Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar 23. nóvember 2024 11:17 Í gær, 22. nóvember, voru 61 ár liðin frá því að John F. Kennedy var myrtur um hábjartan dag í Dallas. JFK var friðflytjandi sem talaði gegn vopnavæðingu, gegn herskárri útþenslustefnu hervelda, gegn afskiptum stórvelda af innanríkismálum annarra þjóða. JFK var talsmaður friðar sem gerði fólki og þjóðum kleift að vaxa og dafna, til að börn okkar gætu átt betri framtíð. „Friður er hið skynsamlega takmark skynsamra manna". Friður er okkar brýnasta hagsmunamál. Það ætti að vera öllum ljóst, nú þegar við stöndum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar. JFK talaði inn í stjórnmál allra tíma þegar hann sagði að ,,vandamál okkar eru manngerð og geta því verið leyst af mönnum." Í samhengi íslenskra stjórnmála árið 2024 vísar þetta m.a. til óábyrgs hallarekstrar ríkissjóðs og of hárra skatta, ranglega reiknaðrar verðbólgu og vaxtaokurs, launamála kennara og heilbrigðisstarfsmanna, sem allir núverandi þingflokkar hafa haft á sínu borði án þess að leysa úr. Og nú hafa verið samþykkt fjárlög fyrir árið 2025 með heimild til vopnakaupa, án þess að séð verði að einn einasti þingmaður hafi andmælt því að skattpeningar Íslendinga séu notaðir í þessum tilgangi. [Á fundi „Breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks“ í gær (sjá mín. 44) kvaðst fulltrúi Pírata hafa andmælt vopnakaupum. Skráning á vef Alþingis bendir þó til að hlutaðeigandi hafi ekki greitt atkvæði við afgreiðslu fjárlaganna.] Um vopnakaupin fjallaði ég einnig á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ 14. Nóv. Sl. Eins og aðrir dauðlegir menn voru Kennedy bræður vafalaust breyskir og ófullkomnir, en þeir voru með pólitíska áttavitann rétt stilltan. Margt hefði getað farið á annan og betri hátt ef mannkynið hefði mátt njóta leiðsagnar slíkra manna fremur en síngjarnra stríðshauka. Í því samhengi leyfi ég mér að rifja upp eftirfarandi tilvitnun til Roberts F. Kennedy eldri sem hann flutti í ræðu árið 1968, aðeins þremur mánuðum áður en hann var skotinn til bana í Los Angeles: „Verg árleg þjóðarframleiðsla okkar telur nú meira en 800 milljarða dala. En sú framleiðsla tekur til loftmengunar, sígarettuauglýsinga og sjúkrabíla sem hreinsa mannfallið af þjóðvegum okkar. Hún nær til sérsmíðaðra lása á húsum okkar og fangelsanna fyrir fólkið sem brýtur upp lásana. Hún telur eyðingu skóga með og náttúruundur sem glatast vegna óreiðukenndrar útþenslu byggðar. Þjóðarframleiðslan nær yfir napalmsprengjur og kjarnaodda og brynvarða lögreglubíla sem notaðir eru til að berja niður óeirðir í borgum okkar. Hún tekur til […] sjónvarpsefnis sem upphefur ofbeldi í þeim tilgangi að selja börnum okkar leikföng. En þjóðarframleiðslan reiknar ekki út heilsufar barna okkar, gæði menntunar þeirra eða gleðina í leik þeirra. Hún mælir ekki fegurð ljóða okkar eða styrk hjónabanda okkar, skynsemi opinberrar rökræðu eða heilindi embættismanna okkar. Hún mælir hvorki andlegt jafnvægi okkar né hugrekki, hvorki visku okkar né þekkingu, hvorki samúð okkar né hollustu við landið okkar. Hún mælir í stuttu máli allt nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Og hún getur sagt okkur allt um Bandaríkin nema hvers vegna við erum stolt af því að vera Bandaríkjamenn.“ Í Morgunblaðsgrein minni frá árinu 2017 bætti ég við um þetta: RFK var gagnrýninn á baráttuna gegn efnahagslegri fátækt vegna þess hún endurspeglaði rangar áherslur. „Jafnvel þótt okkur tækist að eyða slíkum efnahagslegum skorti þá bíður okkar annað stærra verkefni. Það er að berjast gegn skorti á lífsánægju ... sem þjakar okkur öll.