Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Segja þrjú þúsund börn látin

Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið.

Erlent
Fréttamynd

Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður

Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup inn á norðurhluta Gasasvæðisins og sögðu ráðamenn þar að um undirbúning fyrir mögulega innrás væri að ræða. Innrás á Gasaströndina myndi hafa miklar hörmungar í för með sér og myndi taka langan tíma.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar samþykkja að bíða með innrás

Yfirvöld í Ísrael eru sögð hafa samþykkt beiðni frá ráðamönnum Bandaríkjanna um að bíða með innrás á Gasaströndina. Þannig vilja Bandaríkjamenn fá tíma til að auka viðbúnað sinn og þá sérstaklega loftvarnir í Mið-Austurlöndum.

Erlent
Fréttamynd

Hvað er svona hættu­legt við það að segja vopna­hlé?

Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir.

Skoðun
Fréttamynd

Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla

Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga.

Erlent
Fréttamynd

Blaðamönnum sýnd myndskeið af voðaverkum Hamas-liða

Stjórnvöld í Ísrael buðu tugum erlendra blaðamanna á sérstaka kynningu í herstöð í Tel Aviv í gær þar sem sýnt var 45 mínútna langt safn myndskeiða frá deginum þegar Hamas-liðar réðust á almenna borgara í Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu

Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg

Erlent
Fréttamynd

Sprengjan sögð hafa „gufað upp“

Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist.

Erlent
Fréttamynd

Báðu Ísraela um að bíða með innrás

Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara.

Erlent
Fréttamynd

Harðar á­rásir halda á­fram á Gasa

Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Ný sending af neyðar­birgðum til Gasa

Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“

Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum.

Erlent
Fréttamynd

„Það sem er í gangi núna er bara þjóðar­morð“

Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palestínu. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Innlent
Fréttamynd

Lítil hjálp í mjög tak­mörkuðu magni neyðar­birgða

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 

Erlent
Fréttamynd

Neyðar­birgðir loks á leið til Gasa

Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum.

Erlent
Fréttamynd

„Þú ert með völdin!“

Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ekki horft á fjölda­morð í beinni út­sendingu“

Mótmælendur hafa safnast saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ráðherrar halda reglulegan fund. Þess er krafist að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir ísraelska hersins í Palestínu. Forsætisráðherra verður afhendur undirskriftalisti við lok fundar. 

Innlent
Fréttamynd

Enginn staður á Gaza er öruggur

Stöðugar loftárásir dynja á íbúum Gaza strandarinnar. Eitt öflugasta herveldi heims heldur enn 2,2 milljón einstaklinga í fangelsi á meðan það lætur sprengjum rigna yfir Gaza ströndina. Enginn staður á Gaza er öruggur segja Læknar án landamæra og hafa árásir Ísraels drepið þúsundir einstaklinga.

Skoðun