Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 16:45 Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Með því að hafa hlustað á sérfræðinga, fyrirtæki í greininni og samfélagið, hefur Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og hennar teymi skapað sameiginlega sýn sem miðar að því að efla og styrkja ferðaþjónustuna enn frekar bæði sem áframhaldandi burðarás í efnahag landsins, aukin lífsgæði fyrir heimamenn og sem mikilvægan þátt í sjálfbærri þróun greinarinnar. Ferðaþjónustan hefur alla burði að vera heilsárs atvinnugrein - um allt land! Á fundi á Egilsstöðum fyrr á árinu, þar sem ráðherra fór yfir hvernig ferðaþjónustan kom sterk inn sem mikilvæg gjaldeyrisskapandi atvinnugrein fljótlega eftir bankahrunið, kviknaði glampi í augum viðstaddra. Ástríða Lilju smitaði út frá sér og hvatti fólk til að skapa nýjar upplifanir, með þá trú að ferðaþjónustan geti orðið heilsárs atvinnugrein um allt land, allt árið um kring. Það sem gerir hana að einstökum ráðherra fyrir ferðaþjónustuna er sá skilningur sem hún hefur á þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar, vilji til að vinna með hagaðilum og staðfesta að ná árangri. Nú síðast með að hrinda í framkvæmd brýnum aðgerðum í ferðamálastefnunni og þá sérstaklega 200 milljóna kr. fjárframlagi til neytendamarkaðssetningar og auknum stuðningi við áfangastaðastofurnar um allt land. Það skiptir gríðarlegu máli. Drifkraftur nýsköpunar og uppbyggingar á landsbyggðinni Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi um allt land sem bæði ferðamenn og heimafólk njóta góðs af. Á landsbyggðinni hafa brothættar byggðir öðlast nýtt líf með tilkomu ferðaþjónustunnar og því sem henni fylgir. Áskorunin er sem fyrr að gera greinina að heilsárs atvinnugrein víða á landsbyggðinni. Ég hef sjálf hef reynslu af árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu en ég starfaði og bjó á Egilsstöðum í þrjú ár þar sem ég var framkvæmdastjóri Vök Baths og svo rekur sambýlismaður minn Hótel Breiðdalsvík fyrir austan. Fyrirtæki austan við Jökulsárlón og annars staðar á landinu þurfa mörg hver að loka hluta ársins vegna skorts á ferðamönnum og viðskiptum. Hjá Vök Baths fórum við úr þremur starfsmönnum á vakt á veturna upp í um ellefu á einu bretti, sem sýnir sveiflurnar sem greinin þarf að takast á við. Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg til að stuðla að samkeppnishæfni og verðmætasköpun Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í í skatta til samfélagsins. Það er ekki nóg að einn ráðherra skilji mikilvægi ferðaþjónustunnar. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að nauðsynlegt er að gæta að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og fjárfesta í uppbyggingu hennar. Hver króna sem ríkissjóður ver í ferðaþjónustu, eins og til dæmis til markaðssetningar, skilar sér margfalt til baka í formi gjaldeyris og skatttekna. Við verðum að vera með sambærilegt rekstrarumhverfi og í samkeppnislöndum og sjá til þess að það sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað til að laða að þá gesti sem við viljum að heimsæki okkur allt árið um kring. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum þakklát fyrir þessa framtíðarsýn og hvetjum stjórnvöld til að framfylgja ferðamála stefnunni og aðgerðaáætlun hennar. Með því að veita nauðsynlegt fjármagn og stuðning getum við tryggt að ferðaþjónustan blómstri allt árið um kring, um allt land. Þessi grein er skrifuð með þakklæti til Lilju fyrir hennar framsýni og metnað í þágu ferðaþjónustunnar. Höfundur er með mikla ástríðu fyrir íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað í greininni um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Með því að hafa hlustað á sérfræðinga, fyrirtæki í greininni og samfélagið, hefur Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og hennar teymi skapað sameiginlega sýn sem miðar að því að efla og styrkja ferðaþjónustuna enn frekar bæði sem áframhaldandi burðarás í efnahag landsins, aukin lífsgæði fyrir heimamenn og sem mikilvægan þátt í sjálfbærri þróun greinarinnar. Ferðaþjónustan hefur alla burði að vera heilsárs atvinnugrein - um allt land! Á fundi á Egilsstöðum fyrr á árinu, þar sem ráðherra fór yfir hvernig ferðaþjónustan kom sterk inn sem mikilvæg gjaldeyrisskapandi atvinnugrein fljótlega eftir bankahrunið, kviknaði glampi í augum viðstaddra. Ástríða Lilju smitaði út frá sér og hvatti fólk til að skapa nýjar upplifanir, með þá trú að ferðaþjónustan geti orðið heilsárs atvinnugrein um allt land, allt árið um kring. Það sem gerir hana að einstökum ráðherra fyrir ferðaþjónustuna er sá skilningur sem hún hefur á þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar, vilji til að vinna með hagaðilum og staðfesta að ná árangri. Nú síðast með að hrinda í framkvæmd brýnum aðgerðum í ferðamálastefnunni og þá sérstaklega 200 milljóna kr. fjárframlagi til neytendamarkaðssetningar og auknum stuðningi við áfangastaðastofurnar um allt land. Það skiptir gríðarlegu máli. Drifkraftur nýsköpunar og uppbyggingar á landsbyggðinni Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi um allt land sem bæði ferðamenn og heimafólk njóta góðs af. Á landsbyggðinni hafa brothættar byggðir öðlast nýtt líf með tilkomu ferðaþjónustunnar og því sem henni fylgir. Áskorunin er sem fyrr að gera greinina að heilsárs atvinnugrein víða á landsbyggðinni. Ég hef sjálf hef reynslu af árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu en ég starfaði og bjó á Egilsstöðum í þrjú ár þar sem ég var framkvæmdastjóri Vök Baths og svo rekur sambýlismaður minn Hótel Breiðdalsvík fyrir austan. Fyrirtæki austan við Jökulsárlón og annars staðar á landinu þurfa mörg hver að loka hluta ársins vegna skorts á ferðamönnum og viðskiptum. Hjá Vök Baths fórum við úr þremur starfsmönnum á vakt á veturna upp í um ellefu á einu bretti, sem sýnir sveiflurnar sem greinin þarf að takast á við. Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg til að stuðla að samkeppnishæfni og verðmætasköpun Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í í skatta til samfélagsins. Það er ekki nóg að einn ráðherra skilji mikilvægi ferðaþjónustunnar. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að nauðsynlegt er að gæta að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og fjárfesta í uppbyggingu hennar. Hver króna sem ríkissjóður ver í ferðaþjónustu, eins og til dæmis til markaðssetningar, skilar sér margfalt til baka í formi gjaldeyris og skatttekna. Við verðum að vera með sambærilegt rekstrarumhverfi og í samkeppnislöndum og sjá til þess að það sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað til að laða að þá gesti sem við viljum að heimsæki okkur allt árið um kring. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum þakklát fyrir þessa framtíðarsýn og hvetjum stjórnvöld til að framfylgja ferðamála stefnunni og aðgerðaáætlun hennar. Með því að veita nauðsynlegt fjármagn og stuðning getum við tryggt að ferðaþjónustan blómstri allt árið um kring, um allt land. Þessi grein er skrifuð með þakklæti til Lilju fyrir hennar framsýni og metnað í þágu ferðaþjónustunnar. Höfundur er með mikla ástríðu fyrir íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað í greininni um árabil.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar