Bandaríkin

Fréttamynd

Cardi B játar líkams­á­rás á stripp­stað

Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset.

Lífið
Fréttamynd

Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard

Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts.

Erlent
Fréttamynd

Blake Lively á von á fjórða barninu

Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára,  leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði.

Lífið
Fréttamynd

Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum

Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn.

Erlent
Fréttamynd

R. Kelly sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og tælingu

Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í gær sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Kelly var sakfelldur af dómstóli í heimabæ hans Chicago en þetta er enn einn dómurinn sem Kelly hefur hlotið fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega.

Erlent
Fréttamynd

Unglingsstúlka dæmd fyrir að bana meintum nauðgara sínum

Bandarísk unglingsstúlka hefur verið dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið meintan nauðgara sinn til dauða. Stúlkan gekkst í fyrra við því að hafa gerst sek um manndráp af gáleysi og að hafa valdið manninum skaða viljandi.

Erlent
Fréttamynd

Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin

Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki.

Erlent
Fréttamynd

Rapparinn PnB Rock skotinn til bana

Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann.

Erlent
Fréttamynd

Til tunglsins í þriðju tilraun?

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins eftir tvær vikur, eða þann 27. september. Þetta verður í þriðja sinn sem reynt verður að koma geimfarinu af stað en síðustu tvö skipti hafa misheppnast vegna bilana.

Erlent
Fréttamynd

Geimskot Blue Origin misheppnaðist

Sjálfvirkur neyðarbúnaður geimfars Blue Origin fór í gang við misheppnað geimskot fyrirtækisins í dag. Þegar New Shepard eldflaugin sem notuð var til geimskotsins bilaði í 28 þúsund feta hæð og á rúmlega þúsund kílómetra hraða, kviknaði á hreyflum geimfarsins.

Erlent
Fréttamynd

„Ég ætla bara ekkert að fara“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“

Erlent
Fréttamynd

Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund

Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana.

Erlent
Fréttamynd

Enn bætist á vandræði Trumps

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið.

Erlent
Fréttamynd

Rata­jkowski segir skilið við eigin­mann sinn

Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski.

Lífið
Fréttamynd

Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum.

Erlent
Fréttamynd

Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins

Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Mál­verk Obama hjóna af­hjúpuð

Forsetamálverk Obama hjóna voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna líkti forsetastarfinu við boðhlaup.

Erlent