Sextíu ára fangelsi fyrir að kúga og misnota vini dóttur sinnar í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2023 10:50 Teiknuð mynd af Lawrence Ray og lögmönnum hans í dómsal í Manhattan í gær. AP/Elizabeth Williams Maður sem flutti inn á heimavist dóttur sinnar og níddist kynferðislega á vinum hennar í nærri því tíu ár hefur verið dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Lawrence Ray, sem er 63 ára gamall, misnotaði vini og vinkonur dóttur sinnar í Sarah Lawrence háskólanum í New York í áratug og var sakaður um að stýra kynlífssértrúarsöfnuði. Hann braut ungar konur niður, kúgaði þær og þvingaði minnst eina þeirra til vændis. Dómarinn Lewis J. Liman lýsti Ray í gær sem „illum snillingi“ og sagði hann hafa níðst á þessu unga fólki. Hann hafi barið þau, pyntað og svelt þau, auk þess sem hann hafi brotið á þeim kynferðislega og þau hafi í kjölfarið talið sig einskis virði. Málið rataði fyrst á borð saksóknara eftir birtingu umfangsmikillar greinar í New York Magazine árið 2019. Þar kom fram að Ray hefði verið sleppt úr fangelsi árið 2010 og að hann hefði í kjölfarið flutt inn á heimavist dóttur hans, sem var ekki á lóð Sarah Lawrence. Í áðurnefndri grein segir að Ray hafi heillað ungmennin með sögum af ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Innan skamms var hann farinn að stýra lífi þessa unga fólks. Hann einangraði þau frá vinum þeirra, foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum og þvingaði hann mörg þeirra til að játa á sig glæpi sem þau höfði ekki framið. Þær játningar notaði hann til að kúga þau. Lawrence Ray var dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Hann er 63 ára gamall.AP Á sér undarlega og merkilega sögu Eins og farið er yfir í greininni hér að neðan er Ray sagður eiga sér nokkuð merkilega sögu. Hann mun meðal annars hafa tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og hafa eitt sinn komið á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Segjast enn þjást vegna misnotkunarinnar Við dómsuppkvaðninguna í gær var lesin upp yfirlýsing frá konunni sem Ray þvingaði til vændis. Í henni sagðist konan enn þjást vegna þess sem hún hefði gengið í gegnum vegna Ray. Hann hefði þvingað þau til að halda á illsku hans og í hvert sinn sem þau hafi reynt að leggja hana frá sér hafi hann brotið þau niður. Þessi kona sagði í vitnispurði við réttarhöldin gegn Ray að yfir fjögurra ára tímabil hefði hún gefið honum um tvær og hálfa milljón dala í bætur sem hann þvingaði hana til að greiða eftir að hann sannfærði hana um að hún hefði eitrað fyrir honum. Maður sem var eitt af fórnarlömbum hans sagði Ray hafa lagt líf sitt í rúst og að hann hefði oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Enn eitt fórnarlamb hans sagðist óttast að Ray tækist að valda sér skaða úr fangelsi. Heldur fram sakleysi sínu Í dómsal í gær sagði lögmaður Ray að hann héldi enn fram sakleysi sínu og væri enn sannfærður um að fórnarlömb hans hefðu eitrað fyrir honum. Ray lýsti ekki yfir nokkurskonar iðrun heldur kvartaði yfir þeim aðstæðum sem hann byggi við í fangelsi. Liman, dómarinn, sagði Ray vera illan og ítrekaði að fangelsisdómur hans yrði til þess að hann gæti ekki valdið öðrum skaða. Bandaríkin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hann braut ungar konur niður, kúgaði þær og þvingaði minnst eina þeirra til vændis. Dómarinn Lewis J. Liman lýsti Ray í gær sem „illum snillingi“ og sagði hann hafa níðst á þessu unga fólki. Hann hafi barið þau, pyntað og svelt þau, auk þess sem hann hafi brotið á þeim kynferðislega og þau hafi í kjölfarið talið sig einskis virði. Málið rataði fyrst á borð saksóknara eftir birtingu umfangsmikillar greinar í New York Magazine árið 2019. Þar kom fram að Ray hefði verið sleppt úr fangelsi árið 2010 og að hann hefði í kjölfarið flutt inn á heimavist dóttur hans, sem var ekki á lóð Sarah Lawrence. Í áðurnefndri grein segir að Ray hafi heillað ungmennin með sögum af ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Innan skamms var hann farinn að stýra lífi þessa unga fólks. Hann einangraði þau frá vinum þeirra, foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum og þvingaði hann mörg þeirra til að játa á sig glæpi sem þau höfði ekki framið. Þær játningar notaði hann til að kúga þau. Lawrence Ray var dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Hann er 63 ára gamall.AP Á sér undarlega og merkilega sögu Eins og farið er yfir í greininni hér að neðan er Ray sagður eiga sér nokkuð merkilega sögu. Hann mun meðal annars hafa tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og hafa eitt sinn komið á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Segjast enn þjást vegna misnotkunarinnar Við dómsuppkvaðninguna í gær var lesin upp yfirlýsing frá konunni sem Ray þvingaði til vændis. Í henni sagðist konan enn þjást vegna þess sem hún hefði gengið í gegnum vegna Ray. Hann hefði þvingað þau til að halda á illsku hans og í hvert sinn sem þau hafi reynt að leggja hana frá sér hafi hann brotið þau niður. Þessi kona sagði í vitnispurði við réttarhöldin gegn Ray að yfir fjögurra ára tímabil hefði hún gefið honum um tvær og hálfa milljón dala í bætur sem hann þvingaði hana til að greiða eftir að hann sannfærði hana um að hún hefði eitrað fyrir honum. Maður sem var eitt af fórnarlömbum hans sagði Ray hafa lagt líf sitt í rúst og að hann hefði oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Enn eitt fórnarlamb hans sagðist óttast að Ray tækist að valda sér skaða úr fangelsi. Heldur fram sakleysi sínu Í dómsal í gær sagði lögmaður Ray að hann héldi enn fram sakleysi sínu og væri enn sannfærður um að fórnarlömb hans hefðu eitrað fyrir honum. Ray lýsti ekki yfir nokkurskonar iðrun heldur kvartaði yfir þeim aðstæðum sem hann byggi við í fangelsi. Liman, dómarinn, sagði Ray vera illan og ítrekaði að fangelsisdómur hans yrði til þess að hann gæti ekki valdið öðrum skaða.
Bandaríkin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent