Skátar

Fréttamynd

Ör­fáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum

„Þetta eru einhverjar örfáar raddir sem virðast nýta sér Kveik sem einhvers konar vopn gagnvart okkur í einhverri óánægju. Þetta er högg sem kom okkur á óvart og við fundum okkur knúin til að svara fyrir það áður en það færi eitthvað lengra. Mér finnst sorglegt ef Kveikur ætlar að gera sér einhver eldsmat úr þessu. Við höfum heyrt að þau séu að leita sérstaklega af einhverjum sem hafi liðið nægilega illa þarna í ferðinni til að tala við. Mér finnst það mjög ósmekklegt að ráðast þannig að ungmennum.“

Innlent
Fréttamynd

Glitrandi skáta­starf í frí­stunda­heimilinu Gulu­hlíð

Skátastarf er fyrir öll börn, það er bæði einstakt og mjög fjölbreytt og því auðvelt að aðlaga að mismunandi hópum. Skátastarf er einstakt æskulýðsstarf vegna þess að það leggur áherslu á fjölbreytileika, sjálfstæði, samvinna, tengsl við náttúruna og skapandi hugsun.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskir skáta­foringjar fá hjálp eftir gríðar­lega erfiða Kóreu­ferð

Bandalag íslenskra skáta vinnur nú að því að veita fararstjórum og foringjum sem fóru á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði, ásamt stórum hópi ungra skáta, aðstoð og hjálp. Þeir voru settir í mjög erfiðar aðstæður, en skipulag mótsins var ekki með besta móti, og þar að auki var veðrið í Kóreu mjög erfitt viðureignar.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu „sifja­spellaapp“ Ís­lendinga fyrir er­lendum skátum

Mikið hefur gengið á hjá 140 manna hópi íslenskra skáta sem tók þátt í Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu á dögunum. Eftir hitabylgju, úrhellisrigningu, skordýrabit og skipulagsvandræði var tekin ákvörðun um að hópurinn kæmi fyrr heim en mótsvæðið verður rýmt á morgun vegna fellibylsins Kahun.

Lífið
Fréttamynd

„Það má alveg segja að við höfum verið veru­lega ó­heppin“

Hrakfarir þátttakenda á Alheimsmóti skáta í Suður Kóreu virðast engan endi ætla að taka. Fararstjóri íslenska skátaflokksins segir svekkjandi að þurfa að yfirgefa svæðið nú þegar mótið sé loks að fara almennilega af stað, en von er á fellibyl og því þarf að rýma svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Að­stæður mun betri á Al­heims­móti skáta í Suður-Kóreu

Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 

Innlent
Fréttamynd

Fjölbreytt dagskrá skátanna á sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur um allt land í dag - og það eru líklega fáir sem fagna honum ákafar en skátarnir. Skátahöfðingi Íslands segir daginn eiga sérstakan sess í hjörtum íslenskra skáta.

Innlent