Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 14:25 Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, í Ramstein í dag. AP/Michael Probst Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni. Pistorius sagði að ekki væri búið að ná samkomulagi um málið en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi skriðdrekasendingar sem Úkraínumenn segja mikilvægar fyrir komandi átök með vorinu. Bretar ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu og yfirvöld Í Frakklandi eru sögð íhuga að senda Leclerc skriðdreka sína einnig. Hingað til hafa Þjóðverjar ekki viljað senda skriðdreka til Úkraínu nema Bandaríkjamenn geri það einnig. Leopard skriðdrekarnir þykja þó hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar eru taldir í notkun í þrettán ríkjum Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu eru Pólland, Finnland, Tékkland og Slóvakía. Pólverjar hafa gengið hvað harðast fram í að fá að senda skriðdreka til Úkraínu en Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að til greina kæmi að gera það án leyfis frá Þjóðverjum. Sjá einnig: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Pistorius sagði að Pólverjar gætu byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á Leopard skriðdrekana, vilji þeir gera það. Hann sagði þó að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þyrfti að taka ákvörðun varðandi beiðnir annarra ríkja um að fá að senda skriðdreka. Eins og bent er á í frétt Politico hafa þýskir embættismenn hlaupið eins og kettir í kringum heitan graut varðandi þessa ákvörðun og hafa skilaboðin frá Berlín á köflum verið þversagnarkennd. Þó öll spjót beinist að Þjóðverjum vildi Pistorius þó ekki meina að þeir væru einangraðir í þessu máli. Hann hélt því fram að Þýskaland stæði ekki í vegi annarra ríkja heldur væru allir að velta vöngum yfir kostum og göllum þess að útvega Úkraínumönnum skriðdreka. Þá hét Pistorius því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu, sem hefur verið umfangsmikill hingað til. #Ramstein: Verteidigungsminister Pistorius stellt klar "Deutschland wird nicht aufhören die #Ukraine zu unterstützen!". Weitere Unterstützungsmaßnahmen sind in Vorbereitung. Der Minister gab heute zudem den konkreten Prüfauftrag zur Verfügbarkeit von Kampfpanzern. pic.twitter.com/XATaoNT46z— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) January 20, 2023 Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Bandaríkin Bretland Frakkland Hernaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Pistorius sagði að ekki væri búið að ná samkomulagi um málið en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi skriðdrekasendingar sem Úkraínumenn segja mikilvægar fyrir komandi átök með vorinu. Bretar ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu og yfirvöld Í Frakklandi eru sögð íhuga að senda Leclerc skriðdreka sína einnig. Hingað til hafa Þjóðverjar ekki viljað senda skriðdreka til Úkraínu nema Bandaríkjamenn geri það einnig. Leopard skriðdrekarnir þykja þó hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar eru taldir í notkun í þrettán ríkjum Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu eru Pólland, Finnland, Tékkland og Slóvakía. Pólverjar hafa gengið hvað harðast fram í að fá að senda skriðdreka til Úkraínu en Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að til greina kæmi að gera það án leyfis frá Þjóðverjum. Sjá einnig: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Pistorius sagði að Pólverjar gætu byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á Leopard skriðdrekana, vilji þeir gera það. Hann sagði þó að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þyrfti að taka ákvörðun varðandi beiðnir annarra ríkja um að fá að senda skriðdreka. Eins og bent er á í frétt Politico hafa þýskir embættismenn hlaupið eins og kettir í kringum heitan graut varðandi þessa ákvörðun og hafa skilaboðin frá Berlín á köflum verið þversagnarkennd. Þó öll spjót beinist að Þjóðverjum vildi Pistorius þó ekki meina að þeir væru einangraðir í þessu máli. Hann hélt því fram að Þýskaland stæði ekki í vegi annarra ríkja heldur væru allir að velta vöngum yfir kostum og göllum þess að útvega Úkraínumönnum skriðdreka. Þá hét Pistorius því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu, sem hefur verið umfangsmikill hingað til. #Ramstein: Verteidigungsminister Pistorius stellt klar "Deutschland wird nicht aufhören die #Ukraine zu unterstützen!". Weitere Unterstützungsmaßnahmen sind in Vorbereitung. Der Minister gab heute zudem den konkreten Prüfauftrag zur Verfügbarkeit von Kampfpanzern. pic.twitter.com/XATaoNT46z— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) January 20, 2023
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Bandaríkin Bretland Frakkland Hernaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira