Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Að­eins annar kassinn af tveimur með at­kvæðum skilaði sér

Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­málaráðherra fundar með Sig­ríði og Helga Magnúsi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni

Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur

Mikill meirihluti sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað.  Flestir sjá tækifæri til hagræðingar í tæknivæðingu eða nútímaferlum. Þá segja mörg að ríkið greiði of mikið fyrir vörur og þjónustu og að aðkeypt þjónusta sé algeng þó að það megi nýta mannauð innanhúss. Þetta kemur fram í könnun sem stéttarfélagið Viska framkvæmdi meðal félagsfólks sem eru sérfræðingar hjá ríkinu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Týnd at­kvæði séu ekki eins­dæmi

Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. 

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræðið í hættu – stjórn­mála­flokkar án lýðræðislegrar upp­byggingar

Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Vill leggja fram nýja ramma­á­ætlun á hverju þingi út kjörtíma­bilið

Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun.

Innlent
Fréttamynd

Á­huga­mönnum um hag­ræðingu fjölgar

Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu.

Skoðun
Fréttamynd

Nefndir þingsins að taka á sig mynd

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins í Reykjavík og fyrrverandi formaður VR, verður formaður fjárlaganefndar. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Þungt hljóð í sál­fræðingum sem felldu samning í gær

Sálfræðingar í opinberri þjónustu felldu í gær kjarasamning með 61,2 prósent greiddra atkvæða. Kjörsókn var 76,7 prósent. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir hljóðið þungt í sálfræðingum sem starfa í opinberri þjónustu. Hann segir félagið nú stefna á að ræða við félagsmenn til að ákvarða næstu skref.

Innlent
Fréttamynd

Val­geir af­henti Ingu texta­brot úr laginu Sigur­jón digri

Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 

Lífið
Fréttamynd

Hjólað inní framtíðinna

Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum.

Skoðun
Fréttamynd

Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg

Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar.

Innlent
Fréttamynd

Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna

Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið eða nas­ismi

Stefnt er að því af hálfu sitjandi ríkisstjórnar að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og vinnan er hafin. Þegar svona mikið stendur til duga engin vettlingatök í áróðursstarfseminni.

Skoðun
Fréttamynd

Titringur á Al­þingi

Allt leikur á reiðisskjálfi með reglulegu millibili í fundarherbergi á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis sögn formanns Flokks fólksins sem hefur aldrei upplifað annað eins. Þetta sé þó aðeins einn af nokkrum göllum í húsnæðinu. Brýnt sé að ráðast í úrbætur.

Innlent
Fréttamynd

Brugðið vegna um­mæla Trumps og segir blikur á lofti í al­þjóða­málum

Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi.

Innlent