Náttúra, vinátta og tilgangur er lausnin við versnandi geðheilsu barna og ungmenna Harpa Ósk Valgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:01 Undanfarnar vikur hefur verið áberandi umræða um andlega líðan barna og ungmenna og hvernig hún virðist fara versnandi. Unglingar einangrast í meiri mæli en nokkurn tímann fyrr, tækjanotkun kemur í veg fyrir eðlileg félagsleg samskipti og samanburður og neysluhyggja veldur enn meiri kvíða. Til viðbótar leggst ofan á ungu kynslóðina ótti vegna hamfara í heiminum, loftslagskvíði og spenna vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það virðist sem æskulýðshreyfing skáta hafi verið hönnuð fyrir þá tíma sem við lifum nú þrátt fyrir að hafa átt upptök sín í byrjun 20.aldar. Í skátastarfi fá börn og ungmenni tilgang og hvatningu til góðra verka, þétt tengslanet jafningja frá ólíkum heimilum, hverfum og menningarheimum, stuðning til að þroska leiðtogahæfileika, hæfnina til að starfa í teymi og hvatningu til að tileinka sér gildi til að þroska einstaklinginn í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég hef sjálf séð það ítrekað með eigin augum hvernig tilgangur og ábyrgð eflir seiglu og kætir þau börn sem taka þátt í starfinu okkar. Unglingar rétta úr bakinu og brosa þegar þau finna að þeim er treyst. Ungmenni taka hástökk í verkefnastjórnun þegar þau fá að taka að sér mótstjórn fyrir 3000 skáta. Leikvöllur skáta og umhverfi sjálfsnámsins er úti í náttúrunni. Útivistin hefur ekki eingöngu þann tilgang að kynna óspilta náttúru fyrir borgarbörnum heldur vitum við að það að eyða tíma sínum við leik og störf í náttúrunni eykur einbeitingu, dregur úr streitu, bætir svefn, eflir líkamlegt atgervi og minnkar líkur á þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Skátastarf er opið öllum börnum og ungmennum. Auk þess eru fullorðnir sjálfboðaliðar ávallt velkomin þó þau hafi ekki áður verið skátar. Það að taka þátt í slíku sjálfboðaliðastarfi er gefandi og eflir hvern sem á það reynir í leiðtogafærni, verkefnastjórnun og sjálfsbjargargetu. Auk þess er það skemmtilegt, opnar nýjar víddir í starfi erlendis, eykur tengslanetið og minnkar eingangrun. Líttu í kring um þig og finndu skátafélagið í þínu hverfi eða sveitarfélagi, fyrir þig eða barnið þitt. Það er eðli ungmenna að vilja aukin samskipti við jafnaldra og prófa að taka fyrstu skrefin án fjölskyldunnar, ef barnið þitt er unglingur eða ungmenni sem er að draga sig inn í skel tölvuheimsins, ekki hika við að láta reyna á skátastarfið. Til viðbótar við hið hefðbundna skátastarf er nýtt form skátastarfs sem kallast fjölskylduskátastarf er spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja fá stuðning til þess að eiga gæðastundir saman úti í náttúrunni, og er hægt að byrja hvar sem er á landinu hvenær sem er. Fjölskyldurnar hittast einu sinni til tvisvar í mánuði, fá skemmtilega þraut til að leysa saman og í lok dagskrárinnar koma allar fjölskyldurnar saman og elda úti í náttúrunni, borða saman og deila uppgötvunum dagsins. 22.febrúar halda skátar hátíðlegan um allan heim því þann dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó að skátahreyfingin í heiminum sé 117 ára gömul hefur starfsemi hennar aldrei verið jafn nauðsynleg og í dag, því skátastarf er sannarlega góður kostur til að veita mótvægi fyrir andlega heilsu barna og ungmenna. Við skátar á Íslandi fögnum 100 ára afmæli Bandalags íslenskra skáta nú árið 2024 og hlökkum til að bjóða íslenskum skátum, erlendum skátum og öllum þeim fjölskyldum sem vilja kynna sér ævintýrið í skátunum á Landsmót skáta í sumar. Höfundur er skátahöfðingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skátar Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið áberandi umræða um andlega líðan barna og ungmenna og hvernig hún virðist fara versnandi. Unglingar einangrast í meiri mæli en nokkurn tímann fyrr, tækjanotkun kemur í veg fyrir eðlileg félagsleg samskipti og samanburður og neysluhyggja veldur enn meiri kvíða. Til viðbótar leggst ofan á ungu kynslóðina ótti vegna hamfara í heiminum, loftslagskvíði og spenna vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það virðist sem æskulýðshreyfing skáta hafi verið hönnuð fyrir þá tíma sem við lifum nú þrátt fyrir að hafa átt upptök sín í byrjun 20.aldar. Í skátastarfi fá börn og ungmenni tilgang og hvatningu til góðra verka, þétt tengslanet jafningja frá ólíkum heimilum, hverfum og menningarheimum, stuðning til að þroska leiðtogahæfileika, hæfnina til að starfa í teymi og hvatningu til að tileinka sér gildi til að þroska einstaklinginn í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég hef sjálf séð það ítrekað með eigin augum hvernig tilgangur og ábyrgð eflir seiglu og kætir þau börn sem taka þátt í starfinu okkar. Unglingar rétta úr bakinu og brosa þegar þau finna að þeim er treyst. Ungmenni taka hástökk í verkefnastjórnun þegar þau fá að taka að sér mótstjórn fyrir 3000 skáta. Leikvöllur skáta og umhverfi sjálfsnámsins er úti í náttúrunni. Útivistin hefur ekki eingöngu þann tilgang að kynna óspilta náttúru fyrir borgarbörnum heldur vitum við að það að eyða tíma sínum við leik og störf í náttúrunni eykur einbeitingu, dregur úr streitu, bætir svefn, eflir líkamlegt atgervi og minnkar líkur á þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Skátastarf er opið öllum börnum og ungmennum. Auk þess eru fullorðnir sjálfboðaliðar ávallt velkomin þó þau hafi ekki áður verið skátar. Það að taka þátt í slíku sjálfboðaliðastarfi er gefandi og eflir hvern sem á það reynir í leiðtogafærni, verkefnastjórnun og sjálfsbjargargetu. Auk þess er það skemmtilegt, opnar nýjar víddir í starfi erlendis, eykur tengslanetið og minnkar eingangrun. Líttu í kring um þig og finndu skátafélagið í þínu hverfi eða sveitarfélagi, fyrir þig eða barnið þitt. Það er eðli ungmenna að vilja aukin samskipti við jafnaldra og prófa að taka fyrstu skrefin án fjölskyldunnar, ef barnið þitt er unglingur eða ungmenni sem er að draga sig inn í skel tölvuheimsins, ekki hika við að láta reyna á skátastarfið. Til viðbótar við hið hefðbundna skátastarf er nýtt form skátastarfs sem kallast fjölskylduskátastarf er spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja fá stuðning til þess að eiga gæðastundir saman úti í náttúrunni, og er hægt að byrja hvar sem er á landinu hvenær sem er. Fjölskyldurnar hittast einu sinni til tvisvar í mánuði, fá skemmtilega þraut til að leysa saman og í lok dagskrárinnar koma allar fjölskyldurnar saman og elda úti í náttúrunni, borða saman og deila uppgötvunum dagsins. 22.febrúar halda skátar hátíðlegan um allan heim því þann dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó að skátahreyfingin í heiminum sé 117 ára gömul hefur starfsemi hennar aldrei verið jafn nauðsynleg og í dag, því skátastarf er sannarlega góður kostur til að veita mótvægi fyrir andlega heilsu barna og ungmenna. Við skátar á Íslandi fögnum 100 ára afmæli Bandalags íslenskra skáta nú árið 2024 og hlökkum til að bjóða íslenskum skátum, erlendum skátum og öllum þeim fjölskyldum sem vilja kynna sér ævintýrið í skátunum á Landsmót skáta í sumar. Höfundur er skátahöfðingi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar