Skoðun: Alþingiskosningar 2024

Fréttamynd

Kvik­mynda­gerð á Ís­landi: Næstu skref

Kvikmyndagerð á Íslandi hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum. Markviss skref hafa verið stigin til þess að styrkja umgjörð greinarinnar á grundvelli Kvikmyndastefnu til ársins 2030.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður Ingi og óverðtryggingin

Framsóknarflokkurinn boðar í kosningastefnuskrá „óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma“ til að „auka fyrirsjáanleika“. „Markmiðið er að íslensk heimili geti tekið slík lán á hagstæðum kjörum, sem veitir þeim meiri fyrirsjáanleika“ segir Sigríður gervigreind flokksins. Eins á þetta að auka stöðugleika. Sama boðar Flokkur fólksins. Allt er það óútfært og allt og sumt. Hókus pókus.

Skoðun
Fréttamynd

Varnar­veggur gegn von­brigðum

Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær.

Skoðun
Fréttamynd

Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt!

Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Gekk ég yfir sjó og land og ríkis­stofnanir líka

Allir frambjóðendur voru spurðir: Hvaða skoðun hafið þið á sjókvíaeldi í Seyðisfirði? Sjá mínútu 37:30 í upptöku. Jens Garðar svaraði: “Það eru lög í landinu um fiskeldi. Það er búið að gera haf- og strandsvæðaskipulagið fyrir Austurland og þar á meðal Seyðisfjörð. Það kveður á um fiskeldi í Seyðisfirði. Við styðjum fiskeldi í Seyðisfirði“.

Skoðun
Fréttamynd

Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef and­lega heilsan hrörnar?

Ég fæ ekki réttar greiningar fyrr en ég er 26 og 27 ára. Einhverf og með ADHD. Vá hvað lífið hefði verið léttara ef ég hefði bara fengið að vita þetta fyrr. Ég hefði getað sýnt mér skilning og mildi og fjölskyldan og skólakerfið hefði getað stutt mig með þá erfiðleika sem ég hafði, sem þóttust óeðlilegir að þeirra mati. Ég hefði ekki eytt fjórðung úr öld að hugsa með mér ,,Hvað er eiginlega að mér? Afhverju get ég ekki bara gert þetta eins og allir hinir? Hvernig fer annað fólk eiginlega að þessu? Ég hlýt bara að vera svona ömurleg..’’

Skoðun
Fréttamynd

Rödd friðar þarf að hljóma skærar

Í gær, 22. nóvember, voru 61 ár liðin frá því að John F. Kennedy var myrtur um hábjartan dag í Dallas. JFK var friðflytjandi sem talaði gegn vopnavæðingu, gegn herskárri útþenslustefnu hervelda, gegn afskiptum stórvelda af innanríkismálum annarra þjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt fangelsi – fyrir öruggara sam­félag

Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarð­hita og al­þjóð­legt sam­starf

Ein af sérstöðum Íslands er gnægð náttúruauðlinda sem hægt er að nýta til framleiðslu endurnýjanlegar orku- eitthvað sem margar þjóðir öfunda okkur af. Við höfum jarðhita, vatnsorku og vindorku sem við gætum nýtt í mun meiri mæli en gert er í dag. Það er ákaflega mikilvægt er að tryggja orkuöryggi bæði almennings og atvinnugreina með því að auka framboð af endurnýjanlegri orku.

Skoðun
Fréttamynd

Miskunn­sami nýmarxistinn

Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Skapandi skattur og skapandi fólk

Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega.

Skoðun
Fréttamynd

Teppa­leggjum ekki ís­lenska náttúru með vindorku

Ímyndaðu þér íslenska náttúru, óspillta og einstaka, teppalagða með hundruðum háreistra vindmylla. Þær gnæfa yfir dali og fjallshlíðar en skila þjóðinni takmörkuðum arði og valda miklum deilum. Þetta er ekki framtíðarsýn sem við viljum – og stjórnmálamenn þurfa að gera betur.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum á næsta kjörtíma­bili

Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hlut­verk flokksforingja stór­lega of­metið í kosninga­bar­áttunni

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli.

Innlent
Fréttamynd

Nýtan­leg verð­mæta­sköpun um allt land

Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­rænn vandi barna og ung­menna

Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sunda­braut

Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. 

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum stjórn­mála­menn sem skilja mikil­vægi stærstu at­vinnu­greinar landsins

Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. 

Skoðun
Fréttamynd

Kallað eftir fyrirsjáanleika í opin­berum fram­kvæmdum

Staða innviða á Íslandi kallar á tafarlausar aðgerðir. Forgangsraða þarf fjárfestingum í innviðum og tryggja fyrirsjáanleika í framkvæmdum til að mæta þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða hefur ófullnægjandi fjárfesting leitt til umfangsmikillar viðhaldsskuldar, sem metin er á 420 milljarða króna. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að bæta stöðu innviða svo að unnt verði að styðja við fjölbreytta verðmætasköpun og auka samkeppnishæfni landsins.​​

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stætt fólk

Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­stjórn í húsnæðis­málum

Óstjórn í húsnæðismálum Reykjavíkurborgar náði vonandi botninum á íbúafundi sem haldinn var í Rimaskóla í Grafarvogi þann 12.nóvember síðastliðinn. Þar opinberuðust enn og aftur vinnubrögð borgarmeirihlutans.

Skoðun
Fréttamynd

Arfur stjórn­málanna 2024

Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka.

Skoðun