Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024)

Fréttamynd

Kýld niður í kjördæmaviku

„Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Skiptar skoðanir um um­talaða bókun við EES-samninginn

Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með.

Innlent
Fréttamynd

Aug­ljóst að ríkis­stjórnar­sam­starfið sé að nálgast leiðar­lok

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrum rang­færslum í mál­flutningi menningarráðherra svarað

Í síðustu viku birtum við greinina „Vegið að íslenskri kvikmyndagerð” þar sem við fórum yfir þau vandamál sem steðja að íslenskri kvikmyndagerð í dag í ljósi bágrar stöðu Kvikmyndasjóðs. Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum og hefur spunnist mikil umræða í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er ekki endan­legt frum­varp“

Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

„Kveður við nýjan tón í sam­starfinu sem er efnis­lega lokið“

Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Mið­flokksins

„Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“

Lífið
Fréttamynd

Hag­kerfið á vendi­punkti og hætta á að tekjum sé of­spáð en gjöldin van­metin

Mikil vaxtabyrði ríkissjóðs, umtalsvert hærri borið saman við flestar aðrar Evrópuþjóðir, þýðir að það þarf að nást meiri afgangur á frumjöfnuði en núverandi áætlanir gera ráð fyrir eigi að takast að grynnka skuldahlutfallinu, að mati Samtaka atvinnulífsins. Hættan er að hagkerfið sé á vendipunkti, þar sem tekjum sé ofspáð en gjöldum áfram vanspáð, en Seðlabankinn telur að ljósi þróunar verðbólgu sé „brýnt“ að ekki verði vikið frá því að beita aðhaldi í ríkisfjármálum á komandi misserum.

Innherji
Fréttamynd

Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnar­slit

Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Þor­gerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Við­reisn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni.   Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn.

Innlent
Fréttamynd

Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli

Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Loksins mega hommar gefa blóð

Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið

Innlent
Fréttamynd

Loks opnað fyrir um­sóknir um hlutdeildarlán

Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þóra Jóhanna nýr yfir­dýra­læknir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Þóru Jóhönnu Jónasdóttur í embætti yfirdýralæknis. Hún tekur við af Sigurborgu Daðadóttur, sem var skipuð yfirdýralæknir árið 2013, fyrst kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Kona tveggja flokka í Sam­talinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Hún var vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins og varaformaður flokksins um tíma en tók þátt í stofnun Viðreisnar sem hún hefur verið í forystu fyrir í sjö ár.

Innlent
Fréttamynd

Höfum ekki efni á svona stór­karla­legri Ölfus­ár­brú

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum.

Innlent
Fréttamynd

„Það vill enginn vera eins og Stein­grímur J.“

Eigandi netverslunar með áfengi segir ljóst af lestri draga að frumvarpi um innlenda netverslun með áfengi að með þeim sé gengið langt til þess að þóknast „hugarburði þeirra sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju“ um vandamál sem séu ekki til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Minnkandi losun en um­­­fram út­hlutanir Ís­lands

Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Innlent