Ólöglærður rekur dómsmál, réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 25. október 2023 12:31 Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins. Til skamms tíma gat hinn ólöglærði leitað til dómara til þess að tína til lög sem fjölluðu um málið og gætu legið til grundvallar málstaðar hans. Að hafa það rétt er forsenda mjög margs í réttarfarinu. Mál verður trauðlega unnið án þess. Nú er búið að fella þetta úr lögum. Það þýðir að hinn ólöglærði verður að snúa sér til einhvers lögfróðs aðila sem er vel kunnugur þeim lögum sem málið snýst um og kaupa vinnuna af honum. Eftir stendur lagagrein um að dómari upplýsi hinn ólögfróða um formhlið máls ef honum virðist það nauðsynlegt. Átt er við reglur og venjur í því sem fram fer í dómsmáli í allra víðtækasta skilningi en vitaskuld ekki ráðgjöf í því hvernig best væri að haga því. Reyndar sýnist mér að einhverjir dómarar túlki umrædda lagagrein þannig að þeir þurfi ekkert að gera það nema þeim sjálfum sýnist svo. Væri vafi á því að dómari upplýsti hinn ólöglærða nægilega vel gat það áður verið ástæða til málskots til efra dómstigs. Eftir lagabreytinguna sýnist mér það undirorpið vafa svo ekki sé meira sagt. Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það. Rétt er að benda á að það er leyft í ýmsum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna. Mér hefur borist til eyrna að á alþjóðlegri ráðstefnu dómara einhvers staðar í Evrópu hafi einn fyrirlestravettvangurinn (nokkrir fyrirlestrar af svipuðum toga) snúist um hvernig dómarar þyrftu að haga sér gagnvart ólöglærðum sem flyttu mál sitt sjálfir. Þeir fjórir dómarar sem dæmdu í ýmsum þáttum máls í undirrétti í dómsmáli sem ég lenti í lögðu allir á það áherslu í lok hvers þinghalds að mætti ég ekki í því næsta eða of seint gæti svo farið að málinu yrði vísað frá. Ég túlkaði þetta þannig að þar með væri ég beittur hótunum vegna þess að ég væri ólöglærður. Ég vissi að auðvitað gat það af einhverjum ástæðum komið fyrir lögmenn án þessara eftirmála. Tveir dómarar í héraði sýndu enga aðra tilburði í þá átt að upplýsa mig frekar um eitt eða neitt. Þar með virtust þeir telja að þeir hefðu með þessum hótunum uppfyllt skilyrðið um form. Tveir dómarar sýndu á hinn bóginn tilhneigingu í þá átt. Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis. Mér fannst einn dómari í héraði gera í því að afvegaleiða mig. Hann upplýsti mig til dæmis ekki um takmörkun á ræðutíma. Það fannst mér hann síðan nota til þess að klekkja á mér á þann hátt að hann stöðvaði málflutning minn í svokallaðri aðalmeðferð þegar ég var að fara yfir tímann sem ég hafði fyrirfram talið líklegan og neyddi mig til þess að skera niður hluta af honum. Mér fannst hann þó áður hafa hvatt mig til þess að bæta við hann þeim atriðum sem ég hafði þá nýlokið við að taka fyrir í málflutningnum. Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl. Til dæmis fékk ég fyrst leyfi fyrir skriflegum málflutningi sem síðan var aftur-kallað eftir að ég hafði undirbúið hann. Það er hins vegar efni í aðra grein sem ég vonast til að geta birt fljótlega hér á Vísi. Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera. Það á að heita að leyfilegt sé að flytja mál sitt sjálfur með einni setningu í lögunum. Hvorki eru til neinar leiðbeiningar á mannamáli um það hvernig eigi að standa að rekstri máls né hvað þurfi að varast. Ég veit ekki betur en að almenna reglan hér á landi sé að borgurunum sé heimilt að bjarga sér sjálfir svo framarlega sem þeir halda sig innan reglna þjóðfélagsins, ekki síst öryggisreglna þannig að lágmarkshætta sé á því að þeir skaði sig eða aðra. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að dregið hafi verið úr stuðningi við þá sem flytja mál sitt sjálfir sé áherslan á jafnræði í dómskerfinu. Hvaða jafnræði er átt við og er það raunverulega til staðar? Eins og lesa má um í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, stendur hinn ólöglærði höllum fæti á mörgum sviðum. Reyndar gildir það almenning yfirleitt. Þar grasserar að mínu áliti réttlæti hins sterka. Þá er eftir að spyrja: Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir? Fyrir því geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hætt er við því að minnsta kosti ein þeirra sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara hvað þá þeirra sem hafa háskólapróf í skipulags- og rekstrarfræðum en varðandi rekstur dómsmáls virðist mér þau bæði hundsuð í dómskerfinu og í lagasetningum Alþingis. Um það má til dæmis fræðast nánar í greinum mínum sem þegar hafa verið ritaðar um dómsmál hér á Vísi, merkt Réttlæti hins sterka. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins. Til skamms tíma gat hinn ólöglærði leitað til dómara til þess að tína til lög sem fjölluðu um málið og gætu legið til grundvallar málstaðar hans. Að hafa það rétt er forsenda mjög margs í réttarfarinu. Mál verður trauðlega unnið án þess. Nú er búið að fella þetta úr lögum. Það þýðir að hinn ólöglærði verður að snúa sér til einhvers lögfróðs aðila sem er vel kunnugur þeim lögum sem málið snýst um og kaupa vinnuna af honum. Eftir stendur lagagrein um að dómari upplýsi hinn ólögfróða um formhlið máls ef honum virðist það nauðsynlegt. Átt er við reglur og venjur í því sem fram fer í dómsmáli í allra víðtækasta skilningi en vitaskuld ekki ráðgjöf í því hvernig best væri að haga því. Reyndar sýnist mér að einhverjir dómarar túlki umrædda lagagrein þannig að þeir þurfi ekkert að gera það nema þeim sjálfum sýnist svo. Væri vafi á því að dómari upplýsti hinn ólöglærða nægilega vel gat það áður verið ástæða til málskots til efra dómstigs. Eftir lagabreytinguna sýnist mér það undirorpið vafa svo ekki sé meira sagt. Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það. Rétt er að benda á að það er leyft í ýmsum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna. Mér hefur borist til eyrna að á alþjóðlegri ráðstefnu dómara einhvers staðar í Evrópu hafi einn fyrirlestravettvangurinn (nokkrir fyrirlestrar af svipuðum toga) snúist um hvernig dómarar þyrftu að haga sér gagnvart ólöglærðum sem flyttu mál sitt sjálfir. Þeir fjórir dómarar sem dæmdu í ýmsum þáttum máls í undirrétti í dómsmáli sem ég lenti í lögðu allir á það áherslu í lok hvers þinghalds að mætti ég ekki í því næsta eða of seint gæti svo farið að málinu yrði vísað frá. Ég túlkaði þetta þannig að þar með væri ég beittur hótunum vegna þess að ég væri ólöglærður. Ég vissi að auðvitað gat það af einhverjum ástæðum komið fyrir lögmenn án þessara eftirmála. Tveir dómarar í héraði sýndu enga aðra tilburði í þá átt að upplýsa mig frekar um eitt eða neitt. Þar með virtust þeir telja að þeir hefðu með þessum hótunum uppfyllt skilyrðið um form. Tveir dómarar sýndu á hinn bóginn tilhneigingu í þá átt. Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis. Mér fannst einn dómari í héraði gera í því að afvegaleiða mig. Hann upplýsti mig til dæmis ekki um takmörkun á ræðutíma. Það fannst mér hann síðan nota til þess að klekkja á mér á þann hátt að hann stöðvaði málflutning minn í svokallaðri aðalmeðferð þegar ég var að fara yfir tímann sem ég hafði fyrirfram talið líklegan og neyddi mig til þess að skera niður hluta af honum. Mér fannst hann þó áður hafa hvatt mig til þess að bæta við hann þeim atriðum sem ég hafði þá nýlokið við að taka fyrir í málflutningnum. Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl. Til dæmis fékk ég fyrst leyfi fyrir skriflegum málflutningi sem síðan var aftur-kallað eftir að ég hafði undirbúið hann. Það er hins vegar efni í aðra grein sem ég vonast til að geta birt fljótlega hér á Vísi. Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera. Það á að heita að leyfilegt sé að flytja mál sitt sjálfur með einni setningu í lögunum. Hvorki eru til neinar leiðbeiningar á mannamáli um það hvernig eigi að standa að rekstri máls né hvað þurfi að varast. Ég veit ekki betur en að almenna reglan hér á landi sé að borgurunum sé heimilt að bjarga sér sjálfir svo framarlega sem þeir halda sig innan reglna þjóðfélagsins, ekki síst öryggisreglna þannig að lágmarkshætta sé á því að þeir skaði sig eða aðra. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að dregið hafi verið úr stuðningi við þá sem flytja mál sitt sjálfir sé áherslan á jafnræði í dómskerfinu. Hvaða jafnræði er átt við og er það raunverulega til staðar? Eins og lesa má um í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, stendur hinn ólöglærði höllum fæti á mörgum sviðum. Reyndar gildir það almenning yfirleitt. Þar grasserar að mínu áliti réttlæti hins sterka. Þá er eftir að spyrja: Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir? Fyrir því geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hætt er við því að minnsta kosti ein þeirra sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara hvað þá þeirra sem hafa háskólapróf í skipulags- og rekstrarfræðum en varðandi rekstur dómsmáls virðist mér þau bæði hundsuð í dómskerfinu og í lagasetningum Alþingis. Um það má til dæmis fræðast nánar í greinum mínum sem þegar hafa verið ritaðar um dómsmál hér á Vísi, merkt Réttlæti hins sterka. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun