Innlent

Nokkrir þing­menn vilji taka málið til skoðunar

Jón Þór Stefánsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag.

„Það hafa nokkrir þingmenn haft samband við mig sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og vilja vita hvort þetta sé ekki máls sem nefndin þurfi að taka til skoðunar, og hafa áhuga á að hún geri það,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir að þar yrði þá helst tekinn til skoðunar meintur trúnaðarbrestur í forsætisráðuneytinu, sem varðar það hvort rétt hafi verið að láta barnamálaráðherra vita af erindi sem barst forsætisráðuneytinu.

„Þá hefur mest verið talað um tímalínu málsins, og þetta mögulega trúnaðarbrot í forsætisráðuneytinu. Það yrði það sem yrði helst þar undir,“ segir Vilhjámur.

Hann segir þingmenn í stjórnarandstöðunni helst hafa haft samband vegna málsins hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×