Tónlist

Nýtt myndband frá Silju Rós: „Plönturnar höfðu visnað eins og ástin þeirra“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Screenshot 2021-09-15 at 01.28.08

Í dag frumsýnum við tónlistarmyndbandið við lagið Mind Stuck on U frá söngkonunni Silju Rós. Lagið er eftir Silju Rós sjálfa og kom út í byrjun árs. 

Lagið Mind Stuck on U var önnur smáskífan af annarri plötu hennar sem er væntanleg 1. október næstkomandi.Á plötunni verða átta lög sem eru öll samin af Silju Rós. Leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Taylor McWhorter framleiddi myndbandið og með hlutverk fóru leikkonan og dansarinn Francesca Phillips og leikarinn Ricardo. Tökur fóru fram í Los Angeles síðustu mánuði. 

„Taylor og Francesca eru svo magnaðir listamenn og mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að vinna með þeim báðum þrátt fyrir að ég hafi ekki sjálf getað verið í LA meðan tökur stóðu yfir. Ef markmiðið þeirra var að gefa mér heimþrá með myndbandinu þá tókst þeim það svo sannarlega. Ég hef sjálf ekkert náð að heimsækja LA síðan ég flutti til Kaupmannahafnar 2019. Og nú er ég alveg flutt til Íslands þó svo að California verði alltaf mitt annað heimili í hjartanu mínu,“ segir Silja Rós um myndbandið. 

Stilla úr myndbandinu við Mind Stuck on U.

„Það áhugaverða við gerð tónlistarmyndbandsins var að við fengum langan tíma til að framleiða myndbandið sem varð til þess að við gátum leikið okkur með andstæður árstíðanna til að ýta undir söguna á myndrænan hátt,“ segir Taylor. 

„Mig langaði að segja uppbyggilega sögu þar sem einstaklingur nýtir ástarsorg til þess að komast í betri tengingu við sjálfan sig og átta sig á því að maður getur verið sjálfum sér nóg með sjálfsást að vopni. Fyrstu tökur fóru fram í maí þegar plönturnar voru í sem mestum blóma og fimm mánuðum seinna fórum við á nákvæmlega sömu tökustaði og tókum upp senurnar með Francescu þar sem plönturnar höfðu visnað eins og ástin þeirra. Þar vildi ég ná fram þeirri tilfinningu að hún gæti sleppt taki á fortíðinni og stigið inn í sinn eigin styrk. Myndbandið fékk algjörlega þann tíma sem það þurfti og tímasetningarnar virkuðu fullkomlega,“ segir Taylor að lokum. 

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi

„Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær.

Alltaf verið hrædd við að staðna

Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir fór út til Los Angeles á vit ævintýranna fyrir nokkrum árum og lærði leiklist. Hún starfar sem söngkona og lagahöfundur í Kaupmannahöfn og vinnur að nýrri plötu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.