Um matsmál: Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 11. september 2023 10:30 Í grein sem birtist eftir mig 4. ágúst síðastliðinn lýsti ég því hvernig unnt er að þenja dómsmál út og gera þau þannig margfalt dýrari, sem erfiðast væri fyrir þann aðila málsins sem hefur minna milli handanna. Ég held samt að enginn einn þáttur dómsmála geti verið eins undirlagður þenslu og þegar svokallað mat fer fram og er þó af nógu að taka. Tilgangur mats í dómsmáli er að svokallaður matsmaður kveði upp úrskurð um einhvern þátt málsins. Hann er einungis kallaður til þegar fá þarf álit einhvers konar sérfræðings í því atriði sem á að meta. Sá sem biður um matið er kallaður matsbeiðandi en hinn aðili málsins er kallaður matsþoli. Samkvæmt lögunum eiga málflytjendur að stýra matsmáli saman sem þýðir í raun að það er matsbeiðandinn sem gerir það að nafninu til. Dómarinn kemur þar hvergi nærri nema annar hvor aðili málsins beini kæru til hans út af einhverju sem honum finnst mikilvægt. Hvað varðar einstök atriði veit hann ekki einu sinni hvað er að gerast í þessum hluta málsins sem hann á síðar að dæma í. Þar sem kerfið byggir á því að matsbeiðandinn stýri málinu en ekki dómarinn gefur það augljóslega möguleika á að matsmaðurinn geti hreinlega svindlað á honum. Hann er í mjög erfiðri stöðu til þess að verjast því. Hann yrði þá að bjóða honum birginn sem hann á svo allt undir varðandi niðurstöðuna. Það fannst mér gerast í því dómsmáli sem ég lenti í og notað er sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók: Réttlæti hins sterka. Ádeila á Dómskerfið og Alþingi. Mér fannst yfirmatsmennirnir tvöfalda og jafnvel þrefalda verðið eftir að þeir voru dómkvaddir og skila miklu rýrari rökstuðningi fyrir sínum niðurstöðum en látið var í veðri vaka að þeir myndu gera þegar stuttlega var rætt við þá áður en mælt var með þeim við dómarann. Þegar þarna var komið sögu var hins vegar ekki aftur snúið. Þar sem dómarinn á ekki einu sinni þátt í stjórn matsmála geta þau verið nánast endalaus gróðrarstía fyrir deilur um allt milli himins og jarðar. Það verður að segjast eins og er að tafirnar, ruglið, óstjórnin og þenslan á kostnaðinum eru þarna magnaðar upp í annað veldi. Nærvera dómarans í öðrum þáttum málsins slær þrátt fyrir allt dálítið á glundroðann og er hann þó nógur fyrir eins og lýst var í greininni 4. ágúst síðast liðinn. Mér virðist dómskerfið vera að mörgu leyti hannað utan um svona málsmeðferðir. Mér sýnist að það byggist bara á ímyndunaraflinu hvernig unnt er að gera hvað sem er tortryggilegt sem viðkemur matsmáli í því skyni að teygja málið og toga. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að hreinlega ljúga einhverju upp sem geri það að verkum. Ekkert virðist að því að reyna að hafa í gegn með einhverjum ráðum að málið dragist á langinn og um leið að bölsótast yfir því (við dómarann) að það geri það. Síðan er unnt að kæra til dómara að málið sé allt í vitleysu (sem hann er sjálfur búinn að koma því í) og heimta jafnvel að lokum að hætt verði við allt saman. Nákvæmlega þannig fannst mér það vera í dómsmálinu sem ég lenti í. Tíminn sem fer í allt þetta er síðan notaður til enn frekari áherslu á að ekki megi taka meiri tíma til þess að afla frekari sönnunargagna. Sannleikurinn er sá að mál geta hæglega farið þannig að matsbeiðandinn reynir að stýra málinu einhvern veginn í höfn en matsþolinn getur ráðið því innan víðra marka með alls konar rugli hvernig hann gerir það. Í lögunum virðist einungis gert ráð fyrir að matið sé einfalt. Ef það reynist flókið lítur út fyrir að Alþingi og dómskerfið hafi lokað sig inni í því að það verði samt að vera einfalt. Þarna finnst mér misindismönnum virkilega vera boðið upp í dans. Þarna er þeirra tækifæri. Flækja málið eins og unnt er og sigurinn gæti þar með verið unninn. Niðurstaðan er sú að sá aðili málsins sem hefur þá hagsmuni að málið gangi fljótt fyrir sig á undir högg að sækja. Sá aðili sem vill flækja málið og draga það á langinn getur það innan víðra marka. Hann þarf bara dálítið hugarflug til þess. Alþingi hefur séð til þess með sínum lagasetningum að hann geti það. Öllu ferlinu í sambandi við matsmálin verður hreinlega að umbylta þannig að það verði sveigjanlegra. Dómarinn verður að taka að sér stjórn á öllu ferlinu. Hann eða einhver á hans vegum þarf að sjá um öll samskipti við matsmenn. Þá er bara eftir að spyrja hvort þetta geti gengið svona? Ég tel svo ekki vera. Ég tel hreinlega að taka þurfi allt dómskerfið í gegn í því skyni að réttlætis- og nútímavæða það. Þar er matskerfið augljóst dæmi um það sem einna brýnast yrði að taka í gegn. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist eftir mig 4. ágúst síðastliðinn lýsti ég því hvernig unnt er að þenja dómsmál út og gera þau þannig margfalt dýrari, sem erfiðast væri fyrir þann aðila málsins sem hefur minna milli handanna. Ég held samt að enginn einn þáttur dómsmála geti verið eins undirlagður þenslu og þegar svokallað mat fer fram og er þó af nógu að taka. Tilgangur mats í dómsmáli er að svokallaður matsmaður kveði upp úrskurð um einhvern þátt málsins. Hann er einungis kallaður til þegar fá þarf álit einhvers konar sérfræðings í því atriði sem á að meta. Sá sem biður um matið er kallaður matsbeiðandi en hinn aðili málsins er kallaður matsþoli. Samkvæmt lögunum eiga málflytjendur að stýra matsmáli saman sem þýðir í raun að það er matsbeiðandinn sem gerir það að nafninu til. Dómarinn kemur þar hvergi nærri nema annar hvor aðili málsins beini kæru til hans út af einhverju sem honum finnst mikilvægt. Hvað varðar einstök atriði veit hann ekki einu sinni hvað er að gerast í þessum hluta málsins sem hann á síðar að dæma í. Þar sem kerfið byggir á því að matsbeiðandinn stýri málinu en ekki dómarinn gefur það augljóslega möguleika á að matsmaðurinn geti hreinlega svindlað á honum. Hann er í mjög erfiðri stöðu til þess að verjast því. Hann yrði þá að bjóða honum birginn sem hann á svo allt undir varðandi niðurstöðuna. Það fannst mér gerast í því dómsmáli sem ég lenti í og notað er sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók: Réttlæti hins sterka. Ádeila á Dómskerfið og Alþingi. Mér fannst yfirmatsmennirnir tvöfalda og jafnvel þrefalda verðið eftir að þeir voru dómkvaddir og skila miklu rýrari rökstuðningi fyrir sínum niðurstöðum en látið var í veðri vaka að þeir myndu gera þegar stuttlega var rætt við þá áður en mælt var með þeim við dómarann. Þegar þarna var komið sögu var hins vegar ekki aftur snúið. Þar sem dómarinn á ekki einu sinni þátt í stjórn matsmála geta þau verið nánast endalaus gróðrarstía fyrir deilur um allt milli himins og jarðar. Það verður að segjast eins og er að tafirnar, ruglið, óstjórnin og þenslan á kostnaðinum eru þarna magnaðar upp í annað veldi. Nærvera dómarans í öðrum þáttum málsins slær þrátt fyrir allt dálítið á glundroðann og er hann þó nógur fyrir eins og lýst var í greininni 4. ágúst síðast liðinn. Mér virðist dómskerfið vera að mörgu leyti hannað utan um svona málsmeðferðir. Mér sýnist að það byggist bara á ímyndunaraflinu hvernig unnt er að gera hvað sem er tortryggilegt sem viðkemur matsmáli í því skyni að teygja málið og toga. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að hreinlega ljúga einhverju upp sem geri það að verkum. Ekkert virðist að því að reyna að hafa í gegn með einhverjum ráðum að málið dragist á langinn og um leið að bölsótast yfir því (við dómarann) að það geri það. Síðan er unnt að kæra til dómara að málið sé allt í vitleysu (sem hann er sjálfur búinn að koma því í) og heimta jafnvel að lokum að hætt verði við allt saman. Nákvæmlega þannig fannst mér það vera í dómsmálinu sem ég lenti í. Tíminn sem fer í allt þetta er síðan notaður til enn frekari áherslu á að ekki megi taka meiri tíma til þess að afla frekari sönnunargagna. Sannleikurinn er sá að mál geta hæglega farið þannig að matsbeiðandinn reynir að stýra málinu einhvern veginn í höfn en matsþolinn getur ráðið því innan víðra marka með alls konar rugli hvernig hann gerir það. Í lögunum virðist einungis gert ráð fyrir að matið sé einfalt. Ef það reynist flókið lítur út fyrir að Alþingi og dómskerfið hafi lokað sig inni í því að það verði samt að vera einfalt. Þarna finnst mér misindismönnum virkilega vera boðið upp í dans. Þarna er þeirra tækifæri. Flækja málið eins og unnt er og sigurinn gæti þar með verið unninn. Niðurstaðan er sú að sá aðili málsins sem hefur þá hagsmuni að málið gangi fljótt fyrir sig á undir högg að sækja. Sá aðili sem vill flækja málið og draga það á langinn getur það innan víðra marka. Hann þarf bara dálítið hugarflug til þess. Alþingi hefur séð til þess með sínum lagasetningum að hann geti það. Öllu ferlinu í sambandi við matsmálin verður hreinlega að umbylta þannig að það verði sveigjanlegra. Dómarinn verður að taka að sér stjórn á öllu ferlinu. Hann eða einhver á hans vegum þarf að sjá um öll samskipti við matsmenn. Þá er bara eftir að spyrja hvort þetta geti gengið svona? Ég tel svo ekki vera. Ég tel hreinlega að taka þurfi allt dómskerfið í gegn í því skyni að réttlætis- og nútímavæða það. Þar er matskerfið augljóst dæmi um það sem einna brýnast yrði að taka í gegn. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar