Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 13:05 Sundar Pichai, forstjóri Alphabet og Google, sagði fyrirtækið hafa vaxið um of á tímum Covid. EPA/Alphabet Forsvarsmenn Alphabet, móðurfélags Google, hafa tilkynnti að tólf þúsund starfsmönnum félagsins verði sagt upp. Það samsvarar um sex prósentum af öllum starfsmönnum Alphabet en Sundar Pichai, forstjóri bæði Alphabet og Google, tilkynnti ákvörðunina í dag. Pichai sagði í tölvupósti sem hann sendi á starfsmenn og var birtur á vef Alphabet að undanfarin tvö ár hefði mikill vöxtur orðið á rekstri fyrirtækisins og margir hefðu verið ráðnir til starfa til að annast þann vöxt. Nú væru efnahagsástæður samt töluvert öðruvísi. Önnur stór tæknifyrirtæki eins og Microsoft, Amazon, Meta og fleiri hafa sagt upp tugum þúsunda manna að undanförnu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa stærstu tæknifyrirtækin sagt upp minnst 48 þúsund manns í þessum mánuði. Í lok síðasta árs sögðu forsvarsmenn Alphabet að nærri því 187 þúsund manns störfuðu hjá fyrirtækinu. Miðað við það er verið að segja upp rúmlega sex prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins. Í áðurnefndum tölvupósti Pichai sagðist hann sá stórt tækifæri í þróun gervigreindar en þar væri nauðsynlegt að taka erfiðar ákvarðanir. Búið væri að framkvæma endurskoðun með því markmiði að ganga úr skugga um að starfsmannamál félaganna væru í takt við áherslur þeirra. Uppsagnirnar tækju hliðsjón af þessari endurskoðun. Pichai sagði einnig að óhjákvæmilegt væri að tæplega aldarfjórðungsgamalt fyrirtæki gengi í gegnum erfiðar tíma. Þá tíma yrði að nota til að skerpa línurnar og endurskipuleggja starfsemi. Hann vísaði aftur til þróunar gervigreindar og sagði að ákvörðun sem tekin var fyrir nokkrum árum um að leggja meiri áherslu á þessa vinnu hefði skilað miklum árangri fyrir Google. Vörur fyrirtækisins hefðu aldrei verið betri og verið væri að leggja grunn að nýrri upplifun viðskiptavina. Google Bandaríkin Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Pichai sagði í tölvupósti sem hann sendi á starfsmenn og var birtur á vef Alphabet að undanfarin tvö ár hefði mikill vöxtur orðið á rekstri fyrirtækisins og margir hefðu verið ráðnir til starfa til að annast þann vöxt. Nú væru efnahagsástæður samt töluvert öðruvísi. Önnur stór tæknifyrirtæki eins og Microsoft, Amazon, Meta og fleiri hafa sagt upp tugum þúsunda manna að undanförnu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa stærstu tæknifyrirtækin sagt upp minnst 48 þúsund manns í þessum mánuði. Í lok síðasta árs sögðu forsvarsmenn Alphabet að nærri því 187 þúsund manns störfuðu hjá fyrirtækinu. Miðað við það er verið að segja upp rúmlega sex prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins. Í áðurnefndum tölvupósti Pichai sagðist hann sá stórt tækifæri í þróun gervigreindar en þar væri nauðsynlegt að taka erfiðar ákvarðanir. Búið væri að framkvæma endurskoðun með því markmiði að ganga úr skugga um að starfsmannamál félaganna væru í takt við áherslur þeirra. Uppsagnirnar tækju hliðsjón af þessari endurskoðun. Pichai sagði einnig að óhjákvæmilegt væri að tæplega aldarfjórðungsgamalt fyrirtæki gengi í gegnum erfiðar tíma. Þá tíma yrði að nota til að skerpa línurnar og endurskipuleggja starfsemi. Hann vísaði aftur til þróunar gervigreindar og sagði að ákvörðun sem tekin var fyrir nokkrum árum um að leggja meiri áherslu á þessa vinnu hefði skilað miklum árangri fyrir Google. Vörur fyrirtækisins hefðu aldrei verið betri og verið væri að leggja grunn að nýrri upplifun viðskiptavina.
Google Bandaríkin Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira