Innlent

Svan­dís og Guð­mundur Ingi nýir leið­togar Vinstri grænna

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Félagar VG gengu að kjörborðinu á landsfundi flokksins í dag.
Félagar VG gengu að kjörborðinu á landsfundi flokksins í dag. Vísir

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 

Landsfundur Vinstri grænna stendur yfir um helgina og voru niðurstöður úr kjöri til formanns tilkynntar rétt í þessu. Svandís Svavarsdóttir var ein í framboði og hlaut 169 atkvæði af 175 greiddum. 

Guðmundur Ingi hlaut 145 atkvæði gegn 27 atkvæðum Jódísar Skúladóttur þingmanns Vinstri grænna. Alls voru 176 atkvæði greidd.

Hólmfríður Jennýjar- Árnadóttir var kjörin ritari flokksins með 146 atkvæði af 164 greiddum. Steinar Harðarson var kjörinn gjaldkeri. 

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×