“ Tæpri hálfri öld eftir að þessi orð voru töluð eiga þau enn fullt erindi því íbúar heimsins virðast nú, sem aldrei fyrr, ofurseldir því takmarki að safna veraldlegum auði. Þótt telja megi dapurlegt að framþróunin hafi ekki orðið önnur þarf það ekki að koma neinum á óvart. Allt frá tímum Aristótelesar hafa heimspekingar og stjórnmálamenn flutt röksemdir fyrir því að fjárhagslegur auður sé ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að lifa „góðu lífi“. Hið góða líf er þó furðu lítið áberandi í umræðum um löggjöf, stjórnmál og samfélagsmál nú á tímum. Rökstuðningur stjórnmálamanna fyrir því hvers vegna eigi að innleiða stefnumál þeirra byggist nú á tímum á þrenns konar röksemdum, þ.e. að tillögur þeirra fjölgi valkostum fólks, auki hagkvæmni og verndi réttindi fólks. Minna ber á röksemdum þess efnis að tillögurnar muni gera okkur betur kleift að búa í siðuðu samfélagi eða lifa góðu lífi. Mælaborð þjóðmálanna sýnir efnahagslega mælikvarða en ekki þá sem Kennedy gerði að umtalsefni 1968. Frelsisáherslur birtast í ýmsum búningi, t.d. að fólk eigi að hafa val um alla skapaða hluti. Eftir stendur himinhrópandi spurning sem aldrei er svarað: Til hvers eigum við að nota þetta frelsi og í hvaða tilgangi erum við að safna þessum peningum, lausafjármunum og allri þessari steinsteypu? Þetta er sérstakt vegna þess að öll menning sem risið hefur hátt í mannkynssögunni hefur gert þetta að lykilspurningu: Hvernig lifum við góðu lífi? Nú er það ekki hið góða líf sem við höfum áhuga á, heldur bara lífið sem slíkt: Hvernig við getum gert lífið auðveldara, þægilegra og hvernig við getum lengt það sem mest. Slíkt innihaldsleysi hefði verið mörgum fyrri tíðar manninum fjarlægt. Aristóteles taldi að maðurinn líkt og allt annað sem lifir, hefði tilgang og að tilgangurinn væri sá að lifa góðu lífi. Gott líf miðar því að fullkomnun. Gott líf felst ekki í því að velta sér upp úr nautnum. Letinginn sem lifir í vellystingum alla ævi lifir ekki góðu lífi í þessum skilningi, ekki frekar en sá sem slítur sér út eða jafnvel fórnar lífi sínu í þágu fyrirtækis, vörumerkis eða fjármuna sem hafa engan annan tilgang í sjálfu sér. Gott líf snýst ekki um að svala löngunum, metnaði eða hégóma, heldur skírskotar hið góða líf til þess að við stefnum að verðugu, réttu eða viðeigandi markmiði. Langanir okkar á að temja og beina þeim inn á réttar brautir í átt til þess sem er raunverulega þess virði að sækjast eftir. Besta leiðin til að þjálfa skynjun okkar í þessum efnum er að leggja rækt við siðrænt uppeldi og siðræna menntun. Sú ábyrgð hvílir ekki á foreldrunum einum og hún verður heldur ekki lögð alfarið á skólakerfið. Þetta er ábyrgð sem hvílir á samfélaginu í heild og þó sérstaklega nærsamfélaginu þar sem fjölskyldur, frjáls félagasamtök, trúarsöfnuðir og veraldlega þenkjandi samtök, sem og stjórnmálahreyfingar, gegna lykilhlutverki. Á tímum óhóflegrar einstaklingshyggju hafa stjórnmálin og kannski við öll lagt ónóga rækt við þessa grasrót en einblínt þess í stað á ríkisvaldið og miðstýrðar allsherjarlausnir. Pólarnir hafa orðið tveir, einstaklingarnir annars vegar og ríkið hins vegar. Meðan þeirri tvíhyggju er leyft að dafna er hætt við að mikilvægustu innviðirnir, þ.e. fjölskyldan og nærsamfélagið, sem bera uppi öll heilbrigð samfélög, veikist úr hófi. Úr þessu þarf að bæta. Til þess þarf hugarfarsbreytingu og mögulega nýja tegund samræðu. Rödd friðar þarf að hljóma á ný í sölum Alþingis. Sú rödd hljómar skært í máli frambjóðenda Lýðræðisflokksins, sbr. sérstaklega þetta viðtal við Hrafnhildi í gær í Spursmálum Mbl. Eins og flestir Íslendingar á Hrafnhildur sér þá „von og trú að við Íslendingar getum orðið fyrirmynd annarra þjóða hvað varðar frið, hlutleysi, hreinleika náttúru og sjálfbærni. Lýsum saman upp myrkrið sem er að herja á hjarta þjóðarinnar og mannkyn allt" Höfundur skipar 1. sæti á lista Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Arnar