Lífið

Trevor Noah hættir eftir sjö ár á skjánum

Elísabet Hanna skrifar
Trevor Noah hefur stjórnað þættinum í sjö ár.
Trevor Noah hefur stjórnað þættinum í sjö ár. Getty/Allen Berezovsky

Þáttastjórnandinn Trevor Noah ætlar að hætta sem stjórnandi þáttarins The Daily Show á Comedy Central. Trevor hefur séð um þættina í sjö ár. Hann segist fyrst og fremst finna fyrir þakklæti þegar hann horfir yfir farinn veg. 

„Það eru svo margir sem koma að því að láta þetta ganga upp og ég vil þakka áhorfendum fyrir ótrúleg sjö ár,“ sagði Noah meðal annars í tilkynningu sem hann gaf út á Twitter. Hann segir það enn koma sér á óvart að hafa fengið tækifæri til þess að taka við þættinum af Jon Stewart og er þakklátur fyrir traustið. Þættirnir hófu upphaflega göngu sína árið 1996 með Craig Kilborn sem stjórnanda. 

Hann segir að eftir að hafa farið í gegnum forsetatíð Trumps, heimsfaraldurinn og allt hitt sem hefur átt sér stað síðustu sjö árin sé hans tíma lokið. „Við höfum hlegið saman, við höfum grátið saman en eftir sjö ár líður mér eins og það sé kominn tími til þess að hætta.“

Hér að neðan má sjá tilkynninguna hans í heild:


Tengdar fréttir

Hætt saman eftir nokkurra mánaða sam­band

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Trevor Noah og leikkonan Minka Kelly eru hætt saman samkvæmt heimildum People. Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðasta haust en nú hefur sést til þeirra í sitthvoru lagi og segja heimildarmenn sambandinu lokið.

Noah og Fallon þróuðu nýja týpu af Trump-eftirhermu

Það geta að hermt eftir frægum einstaklingum er eitthvað sem allir grínistar þurfa að geta gert án vandkvæða. Tveir af þekktustu grínistum heimsins, þáttastjórnendurnir Jimmy Fallon og Trevor Noah, eru löngu búnir að fínstilla hæfileikann, líkt og þeir sýndu á dögunum í The Tonight Show, spjallþætti Fallon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×