Jörgen Ingimar Hansson

Fréttamynd

Dóms­kerfið, til­lögu­gerð, Rétt­læti hins sterka

Eins og rakið var í grein minni Úrelt dómskerfi, sem birt var hér á Vísi 18. ágúst síðastliðinn, erum við með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið eins og það var allavega fyrir árið 1970 það er að segja fyrir að minnsta kosti 50 árum síðan. Það er löngu fyrir tölvuöld eins og við þekkjum hana.

Skoðun
Fréttamynd

Til­lögu­gerð um laga­reglur, Rétt­læti hins sterka

Tillögugerð mín í þessari grein um lagfæringar á nokkrum reglum dómsmálanna markast mikið af því að tekið verði upp betra skipulag í dómskerfinu, en þó einkum að hætt verði að halla á almenning í því og að þátttaka hans verði gerð auðveldari.

Skoðun
Fréttamynd

Vett­vangur lyginnar, Rétt­læti hins sterka

Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sann­leikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sann­leikur­inn kemur oft ekki að not­um og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur.

Skoðun
Fréttamynd

Máls­kostnaður, Rétt­læti hins sterka

Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabæt­ur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu.

Skoðun
Fréttamynd

Gjaf­sókn, Rétt­læti hins sterka

Dómskerfið í landinu er svo dýrt og svo fjárhagslega áhættusamt og umfram allt vilhallt hinum sterka að það að reka einkamál fyrir dómstólum er almenningi yfirleitt ofviða. Það þýðir að mikill meirihluti landsmanna getur varla nýtt sér það til að rétta sinn hlut verði hann fyrir rangindum. 

Skoðun
Fréttamynd

Skrýtin upp­á­koma í Hæsta­rétti, rétt­læti hins sterka

Ég lenti í dómsmáli sem ég rak sjálfur að miklu leyti. Þegar það var komið fyrir Hæstarétt fékk ég ábendingu um að ég gæti sótt um að málflutningur yrði skrifleg­ur sem ég gerði. Mér fannst Hæsti­rétt­ur taka á því máli á mjög sérkennilegan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­lög­lærður rekur dóms­mál, rétt­læti hins sterka

Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Orðsendingar milli dómara. Réttlæti hins sterka

Í dómsmáli sem ég lenti í fannst mér ég sjá vísbendingar um og sýndist ég jafn­vel hafa sannanir fyrir því að dómari sendi rithandarsérfræðingi sem átti að sjá um greiningu undirritana í dómsmálinu og dómurum á efra dómstigi orð­sendingar bein­línis til þess að hafa áhrif á að niðurstöðu þeirra með illa duldum ábend­ing­um um hvernig þeir ættu að haga sínum úrskurðum og dómum. Ég hef fengið það stað­fest með viðtöl­um við lögmenn að þetta sé vel þekkt fyrirbæri.

Skoðun
Fréttamynd

Dóma­for­dæmi: Rétt­læti hins sterka

Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgef­andi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Um mats­mál: Rétt­læti hins sterka

Í grein sem birtist eftir mig 4. ágúst síðastliðinn lýsti ég því hvernig unnt er að þenja dómsmál út og gera þau þannig margfalt dýrari, sem erfiðast væri fyrir þann aðila málsins sem hefur minna milli handanna. Ég held samt að enginn einn þáttur dómsmála geti verið eins undirlagður þenslu og þegar svokallað mat fer fram og er þó af nógu að taka.

Skoðun
Fréttamynd

Rétt­læti hins sterka, gildrur í dóms­kerfinu

Margar gildrur eru til staðar í dómskerfinu sem Alþingi og lögskýrendur hafa sett upp og lögmenn geta nýtt sér á þann hátt sem kallað er að beita lagaklækjum. Sjálfsagt mætti skrifa heila bók um þær. Þegar þær leiða til dóma sem eru á skjön við réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi er allt of langt gengið.

Skoðun
Fréttamynd

Rétt­læti hins sterka. Dómarar og dómar

Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi til­greini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meg­inrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg.

Skoðun
Fréttamynd

Rétt­læti hins sterka, úr­elt dóms­kerfi

Árið 1970 er mér sérstaklega minnisstætt vegna þess að þá var ég að hefja störf að loknu námi erlendis og var einmitt að átta mig á vinnumarkaðnum hér á landi. Þegar ég kom í dómsal fyrir nokkrum árum fannst mér dómarar og lögmenn haga sér eins og árið 1970 væri enn við lýði.

Skoðun