Þór Jónsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í gær, 22. nóvember, voru 61 ár liðin frá því að John F. Kennedy var myrtur um hábjartan dag í Dallas. JFK var friðflytjandi sem talaði gegn vopnavæðingu, gegn herskárri útþenslustefnu hervelda, gegn afskiptum stórvelda af innanríkismálum annarra þjóða. JFK var talsmaður friðar sem gerði fólki og þjóðum kleift að vaxa og dafna, til að börn okkar gætu átt betri framtíð. „Friður er hið skynsamlega takmark skynsamra manna". Friður er okkar brýnasta hagsmunamál. Það ætti að vera öllum ljóst, nú þegar við stöndum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar. JFK talaði inn í stjórnmál allra tíma þegar hann sagði að ,,vandamál okkar eru manngerð og geta því verið leyst af mönnum." Í samhengi íslenskra stjórnmála árið 2024 vísar þetta m.a. til óábyrgs hallarekstrar ríkissjóðs og of hárra skatta, ranglega reiknaðrar verðbólgu og vaxtaokurs, launamála kennara og heilbrigðisstarfsmanna, sem allir núverandi þingflokkar hafa haft á sínu borði án þess að leysa úr. Og nú hafa verið samþykkt fjárlög fyrir árið 2025 með heimild til vopnakaupa, án þess að séð verði að einn einasti þingmaður hafi andmælt því að skattpeningar Íslendinga séu notaðir í þessum tilgangi. [Á fundi „Breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks“ í gær (sjá mín. 44) kvaðst fulltrúi Pírata hafa andmælt vopnakaupum. Skráning á vef Alþingis bendir þó til að hlutaðeigandi hafi ekki greitt atkvæði við afgreiðslu fjárlaganna.] Um vopnakaupin fjallaði ég einnig á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ 14. Nóv. Sl. Eins og aðrir dauðlegir menn voru Kennedy bræður vafalaust breyskir og ófullkomnir, en þeir voru með pólitíska áttavitann rétt stilltan. Margt hefði getað farið á annan og betri hátt ef mannkynið hefði mátt njóta leiðsagnar slíkra manna fremur en síngjarnra stríðshauka. Í því samhengi leyfi ég mér að rifja upp eftirfarandi tilvitnun til Roberts F. Kennedy eldri sem hann flutti í ræðu árið 1968, aðeins þremur mánuðum áður en hann var skotinn til bana í Los Angeles: „Verg árleg þjóðarframleiðsla okkar telur nú meira en 800 milljarða dala. En sú framleiðsla tekur til loftmengunar, sígarettuauglýsinga og sjúkrabíla sem hreinsa mannfallið af þjóðvegum okkar. Hún nær til sérsmíðaðra lása á húsum okkar og fangelsanna fyrir fólkið sem brýtur upp lásana. Hún telur eyðingu skóga með og náttúruundur sem glatast vegna óreiðukenndrar útþenslu byggðar. Þjóðarframleiðslan nær yfir napalmsprengjur og kjarnaodda og brynvarða lögreglubíla sem notaðir eru til að berja niður óeirðir í borgum okkar. Hún tekur til […] sjónvarpsefnis sem upphefur ofbeldi í þeim tilgangi að selja börnum okkar leikföng. En þjóðarframleiðslan reiknar ekki út heilsufar barna okkar, gæði menntunar þeirra eða gleðina í leik þeirra. Hún mælir ekki fegurð ljóða okkar eða styrk hjónabanda okkar, skynsemi opinberrar rökræðu eða heilindi embættismanna okkar. Hún mælir hvorki andlegt jafnvægi okkar né hugrekki, hvorki visku okkar né þekkingu, hvorki samúð okkar né hollustu við landið okkar. Hún mælir í stuttu máli allt nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Og hún getur sagt okkur allt um Bandaríkin nema hvers vegna við erum stolt af því að vera Bandaríkjamenn.“ Í Morgunblaðsgrein minni frá árinu 2017 bætti ég við um þetta: RFK var gagnrýninn á baráttuna gegn efnahagslegri fátækt vegna þess hún endurspeglaði rangar áherslur. „Jafnvel þótt okkur tækist að eyða slíkum efnahagslegum skorti þá bíður okkar annað stærra verkefni. Það er að berjast gegn skorti á lífsánægju ... sem þjakar okkur öll.“ Tæpri hálfri öld eftir að þessi orð voru töluð eiga þau enn fullt erindi því íbúar heimsins virðast nú, sem aldrei fyrr, ofurseldir því takmarki að safna veraldlegum auði. Þótt telja megi dapurlegt að framþróunin hafi ekki orðið önnur þarf það ekki að koma neinum á óvart. Allt frá tímum Aristótelesar hafa heimspekingar og stjórnmálamenn flutt röksemdir fyrir því að fjárhagslegur auður sé ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að lifa „góðu lífi“. Hið góða líf er þó furðu lítið áberandi í umræðum um löggjöf, stjórnmál og samfélagsmál nú á tímum. Rökstuðningur stjórnmálamanna fyrir því hvers vegna eigi að innleiða stefnumál þeirra byggist nú á tímum á þrenns konar röksemdum, þ.e. að tillögur þeirra fjölgi valkostum fólks, auki hagkvæmni og verndi réttindi fólks. Minna ber á röksemdum þess efnis að tillögurnar muni gera okkur betur kleift að búa í siðuðu samfélagi eða lifa góðu lífi. Mælaborð þjóðmálanna sýnir efnahagslega mælikvarða en ekki þá sem Kennedy gerði að umtalsefni 1968. Frelsisáherslur birtast í ýmsum búningi, t.d. að fólk eigi að hafa val um alla skapaða hluti. Eftir stendur himinhrópandi spurning sem aldrei er svarað: Til hvers eigum við að nota þetta frelsi og í hvaða tilgangi erum við að safna þessum peningum, lausafjármunum og allri þessari steinsteypu? Þetta er sérstakt vegna þess að öll menning sem risið hefur hátt í mannkynssögunni hefur gert þetta að lykilspurningu: Hvernig lifum við góðu lífi? Nú er það ekki hið góða líf sem við höfum áhuga á, heldur bara lífið sem slíkt: Hvernig við getum gert lífið auðveldara, þægilegra og hvernig við getum lengt það sem mest. Slíkt innihaldsleysi hefði verið mörgum fyrri tíðar manninum fjarlægt. Aristóteles taldi að maðurinn líkt og allt annað sem lifir, hefði tilgang og að tilgangurinn væri sá að lifa góðu lífi. Gott líf miðar því að fullkomnun. Gott líf felst ekki í því að velta sér upp úr nautnum. Letinginn sem lifir í vellystingum alla ævi lifir ekki góðu lífi í þessum skilningi, ekki frekar en sá sem slítur sér út eða jafnvel fórnar lífi sínu í þágu fyrirtækis, vörumerkis eða fjármuna sem hafa engan annan tilgang í sjálfu sér. Gott líf snýst ekki um að svala löngunum, metnaði eða hégóma, heldur skírskotar hið góða líf til þess að við stefnum að verðugu, réttu eða viðeigandi markmiði. Langanir okkar á að temja og beina þeim inn á réttar brautir í átt til þess sem er raunverulega þess virði að sækjast eftir. Besta leiðin til að þjálfa skynjun okkar í þessum efnum er að leggja rækt við siðrænt uppeldi og siðræna menntun. Sú ábyrgð hvílir ekki á foreldrunum einum og hún verður heldur ekki lögð alfarið á skólakerfið. Þetta er ábyrgð sem hvílir á samfélaginu í heild og þó sérstaklega nærsamfélaginu þar sem fjölskyldur, frjáls félagasamtök, trúarsöfnuðir og veraldlega þenkjandi samtök, sem og stjórnmálahreyfingar, gegna lykilhlutverki. Á tímum óhóflegrar einstaklingshyggju hafa stjórnmálin og kannski við öll lagt ónóga rækt við þessa grasrót en einblínt þess í stað á ríkisvaldið og miðstýrðar allsherjarlausnir. Pólarnir hafa orðið tveir, einstaklingarnir annars vegar og ríkið hins vegar. Meðan þeirri tvíhyggju er leyft að dafna er hætt við að mikilvægustu innviðirnir, þ.e. fjölskyldan og nærsamfélagið, sem bera uppi öll heilbrigð samfélög, veikist úr hófi. Úr þessu þarf að bæta. Til þess þarf hugarfarsbreytingu og mögulega nýja tegund samræðu. Rödd friðar þarf að hljóma á ný í sölum Alþingis. Sú rödd hljómar skært í máli frambjóðenda Lýðræðisflokksins, sbr. sérstaklega þetta viðtal við Hrafnhildi í gær í Spursmálum Mbl. Eins og flestir Íslendingar á Hrafnhildur sér þá „von og trú að við Íslendingar getum orðið fyrirmynd annarra þjóða hvað varðar frið, hlutleysi, hreinleika náttúru og sjálfbærni. Lýsum saman upp myrkrið sem er að herja á hjarta þjóðarinnar og mannkyn allt" Höfundur skipar 1. sæti á lista Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun