagreiðslu í gær sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, að þeir myndu ekki greiða atkvæði með því að hækka skuldaþakið, því það myndi gefa Joe Biden, forseta, og Demókrötum aðgang að billjónum dollara sem þeir gætu varið í stefnumál sín og Repúblikanar styddu þau stefnumál ekki. McConnell sagðist þó ekki vilja stöðva rekstur ríkisins og að Repúblikanar myndu styðja ný fjárlög, ef þau yrðu aðskilin frá hækkun skuldaþaksins. Sjá einnig: Enn einn slagurinn um skuldaþak með yfirvofandi hættu á vanskilum Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni í gær fór 48-50. Sextíu atkvæði þarf til að koma frumvarpi gegnum regluna um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, var harðorður í garð Repúblikana eftir atkvæðagreiðsluna, samkvæmt frétt Washington Post. Hann sagði atkvæðagreiðslu þeirra muna leiða til fyrstu vanskila Bandaríkjanna í sögu ríkisins. Schumer hélt þó opnum möguleikanum á því að reyna aftur seinna í vikunni. Þrjú mál sem Repúblikanar vilja aðskilja Frumvarpinu sem fellt var í gær var ætlað að koma tveimur málum í gegnum þingið. Annars vegar voru það fjárlögin. Fjárlagaárinu í Bandaríkjunum lýkur í lok þessa mánaðar. Verði ný fjárlög, eða að minnsta kosti bráðabirgðafjárveiting, ekki samþykkt fyrir 1. október þarf að loka hluta alríkisstofnana, eins og hefur nokkrum sinnum gerst á undanförnum árum. Þingmenn hafa því fram að miðnætti aðfaranótt föstudags til að samþykkja fjárlög og tryggja áframhaldandi rekstur ríkisins. Hins vegar var það skuldaþakið svonefnda, lögbundið þak á skuldir ríkissjóðs. Verði þakið ekki hækkað munu Bandaríkin ekki geta greitt skuldir sínar, sem yrði fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið hefur varað við því að það gæti leitt til kreppu í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa nokkrar vikur til að hækka skuldaþakið. Bandaríkin skulda um það bil 28 billjónir dollara og lendi þau í vanskilum yrði það í fyrsta sinn í nútímasögu ríkisins. Í gegnum tíðina hafa báðir flokkar ávallt stutt það að hækka þakið þegar þörf hefur verið á. Það hefur hins vegar breyst á undanförum árum. McConnell segir Demókrata vilja hækka skuldaþakið til að fjármagna ríkisútgjöld. Þar segir McConnell þó ósatt, þar sem hækka þarf skuldaþakið til þess að ríkissjóður geti greitt núverandi skuldir Bandaríkjastjórnar. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, snýr þessi hækkun skuldaþaksins meira að skattkerfisbreytingum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, frá 2017 sem kostuðu ríkið 1,5 billjónir dollara. Deilur Demókrata og Repúblikana snúa einnig að 3,5 billjóna dollara frumvarpi Demókrata um endurbætur á mörgum sviðum Bandaríkjanna. Þar á meðal heilbrigðis-, mennta- og félagsmálakerfum ríkisins. Þetta frumvarp á að fjármagna með því að auka skatta á fyrirtæki og þá hæstlaunuðu í Bandaríkjunum. Repúblikanar eru alfarið andvígir þessum ætlunum, auk tveggja öldungadeildarþingmanna Demókrataflokksins. Þeim Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Íhuga að verða við kröfum Repúblikana Í frétt Politico segir að Demókratar ætli sér mögulega að draga hækkun skuldaþaksins út úr stóra frumvarpinu, svo greiða megi atkvæði um fjárlagafrumvarp eitt og sér og koma þannig í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins í vikunni. Það yrði þá seinna tíma vandamál að hækka skuldaþakið. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Fyrir atkvæðagreiðslu í gær sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, að þeir myndu ekki greiða atkvæði með því að hækka skuldaþakið, því það myndi gefa Joe Biden, forseta, og Demókrötum aðgang að billjónum dollara sem þeir gætu varið í stefnumál sín og Repúblikanar styddu þau stefnumál ekki. McConnell sagðist þó ekki vilja stöðva rekstur ríkisins og að Repúblikanar myndu styðja ný fjárlög, ef þau yrðu aðskilin frá hækkun skuldaþaksins. Sjá einnig: Enn einn slagurinn um skuldaþak með yfirvofandi hættu á vanskilum Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni í gær fór 48-50. Sextíu atkvæði þarf til að koma frumvarpi gegnum regluna um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, var harðorður í garð Repúblikana eftir atkvæðagreiðsluna, samkvæmt frétt Washington Post. Hann sagði atkvæðagreiðslu þeirra muna leiða til fyrstu vanskila Bandaríkjanna í sögu ríkisins. Schumer hélt þó opnum möguleikanum á því að reyna aftur seinna í vikunni. Þrjú mál sem Repúblikanar vilja aðskilja Frumvarpinu sem fellt var í gær var ætlað að koma tveimur málum í gegnum þingið. Annars vegar voru það fjárlögin. Fjárlagaárinu í Bandaríkjunum lýkur í lok þessa mánaðar. Verði ný fjárlög, eða að minnsta kosti bráðabirgðafjárveiting, ekki samþykkt fyrir 1. október þarf að loka hluta alríkisstofnana, eins og hefur nokkrum sinnum gerst á undanförnum árum. Þingmenn hafa því fram að miðnætti aðfaranótt föstudags til að samþykkja fjárlög og tryggja áframhaldandi rekstur ríkisins. Hins vegar var það skuldaþakið svonefnda, lögbundið þak á skuldir ríkissjóðs. Verði þakið ekki hækkað munu Bandaríkin ekki geta greitt skuldir sínar, sem yrði fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið hefur varað við því að það gæti leitt til kreppu í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa nokkrar vikur til að hækka skuldaþakið. Bandaríkin skulda um það bil 28 billjónir dollara og lendi þau í vanskilum yrði það í fyrsta sinn í nútímasögu ríkisins. Í gegnum tíðina hafa báðir flokkar ávallt stutt það að hækka þakið þegar þörf hefur verið á. Það hefur hins vegar breyst á undanförum árum. McConnell segir Demókrata vilja hækka skuldaþakið til að fjármagna ríkisútgjöld. Þar segir McConnell þó ósatt, þar sem hækka þarf skuldaþakið til þess að ríkissjóður geti greitt núverandi skuldir Bandaríkjastjórnar. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, snýr þessi hækkun skuldaþaksins meira að skattkerfisbreytingum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, frá 2017 sem kostuðu ríkið 1,5 billjónir dollara. Deilur Demókrata og Repúblikana snúa einnig að 3,5 billjóna dollara frumvarpi Demókrata um endurbætur á mörgum sviðum Bandaríkjanna. Þar á meðal heilbrigðis-, mennta- og félagsmálakerfum ríkisins. Þetta frumvarp á að fjármagna með því að auka skatta á fyrirtæki og þá hæstlaunuðu í Bandaríkjunum. Repúblikanar eru alfarið andvígir þessum ætlunum, auk tveggja öldungadeildarþingmanna Demókrataflokksins. Þeim Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Íhuga að verða við kröfum Repúblikana Í frétt Politico segir að Demókratar ætli sér mögulega að draga hækkun skuldaþaksins út úr stóra frumvarpinu, svo greiða megi atkvæði um fjárlagafrumvarp eitt og sér og koma þannig í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins í vikunni. Það yrði þá seinna tíma vandamál að hækka skuldaþakið.
Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira