Sextíu ára fangelsi fyrir að kúga og misnota vini dóttur sinnar í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2023 10:50 Teiknuð mynd af Lawrence Ray og lögmönnum hans í dómsal í Manhattan í gær. AP/Elizabeth Williams Maður sem flutti inn á heimavist dóttur sinnar og níddist kynferðislega á vinum hennar í nærri því tíu ár hefur verið dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Lawrence Ray, sem er 63 ára gamall, misnotaði vini og vinkonur dóttur sinnar í Sarah Lawrence háskólanum í New York í áratug og var sakaður um að stýra kynlífssértrúarsöfnuði. Hann braut ungar konur niður, kúgaði þær og þvingaði minnst eina þeirra til vændis. Dómarinn Lewis J. Liman lýsti Ray í gær sem „illum snillingi“ og sagði hann hafa níðst á þessu unga fólki. Hann hafi barið þau, pyntað og svelt þau, auk þess sem hann hafi brotið á þeim kynferðislega og þau hafi í kjölfarið talið sig einskis virði. Málið rataði fyrst á borð saksóknara eftir birtingu umfangsmikillar greinar í New York Magazine árið 2019. Þar kom fram að Ray hefði verið sleppt úr fangelsi árið 2010 og að hann hefði í kjölfarið flutt inn á heimavist dóttur hans, sem var ekki á lóð Sarah Lawrence. Í áðurnefndri grein segir að Ray hafi heillað ungmennin með sögum af ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Innan skamms var hann farinn að stýra lífi þessa unga fólks. Hann einangraði þau frá vinum þeirra, foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum og þvingaði hann mörg þeirra til að játa á sig glæpi sem þau höfði ekki framið. Þær játningar notaði hann til að kúga þau. Lawrence Ray var dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Hann er 63 ára gamall.AP Á sér undarlega og merkilega sögu Eins og farið er yfir í greininni hér að neðan er Ray sagður eiga sér nokkuð merkilega sögu. Hann mun meðal annars hafa tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og hafa eitt sinn komið á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Segjast enn þjást vegna misnotkunarinnar Við dómsuppkvaðninguna í gær var lesin upp yfirlýsing frá konunni sem Ray þvingaði til vændis. Í henni sagðist konan enn þjást vegna þess sem hún hefði gengið í gegnum vegna Ray. Hann hefði þvingað þau til að halda á illsku hans og í hvert sinn sem þau hafi reynt að leggja hana frá sér hafi hann brotið þau niður. Þessi kona sagði í vitnispurði við réttarhöldin gegn Ray að yfir fjögurra ára tímabil hefði hún gefið honum um tvær og hálfa milljón dala í bætur sem hann þvingaði hana til að greiða eftir að hann sannfærði hana um að hún hefði eitrað fyrir honum. Maður sem var eitt af fórnarlömbum hans sagði Ray hafa lagt líf sitt í rúst og að hann hefði oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Enn eitt fórnarlamb hans sagðist óttast að Ray tækist að valda sér skaða úr fangelsi. Heldur fram sakleysi sínu Í dómsal í gær sagði lögmaður Ray að hann héldi enn fram sakleysi sínu og væri enn sannfærður um að fórnarlömb hans hefðu eitrað fyrir honum. Ray lýsti ekki yfir nokkurskonar iðrun heldur kvartaði yfir þeim aðstæðum sem hann byggi við í fangelsi. Liman, dómarinn, sagði Ray vera illan og ítrekaði að fangelsisdómur hans yrði til þess að hann gæti ekki valdið öðrum skaða. Bandaríkin Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Hann braut ungar konur niður, kúgaði þær og þvingaði minnst eina þeirra til vændis. Dómarinn Lewis J. Liman lýsti Ray í gær sem „illum snillingi“ og sagði hann hafa níðst á þessu unga fólki. Hann hafi barið þau, pyntað og svelt þau, auk þess sem hann hafi brotið á þeim kynferðislega og þau hafi í kjölfarið talið sig einskis virði. Málið rataði fyrst á borð saksóknara eftir birtingu umfangsmikillar greinar í New York Magazine árið 2019. Þar kom fram að Ray hefði verið sleppt úr fangelsi árið 2010 og að hann hefði í kjölfarið flutt inn á heimavist dóttur hans, sem var ekki á lóð Sarah Lawrence. Í áðurnefndri grein segir að Ray hafi heillað ungmennin með sögum af ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Innan skamms var hann farinn að stýra lífi þessa unga fólks. Hann einangraði þau frá vinum þeirra, foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum og þvingaði hann mörg þeirra til að játa á sig glæpi sem þau höfði ekki framið. Þær játningar notaði hann til að kúga þau. Lawrence Ray var dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Hann er 63 ára gamall.AP Á sér undarlega og merkilega sögu Eins og farið er yfir í greininni hér að neðan er Ray sagður eiga sér nokkuð merkilega sögu. Hann mun meðal annars hafa tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og hafa eitt sinn komið á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Segjast enn þjást vegna misnotkunarinnar Við dómsuppkvaðninguna í gær var lesin upp yfirlýsing frá konunni sem Ray þvingaði til vændis. Í henni sagðist konan enn þjást vegna þess sem hún hefði gengið í gegnum vegna Ray. Hann hefði þvingað þau til að halda á illsku hans og í hvert sinn sem þau hafi reynt að leggja hana frá sér hafi hann brotið þau niður. Þessi kona sagði í vitnispurði við réttarhöldin gegn Ray að yfir fjögurra ára tímabil hefði hún gefið honum um tvær og hálfa milljón dala í bætur sem hann þvingaði hana til að greiða eftir að hann sannfærði hana um að hún hefði eitrað fyrir honum. Maður sem var eitt af fórnarlömbum hans sagði Ray hafa lagt líf sitt í rúst og að hann hefði oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Enn eitt fórnarlamb hans sagðist óttast að Ray tækist að valda sér skaða úr fangelsi. Heldur fram sakleysi sínu Í dómsal í gær sagði lögmaður Ray að hann héldi enn fram sakleysi sínu og væri enn sannfærður um að fórnarlömb hans hefðu eitrað fyrir honum. Ray lýsti ekki yfir nokkurskonar iðrun heldur kvartaði yfir þeim aðstæðum sem hann byggi við í fangelsi. Liman, dómarinn, sagði Ray vera illan og ítrekaði að fangelsisdómur hans yrði til þess að hann gæti ekki valdið öðrum skaða.
Bandaríkin Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira