Hvað er eiginlega þetta Hamas? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 20. nóvember 2023 08:01 Það er fátt sem nefnt er oftar í fréttum þessa dagana en Hamas-samtökin í Palestínu. Hamas-samtökin, eða Íslamska andspyrnuhreyfingin, einsog þau heita fullu nafn, voru stofnuð um miðjan desember 1987 og eru um hálfum mánuði yngri að árum en Félagið Ísland-Palestína sem var stofnað 29. nóvember 1987. Aðeins viku eða 10 dögum eftir að félagið var stofnað, rétt eins og við hefðum gefið merki, braust út uppreisn gegn hernámi Palestínu sem nefnd var Intifada á arabísku, orð sem ruddi sér brátt til rúms á flestum tungum. Þessari uppreisn hefur verið lýst sem friðsamri og vopnlausri af hálfu Palestínumanna, nema hvað unglingar áttu til að kasta grjóti í skriðdreka eða þungvopnaða hermenn. Ísraelsher var ekki jafn friðsamur gagnvart mótmælendum hernámsins, heldur skaut á þá og lágu margir í valnum. Þegar ungir menn voru að hlaupa burt undan hernum voru þeir iðulega skotnir í bakiið. Þegar ég kom fyrst til landsins rúmum tveimur áum síðar, í maí 1990, en þá stóð uppreisnin enn yfir, hitti ég marga mænuskaddaða einstaklinga, unglinga og unga menn sem höfðu verið skotnir í bakið af hernum. Þeir voru þá orðnir yfir 800 talsins, flestir bundnir við hjólastól. Lítið var um endurhæfingu, en þó var ein sænsk stofnun í Ramallah, gamall einkaskóli, sem ég heimsótti og þessi stofnun sinnti mænusködduðum, en komst engan veginn yfir að sinna öllum sem þurftu. Hamas - spratt úr afleggjara bræðralags múslima Aftur að Hamas. Hreyfingin varð til sem vaxtarsproti úr Bræðralagi múslima sem stofnað var í Egyptalandi 1928 og eignaðist afleggjara í Palestínu. Muhamed Morsi sem var fyrsti og eini lýðræðislega kjörinn forseti Egyptalands var í Bræðralagi múslima sem var bannað á tíma Mubaraks og aftur núna. Hann var fæddur 1951 og menntaður í Bandaríkjunum, verkfræðingur og prófessor, áður en hann sneri sér að pólitík. Eftir kosningasigur í forsetakosningum í júní 2012 átti hann eftir að gera Sisi hershöfðingja að hermálaráðherra í sinni stjórn, en það var einmitt sami Sisi sem steypti Morsi í valdaráni í júlí 2013 og sittur enn að völdum. Morsi var vinsamlegur Palestínumönnum og ekki síst Hamas á Gaza, enda söguleg tengsl á milli Egyptalands og Gaza. Það breyttist með tilkomu Sisi sem hefur lengst af haldið góðu sambandi við Ísrael, ekki síst við leyniþjónustur. Nú, eins og í öðrum arabaríkjum og þar sem er múslimskur meirihluti, finna rikistjórnir mjög fyrir þrýstingi frá fjöldanum en yfirgnæfandi meirihlulti almennings er á bandi Palestínu. Bræðralag múslima var fyrst og fremst trúarleg hreyfing eins og nafnið gefur til kynna og höfðu takmarkaðan áhuga á póltík. Þeir ástunduðu trúna, heima fyrir, í vinnunni og í moskunni og í tengslum við það góðgerðastarfsemi, einhvers konar félagsþjónustu. Intifada stillti þeim upp við vegg Þegar 8. desember 1987 rann upp og Intifada hófst, var Bræðalagi múslima á vissan hátt stillt upp við vegg. Þeir urðu að taka afstöðu, ekki var hægt að standa hjá. Viku síðar varð Hamas til undir forystu Sheik Ahmed Yassin. Því má heldur ekki gleyma að Ísrael greiddi götu Hamas-samtakanna í fyrstu, litu á þau sem heppilegan keppinaut við Fatah og Arafat. Sheik Yassin var lærður í trúarbragðafræðum, en hafði við hlið sér barnalækni og verkfræðing sem nánustu samverkamann. Mjög kært var með honum og Yasser Arafat, þótt þeir tilheyrðu sitt hvorum flokknum. Arafat gerði það að skilyrði á sínum tíma fyrir viðræðum við Ísrael, að Sheik Yassin yrði látinn laus úr fangelsi. Hann var öll fullorðinsárin hjólastólsbundinn, eftir íþróttaslys. Vopnahléstilboð hamas til ísraelsstjórnar - viðurkenning á ísrael Mér auðnaðist ásamt Björk, konu minni að eiga fund með Sheik Yassin á heimili hans í Strandbúðunum (Shathi Refugee Camp) í Gazaborg árið 2003. Um sama leyti sendi hann vopnahlésboð til Ísraelsstjórnar, um hudna, langt vopnahlé, þess vegna í 100 ár, ef einungis Ísrael léti af árásum sínum á Palestínu, hætti að myrða forystumenn palestínsku þjóðarinnar og féllist á að halda sér innan alþjóðlegu landamæranna frá 1949-1967. Í þessu fólst að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki á 78% af upphaflegri Palestínu, en Palestínumenn fengju að halda 22% af landinu. Þetta er hin svokallaða tveggja ríkja lausn. Þrátt endalausan áróður frá Ísrael um að Hamas-samtökin vilji ekki viðurkenna Ísrael heldur senda þá í sjóinn, liggur fyrir að samtökin lögðust á sveif með Yasser Arafat, PLO og öðrum stjórnmálaöflum í Palestínu, allt frá 2002 um að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. Sheik Yassin þurfti að bíða all lengi eftir svari frá Ísraelsstjórn. Það kom eftir um hálft ár, á föstudegi er hann var að koma úr guðsþjónustu með syni sínum og vinum. Svarið var stýriflaug, nákvæmnisvopn sem sprengdi hann í loft upp, son hans og fjölda manns í kring. Stefna Hamas-samtakanna hefur ekkert breyst, þau hafa lengi verið tilbúin að gera vopnahlé við Ísrael. Fylgi hamas í lýðræðislegum kosningum Eins og kunnugt er tóku Hamas-samtökin þátt í sveitarstjórnarkosningum 2005 og kom þá strax í ljós að þau áttu miklu fylgi að fagna. Þau þóttu óspillt af völdum og höfðu getið sér gott orð með hjálparstarfi meðal fátækra. Margir smásigrar unnust, til dæmis var Victor Batarsh augnlæknir kjörinn borgarstjóri í Betlehem með stuðningi Hamas. Árið 2006 voru síðan haldnar þingkosningar, sem tókst á undraverðan hátt að halda sómasamlega þrátt fyrir hernámið, og fengu þeirra kosningar háa einkunn hjá Stofnun Jimmy Carter og fleiri eftirlitsaðilum. Aðalkeppinautarnir voru Fatah undir forystu Abbas, en þá var Arafat fallinn fá (11.11.2004) og Hamas samtökin undir forystu Ismail Haniyeh sem er núverandi leiðtogi samtakanna. Hamas-samtökin, undir flokksnafninu Breytingar og umbætæur, sigruðu kosningarnar með 44% á móti 41% hjá Fatah, en vegna kosningarkerfisins dugði það til að fá yfir 60% fulltrúa á löggjafarþinginu. Abbas forseti fól Haniyeh að mynda stjórn. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn, en Fatah sagði nei. Síðan kom fljótt í ljós að ekki einungis Ísraelsstjórn, heldur líka Bandaríkin og Evrópubandalagið neituðu að sætta sig við kosningaúrslitin. Bandaríska leyniþjónustan gerði tilraun til valdaráns í gegnum Fatah sveitir sem fengu vopn og peninga til baráttu gegn löglega kjörinni stjórn. Blóðug átök áttu sér stað á Gaza í júní 2007 sem lauk með sigri Hamas. Og þá varð umsátrið að veruleika, herkví sem er enn við lýði og hefur gert Gazaströndina að stærstu fangabúðum í heimi. En Ísrael reynir á allan hátt að grafa undan lýðræði í Palestínu. Þeir segjast ekki geta átt friðarviðræður því að Palestínumenn séu klofnir, en þegar helstu fylkingarnar eru að ná samkomulagi, meðal annars um kosningar sem eru löngu tímabærar, þá efnir Ísrael til blóðugra árása á Gaza og Vesturbakkann. Fundur með fosætisráðherra, leiðtoga hamas Ég átti góðan fund með Ismail Haniyeh 10.10.2010. Ég hafði áður hitt leiðtoga helstu stjórnmálaflokka á Gaza, Fatan og PLFP sem voru báðir gamlir kunningjar og góðir vinir. Ég gat rætt við Haniyeh sem var þá forsætisráðherra á Gaza og hefur verið síðan 2006, og í raun alls landsins samkvæmt kosningaúrslitun, þótt það virki ekki þannig við núverandi aðstæður. Hvað var það sem skildi þessa flokka að? Það var í raun aðeins eitt atriði og sneri að öryggismálum, vopnuðum sveitum og lögreglu. Palestínsku stjórnvöldin i Ramallah hafa frá dögum Arafats haft samvinnu við ísraelsku leyniþjónustuna um öryggismál og hefur sameiginlegum, vikulegum fundum verið stjórnað af CIA, bandarísku leyniþjónustunni. Það var óásættanlegt fyrir Hamas að taka við slíku samstarfi. Þeirra lögregla og öryggissveitir eru alfarið lausar við slík tengsl. Á hinn bóginn kom það fram í samtali okkar, að þetta væri ekki fyrirstaða. Leysa mætti málin með því að hafa öryggismálin óbreytt til að byrja með, eða framyfir kosningar og eftir þær myndu mál þróast á grunni lýðræðislegrar niðurstöðu. Þjóðarmorð í beinni útsendingu Undanfarnar sex vikur hefur heimurinn þurft að horfa upp á eitthvert hryllilegasta árásarstríð sem sögur fara af. Það einkennist fyrst og fremst af fjöldamorðum á börnum, konum og öldruðum. Um sex þúsund börn hafa verið myrt, en hætt var að birta nákvæmar tölur yfir dána og særða, eftir að stærsta sjúkrahúsið á Gaza, Al Shifa, var umkringt af Ísraelsher og starfsemi þess lömuð. En morðvél Ísraels gengur einsog klukka, eitt barna er myrt á 10 mínútna fresti og önnur tvö særð. Tilefnið sem notað var til þessara árása voru árásir tveggja andspyrnuhópa á Gaza á bæði óbreytta borgara og hermenn í Ísrael þann 7. október. Lengi vel var tala fallinna í Ísrael sögð vera 1405, þar af yfir 300 hermenn, en nú hefur talan verið lækkuð í 1200. Síðustu fréttir eru þær að ísraelsk herþyrla hafi átt þátt í dauða sumra. Þá eru ónefnd gíslataka, en um 240 manns á öllum aldrei, þar á meðal hópur hermanna, voru teknir með valdi og eru nú fangar á Gaza. Ef hægt er að tala um skýringu á fjöldamorðum og mannránum, þá virðist aðal tilgangur árásanna einmitt hafa verið þessi gíslataka. Síðan hafa menn látið sig dreyma um fangaskipti við Ísraelsstjórn. Í ísraelskum fangelsum voru yfir 5000 pólitískir, palestínskir fangar þann 7. október. Nú hefur Ísraelsher í óða önn verið að fjölga sínum gíslum og eru fangarnir nú komnir yfir 7000. „Allir fyrir alla“ stóð á skilti aðstandenda í Tel Aviv með köfunni um frelsi fyrir fangana. Þegar Shalit liðsforingi og stríðsfangi eins andspyrnuhópsins á Gaza var látinn laus í fangaskiptum, lét Ísraelsstjórn lausa um 1100 fanga á móti honum einum. Stríð gegn börnum Ísrael egir stríð sitt vera gegn Hamas-samtökunum sem þurfi að þurrka út. Aðrir segja það vera stríð gegn Palestínu og sérstaklega stríð gegn börnum. Það er í besta falli hálfsannleikur að halda því fram að Hamas-samtökin hafi ráðist inn í Ísrael. Tvenn samtök stóðu að árásinni, hernaðararmur Islamic Jihad og Al-Qassam sem er hernaðararmur Hamas, en eru sjálfstæð samtök undir stjórn Mohammed al-Deif. Eftir því sem næst verður komist þarf al-Deif ekki að bera sínar ákvarðanir undir Ismail Haniyeh leiðtoga Hamas sem hefur dvalist í Doha ÍT Qatar meðan á þessari óöld hefur staðið. Þar er líka forveri hans sem leiðtogi Hamas, Khaled Meshaal. Þessir menn stýra ekki aðgerðum Al Qassam sveitanna. Leiðandi stjórnmálamenn í ríkisstsjórn Ísraels eru af þeirri gerðinni að þeir ganga fagnandi til þessa árásarstríðs. Samkvæmt þeirra orðum eru Palestínumenn fullkomlega réttlausir, hvort sem er á Vesturbakka eða Gaza. Þeir eiga einungis þrjá valkosti, að vera dygguð hjú í Gyðingaríkinu Ísrael einsog það heitir, koma sér burt eða deyja ella. Það er ekki rétt að kalla hernaðinn á Gaza stríð, það er bara einn her að verki, Ísraelsher og hann er í útrýmingarherferð. Tilgangurinn er ljóslega þjóðernishreinsun og þjóðarmorð. Höfundur er heimilislæknir, heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Það er fátt sem nefnt er oftar í fréttum þessa dagana en Hamas-samtökin í Palestínu. Hamas-samtökin, eða Íslamska andspyrnuhreyfingin, einsog þau heita fullu nafn, voru stofnuð um miðjan desember 1987 og eru um hálfum mánuði yngri að árum en Félagið Ísland-Palestína sem var stofnað 29. nóvember 1987. Aðeins viku eða 10 dögum eftir að félagið var stofnað, rétt eins og við hefðum gefið merki, braust út uppreisn gegn hernámi Palestínu sem nefnd var Intifada á arabísku, orð sem ruddi sér brátt til rúms á flestum tungum. Þessari uppreisn hefur verið lýst sem friðsamri og vopnlausri af hálfu Palestínumanna, nema hvað unglingar áttu til að kasta grjóti í skriðdreka eða þungvopnaða hermenn. Ísraelsher var ekki jafn friðsamur gagnvart mótmælendum hernámsins, heldur skaut á þá og lágu margir í valnum. Þegar ungir menn voru að hlaupa burt undan hernum voru þeir iðulega skotnir í bakiið. Þegar ég kom fyrst til landsins rúmum tveimur áum síðar, í maí 1990, en þá stóð uppreisnin enn yfir, hitti ég marga mænuskaddaða einstaklinga, unglinga og unga menn sem höfðu verið skotnir í bakið af hernum. Þeir voru þá orðnir yfir 800 talsins, flestir bundnir við hjólastól. Lítið var um endurhæfingu, en þó var ein sænsk stofnun í Ramallah, gamall einkaskóli, sem ég heimsótti og þessi stofnun sinnti mænusködduðum, en komst engan veginn yfir að sinna öllum sem þurftu. Hamas - spratt úr afleggjara bræðralags múslima Aftur að Hamas. Hreyfingin varð til sem vaxtarsproti úr Bræðralagi múslima sem stofnað var í Egyptalandi 1928 og eignaðist afleggjara í Palestínu. Muhamed Morsi sem var fyrsti og eini lýðræðislega kjörinn forseti Egyptalands var í Bræðralagi múslima sem var bannað á tíma Mubaraks og aftur núna. Hann var fæddur 1951 og menntaður í Bandaríkjunum, verkfræðingur og prófessor, áður en hann sneri sér að pólitík. Eftir kosningasigur í forsetakosningum í júní 2012 átti hann eftir að gera Sisi hershöfðingja að hermálaráðherra í sinni stjórn, en það var einmitt sami Sisi sem steypti Morsi í valdaráni í júlí 2013 og sittur enn að völdum. Morsi var vinsamlegur Palestínumönnum og ekki síst Hamas á Gaza, enda söguleg tengsl á milli Egyptalands og Gaza. Það breyttist með tilkomu Sisi sem hefur lengst af haldið góðu sambandi við Ísrael, ekki síst við leyniþjónustur. Nú, eins og í öðrum arabaríkjum og þar sem er múslimskur meirihluti, finna rikistjórnir mjög fyrir þrýstingi frá fjöldanum en yfirgnæfandi meirihlulti almennings er á bandi Palestínu. Bræðralag múslima var fyrst og fremst trúarleg hreyfing eins og nafnið gefur til kynna og höfðu takmarkaðan áhuga á póltík. Þeir ástunduðu trúna, heima fyrir, í vinnunni og í moskunni og í tengslum við það góðgerðastarfsemi, einhvers konar félagsþjónustu. Intifada stillti þeim upp við vegg Þegar 8. desember 1987 rann upp og Intifada hófst, var Bræðalagi múslima á vissan hátt stillt upp við vegg. Þeir urðu að taka afstöðu, ekki var hægt að standa hjá. Viku síðar varð Hamas til undir forystu Sheik Ahmed Yassin. Því má heldur ekki gleyma að Ísrael greiddi götu Hamas-samtakanna í fyrstu, litu á þau sem heppilegan keppinaut við Fatah og Arafat. Sheik Yassin var lærður í trúarbragðafræðum, en hafði við hlið sér barnalækni og verkfræðing sem nánustu samverkamann. Mjög kært var með honum og Yasser Arafat, þótt þeir tilheyrðu sitt hvorum flokknum. Arafat gerði það að skilyrði á sínum tíma fyrir viðræðum við Ísrael, að Sheik Yassin yrði látinn laus úr fangelsi. Hann var öll fullorðinsárin hjólastólsbundinn, eftir íþróttaslys. Vopnahléstilboð hamas til ísraelsstjórnar - viðurkenning á ísrael Mér auðnaðist ásamt Björk, konu minni að eiga fund með Sheik Yassin á heimili hans í Strandbúðunum (Shathi Refugee Camp) í Gazaborg árið 2003. Um sama leyti sendi hann vopnahlésboð til Ísraelsstjórnar, um hudna, langt vopnahlé, þess vegna í 100 ár, ef einungis Ísrael léti af árásum sínum á Palestínu, hætti að myrða forystumenn palestínsku þjóðarinnar og féllist á að halda sér innan alþjóðlegu landamæranna frá 1949-1967. Í þessu fólst að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki á 78% af upphaflegri Palestínu, en Palestínumenn fengju að halda 22% af landinu. Þetta er hin svokallaða tveggja ríkja lausn. Þrátt endalausan áróður frá Ísrael um að Hamas-samtökin vilji ekki viðurkenna Ísrael heldur senda þá í sjóinn, liggur fyrir að samtökin lögðust á sveif með Yasser Arafat, PLO og öðrum stjórnmálaöflum í Palestínu, allt frá 2002 um að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. Sheik Yassin þurfti að bíða all lengi eftir svari frá Ísraelsstjórn. Það kom eftir um hálft ár, á föstudegi er hann var að koma úr guðsþjónustu með syni sínum og vinum. Svarið var stýriflaug, nákvæmnisvopn sem sprengdi hann í loft upp, son hans og fjölda manns í kring. Stefna Hamas-samtakanna hefur ekkert breyst, þau hafa lengi verið tilbúin að gera vopnahlé við Ísrael. Fylgi hamas í lýðræðislegum kosningum Eins og kunnugt er tóku Hamas-samtökin þátt í sveitarstjórnarkosningum 2005 og kom þá strax í ljós að þau áttu miklu fylgi að fagna. Þau þóttu óspillt af völdum og höfðu getið sér gott orð með hjálparstarfi meðal fátækra. Margir smásigrar unnust, til dæmis var Victor Batarsh augnlæknir kjörinn borgarstjóri í Betlehem með stuðningi Hamas. Árið 2006 voru síðan haldnar þingkosningar, sem tókst á undraverðan hátt að halda sómasamlega þrátt fyrir hernámið, og fengu þeirra kosningar háa einkunn hjá Stofnun Jimmy Carter og fleiri eftirlitsaðilum. Aðalkeppinautarnir voru Fatah undir forystu Abbas, en þá var Arafat fallinn fá (11.11.2004) og Hamas samtökin undir forystu Ismail Haniyeh sem er núverandi leiðtogi samtakanna. Hamas-samtökin, undir flokksnafninu Breytingar og umbætæur, sigruðu kosningarnar með 44% á móti 41% hjá Fatah, en vegna kosningarkerfisins dugði það til að fá yfir 60% fulltrúa á löggjafarþinginu. Abbas forseti fól Haniyeh að mynda stjórn. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn, en Fatah sagði nei. Síðan kom fljótt í ljós að ekki einungis Ísraelsstjórn, heldur líka Bandaríkin og Evrópubandalagið neituðu að sætta sig við kosningaúrslitin. Bandaríska leyniþjónustan gerði tilraun til valdaráns í gegnum Fatah sveitir sem fengu vopn og peninga til baráttu gegn löglega kjörinni stjórn. Blóðug átök áttu sér stað á Gaza í júní 2007 sem lauk með sigri Hamas. Og þá varð umsátrið að veruleika, herkví sem er enn við lýði og hefur gert Gazaströndina að stærstu fangabúðum í heimi. En Ísrael reynir á allan hátt að grafa undan lýðræði í Palestínu. Þeir segjast ekki geta átt friðarviðræður því að Palestínumenn séu klofnir, en þegar helstu fylkingarnar eru að ná samkomulagi, meðal annars um kosningar sem eru löngu tímabærar, þá efnir Ísrael til blóðugra árása á Gaza og Vesturbakkann. Fundur með fosætisráðherra, leiðtoga hamas Ég átti góðan fund með Ismail Haniyeh 10.10.2010. Ég hafði áður hitt leiðtoga helstu stjórnmálaflokka á Gaza, Fatan og PLFP sem voru báðir gamlir kunningjar og góðir vinir. Ég gat rætt við Haniyeh sem var þá forsætisráðherra á Gaza og hefur verið síðan 2006, og í raun alls landsins samkvæmt kosningaúrslitun, þótt það virki ekki þannig við núverandi aðstæður. Hvað var það sem skildi þessa flokka að? Það var í raun aðeins eitt atriði og sneri að öryggismálum, vopnuðum sveitum og lögreglu. Palestínsku stjórnvöldin i Ramallah hafa frá dögum Arafats haft samvinnu við ísraelsku leyniþjónustuna um öryggismál og hefur sameiginlegum, vikulegum fundum verið stjórnað af CIA, bandarísku leyniþjónustunni. Það var óásættanlegt fyrir Hamas að taka við slíku samstarfi. Þeirra lögregla og öryggissveitir eru alfarið lausar við slík tengsl. Á hinn bóginn kom það fram í samtali okkar, að þetta væri ekki fyrirstaða. Leysa mætti málin með því að hafa öryggismálin óbreytt til að byrja með, eða framyfir kosningar og eftir þær myndu mál þróast á grunni lýðræðislegrar niðurstöðu. Þjóðarmorð í beinni útsendingu Undanfarnar sex vikur hefur heimurinn þurft að horfa upp á eitthvert hryllilegasta árásarstríð sem sögur fara af. Það einkennist fyrst og fremst af fjöldamorðum á börnum, konum og öldruðum. Um sex þúsund börn hafa verið myrt, en hætt var að birta nákvæmar tölur yfir dána og særða, eftir að stærsta sjúkrahúsið á Gaza, Al Shifa, var umkringt af Ísraelsher og starfsemi þess lömuð. En morðvél Ísraels gengur einsog klukka, eitt barna er myrt á 10 mínútna fresti og önnur tvö særð. Tilefnið sem notað var til þessara árása voru árásir tveggja andspyrnuhópa á Gaza á bæði óbreytta borgara og hermenn í Ísrael þann 7. október. Lengi vel var tala fallinna í Ísrael sögð vera 1405, þar af yfir 300 hermenn, en nú hefur talan verið lækkuð í 1200. Síðustu fréttir eru þær að ísraelsk herþyrla hafi átt þátt í dauða sumra. Þá eru ónefnd gíslataka, en um 240 manns á öllum aldrei, þar á meðal hópur hermanna, voru teknir með valdi og eru nú fangar á Gaza. Ef hægt er að tala um skýringu á fjöldamorðum og mannránum, þá virðist aðal tilgangur árásanna einmitt hafa verið þessi gíslataka. Síðan hafa menn látið sig dreyma um fangaskipti við Ísraelsstjórn. Í ísraelskum fangelsum voru yfir 5000 pólitískir, palestínskir fangar þann 7. október. Nú hefur Ísraelsher í óða önn verið að fjölga sínum gíslum og eru fangarnir nú komnir yfir 7000. „Allir fyrir alla“ stóð á skilti aðstandenda í Tel Aviv með köfunni um frelsi fyrir fangana. Þegar Shalit liðsforingi og stríðsfangi eins andspyrnuhópsins á Gaza var látinn laus í fangaskiptum, lét Ísraelsstjórn lausa um 1100 fanga á móti honum einum. Stríð gegn börnum Ísrael egir stríð sitt vera gegn Hamas-samtökunum sem þurfi að þurrka út. Aðrir segja það vera stríð gegn Palestínu og sérstaklega stríð gegn börnum. Það er í besta falli hálfsannleikur að halda því fram að Hamas-samtökin hafi ráðist inn í Ísrael. Tvenn samtök stóðu að árásinni, hernaðararmur Islamic Jihad og Al-Qassam sem er hernaðararmur Hamas, en eru sjálfstæð samtök undir stjórn Mohammed al-Deif. Eftir því sem næst verður komist þarf al-Deif ekki að bera sínar ákvarðanir undir Ismail Haniyeh leiðtoga Hamas sem hefur dvalist í Doha ÍT Qatar meðan á þessari óöld hefur staðið. Þar er líka forveri hans sem leiðtogi Hamas, Khaled Meshaal. Þessir menn stýra ekki aðgerðum Al Qassam sveitanna. Leiðandi stjórnmálamenn í ríkisstsjórn Ísraels eru af þeirri gerðinni að þeir ganga fagnandi til þessa árásarstríðs. Samkvæmt þeirra orðum eru Palestínumenn fullkomlega réttlausir, hvort sem er á Vesturbakka eða Gaza. Þeir eiga einungis þrjá valkosti, að vera dygguð hjú í Gyðingaríkinu Ísrael einsog það heitir, koma sér burt eða deyja ella. Það er ekki rétt að kalla hernaðinn á Gaza stríð, það er bara einn her að verki, Ísraelsher og hann er í útrýmingarherferð. Tilgangurinn er ljóslega þjóðernishreinsun og þjóðarmorð. Höfundur er heimilislæknir, heiðursborgari í Palestínu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun