Sextíu ára fangelsi fyrir að kúga og misnota vini dóttur sinnar í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2023 10:50 Teiknuð mynd af Lawrence Ray og lögmönnum hans í dómsal í Manhattan í gær. AP/Elizabeth Williams Maður sem flutti inn á heimavist dóttur sinnar og níddist kynferðislega á vinum hennar í nærri því tíu ár hefur verið dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Lawrence Ray, sem er 63 ára gamall, misnotaði vini og vinkonur dóttur sinnar í Sarah Lawrence háskólanum í New York í áratug og var sakaður um að stýra kynlífssértrúarsöfnuði. Hann braut ungar konur niður, kúgaði þær og þvingaði minnst eina þeirra til vændis. Dómarinn Lewis J. Liman lýsti Ray í gær sem „illum snillingi“ og sagði hann hafa níðst á þessu unga fólki. Hann hafi barið þau, pyntað og svelt þau, auk þess sem hann hafi brotið á þeim kynferðislega og þau hafi í kjölfarið talið sig einskis virði. Málið rataði fyrst á borð saksóknara eftir birtingu umfangsmikillar greinar í New York Magazine árið 2019. Þar kom fram að Ray hefði verið sleppt úr fangelsi árið 2010 og að hann hefði í kjölfarið flutt inn á heimavist dóttur hans, sem var ekki á lóð Sarah Lawrence. Í áðurnefndri grein segir að Ray hafi heillað ungmennin með sögum af ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Innan skamms var hann farinn að stýra lífi þessa unga fólks. Hann einangraði þau frá vinum þeirra, foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum og þvingaði hann mörg þeirra til að játa á sig glæpi sem þau höfði ekki framið. Þær játningar notaði hann til að kúga þau. Lawrence Ray var dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Hann er 63 ára gamall.AP Á sér undarlega og merkilega sögu Eins og farið er yfir í greininni hér að neðan er Ray sagður eiga sér nokkuð merkilega sögu. Hann mun meðal annars hafa tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og hafa eitt sinn komið á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Segjast enn þjást vegna misnotkunarinnar Við dómsuppkvaðninguna í gær var lesin upp yfirlýsing frá konunni sem Ray þvingaði til vændis. Í henni sagðist konan enn þjást vegna þess sem hún hefði gengið í gegnum vegna Ray. Hann hefði þvingað þau til að halda á illsku hans og í hvert sinn sem þau hafi reynt að leggja hana frá sér hafi hann brotið þau niður. Þessi kona sagði í vitnispurði við réttarhöldin gegn Ray að yfir fjögurra ára tímabil hefði hún gefið honum um tvær og hálfa milljón dala í bætur sem hann þvingaði hana til að greiða eftir að hann sannfærði hana um að hún hefði eitrað fyrir honum. Maður sem var eitt af fórnarlömbum hans sagði Ray hafa lagt líf sitt í rúst og að hann hefði oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Enn eitt fórnarlamb hans sagðist óttast að Ray tækist að valda sér skaða úr fangelsi. Heldur fram sakleysi sínu Í dómsal í gær sagði lögmaður Ray að hann héldi enn fram sakleysi sínu og væri enn sannfærður um að fórnarlömb hans hefðu eitrað fyrir honum. Ray lýsti ekki yfir nokkurskonar iðrun heldur kvartaði yfir þeim aðstæðum sem hann byggi við í fangelsi. Liman, dómarinn, sagði Ray vera illan og ítrekaði að fangelsisdómur hans yrði til þess að hann gæti ekki valdið öðrum skaða. Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Hann braut ungar konur niður, kúgaði þær og þvingaði minnst eina þeirra til vændis. Dómarinn Lewis J. Liman lýsti Ray í gær sem „illum snillingi“ og sagði hann hafa níðst á þessu unga fólki. Hann hafi barið þau, pyntað og svelt þau, auk þess sem hann hafi brotið á þeim kynferðislega og þau hafi í kjölfarið talið sig einskis virði. Málið rataði fyrst á borð saksóknara eftir birtingu umfangsmikillar greinar í New York Magazine árið 2019. Þar kom fram að Ray hefði verið sleppt úr fangelsi árið 2010 og að hann hefði í kjölfarið flutt inn á heimavist dóttur hans, sem var ekki á lóð Sarah Lawrence. Í áðurnefndri grein segir að Ray hafi heillað ungmennin með sögum af ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Innan skamms var hann farinn að stýra lífi þessa unga fólks. Hann einangraði þau frá vinum þeirra, foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum og þvingaði hann mörg þeirra til að játa á sig glæpi sem þau höfði ekki framið. Þær játningar notaði hann til að kúga þau. Lawrence Ray var dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Hann er 63 ára gamall.AP Á sér undarlega og merkilega sögu Eins og farið er yfir í greininni hér að neðan er Ray sagður eiga sér nokkuð merkilega sögu. Hann mun meðal annars hafa tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og hafa eitt sinn komið á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Segjast enn þjást vegna misnotkunarinnar Við dómsuppkvaðninguna í gær var lesin upp yfirlýsing frá konunni sem Ray þvingaði til vændis. Í henni sagðist konan enn þjást vegna þess sem hún hefði gengið í gegnum vegna Ray. Hann hefði þvingað þau til að halda á illsku hans og í hvert sinn sem þau hafi reynt að leggja hana frá sér hafi hann brotið þau niður. Þessi kona sagði í vitnispurði við réttarhöldin gegn Ray að yfir fjögurra ára tímabil hefði hún gefið honum um tvær og hálfa milljón dala í bætur sem hann þvingaði hana til að greiða eftir að hann sannfærði hana um að hún hefði eitrað fyrir honum. Maður sem var eitt af fórnarlömbum hans sagði Ray hafa lagt líf sitt í rúst og að hann hefði oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Enn eitt fórnarlamb hans sagðist óttast að Ray tækist að valda sér skaða úr fangelsi. Heldur fram sakleysi sínu Í dómsal í gær sagði lögmaður Ray að hann héldi enn fram sakleysi sínu og væri enn sannfærður um að fórnarlömb hans hefðu eitrað fyrir honum. Ray lýsti ekki yfir nokkurskonar iðrun heldur kvartaði yfir þeim aðstæðum sem hann byggi við í fangelsi. Liman, dómarinn, sagði Ray vera illan og ítrekaði að fangelsisdómur hans yrði til þess að hann gæti ekki valdið öðrum skaða.
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira