Bandaríkin

Fréttamynd

Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað.

Erlent
Fréttamynd

Skírði sóknarbörnin vitlaust í sextán ár

Kaþólskur prestur í Arizona í Bandaríkjunum gerði reginmistök við störf sín í sextán ár. Hann skírði sóknarbörnin vitlaust og telur kaþólska kirkjan nú að allir þeir sem hann skírði séu ekki skírðir í Guðs augum.

Erlent
Fréttamynd

Spá þrjátíu sentímetra hækkun sjávarmáls fyrir 2050

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og annarra stofnanna, spá því að sjávarmál við austurströnd Bandaríkjanna muni hækka um 25 til þrjátíu sentímetra fyrir árið 2050. Sú hækkun er sambærileg þeirri hækkun sjávarmáls sem hefur átt sér stað á síðustu hundrað árum.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­fram­leiðandi greiðir fjöl­skyldum fórnar­lamba bætur

Fjölskyldur níu barna sem voru myrt í skólanum Sandy Hook í Bandaríkjunum árið 2012 hafa náð dómsátt við vopnaframleiðandan Remington um greiðslu bóta upp á rúmlega níu milljarða króna. Um er að ræða fyrsta skipti sem vopnaframleiðandi sætir ábyrgð vegna skotárásar í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Andrés semur við Giuffre

Andrés prins hefur gert samkomulag við Virginiu Giuffre, sem hefur sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre segist hafa verið fórnarlamb mannsals og segir Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein.

Erlent
Fréttamynd

Kanye West og Julia Fox hætt saman

Tónlistar- og athafnamaðurinn Ye, sem almennt er þekktur sem Kanye West, og leikkonan og módelið Julia Fox, eru haldin hvort sína leið. Þau voru saman í um mánuð.

Lífið
Fréttamynd

Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað

Super Bowl var í gær og LA Rams urðu meistarar NFL-deildarinnar. Það er þó fyrir mörgum aukaatriði en auk þess að vera úrslitaleikurinn í NFL-deildinni er hann einnig mjög mikilvægur fyrirtækjum og auglýsingastofum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu

Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum.

Erlent