Tískutal

Fréttamynd

„Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“

Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Segir sjálfsöryggið smita út frá sér

Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Það er ekkert bannað þegar það kemur að tísku“

Fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur ferðast víða um heiminn í starfi sínu og má með sanni segja að tíska hafi mikil áhrif á hennar líf, þar sem hún lifir og hrærist í þeim heimi. Hún býr yfir fjölbreyttum stíl og fylgir engum boðum og bönnum þegar það kemur að klæðaburði. Alísa Helga er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“

Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ætlaði sko ekki að falla inn í hópinn“

Tónlistarmaðurinn, stærðfræði séní-inn og lífskúnstnerinn Kjalar söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í Idolinu í vetur þar sem hann hafnaði öðru sæti. Kjalar hefur einnig vakið mikla athygli fyrir einstakan stíl sinn en hann elskar litríkar flíkur og er að eigin sögn duglegur að ögra sér í fatavali. Kjalar er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Labbaði á tískusýningu komin átta mánuði á leið

Stílistinn og tískuskvísan Karin Arnhildardóttir hefur brennandi áhuga á klæðaburði og reynir alltaf að kaupa flíkur sem endast lengi. Stíllinn hennar hefur breyst svolítið á síðustu árum þar sem hún sækir meira í þægindi, sem hún segir ekki alltaf hafa verið í forgangi hjá sér. Karin er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Engin ein rétt leið til að vera smart“

Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér

Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Alltaf smá sirkus í mér“

Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm

Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Segir tískuna geggjaða og ömurlega á sama tíma

Jóhann Kristófer Stefánsson, jafnan þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og lífskúnstner sem hefur vakið athygli fyrir persónulegan og einstakan stíl sinn. Hann sækir innblástur í hið sammannlega ástand og segir fátt hafa haft jafn mikil áhrif á sig og Fóstbræður. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Alltaf haft þörf til að vera sýnileg og litrík

Förðunarfræðingurinn og tískuskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir á það til að kalla sig páfugl þar sem hún elskar litríkar flíkur og er sérstaklega hugfangin af yfirhöfnum. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í tískunni og hefur alltaf haft þörf til að vera sýnileg þegar það kemur að klæðaburði. Kolbrún Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“

Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“

Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi

Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Elskar að prófa sig áfram í tískunni

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og lífskúnstnerinn Stefán John Turner lítur á tískuna sem list en hann hefur mikinn áhuga á klæðaburði. Hann hugsar alltaf um heildar lúkkið þegar hann verslar og eyðir ekki miklum tíma í að velja föt hverju sinni þar sem hann segir það stundum koma best út að klæða sig í flýti. Stefán John Turner er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Keypti sér kjól eftir nánast hverja vakt

Rósa María Árnadóttir er fagurkeri og lífskúnstner sem elskar tjáningarformið sem tískan býr yfir. Hún passar sig að elta ekki allar tískubylgjur heldur fylgja sínu eigin innsæi og sínum stíl og segir áhugann á tísku líklega koma frá móður sinni, sem er mikil smekkkona. Rósa María er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Tíska er list í lifandi formi“

Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ágætis staðfesting að fá hrós frá Virgil Abloh

Bergur Guðnason er þrítugur fatahönnuður sem hefur komið víða að í heimi tískunnar. Bergur útskrifaðist úr LHÍ árið 2017, bjó um stund í París þar sem hann starfaði fyrir tískuhús á borð við Haider Ackermann og Acne Studios og hannaði þar flíkur fyrir tískupalla sem fóru í sölu síðar meir. Hann starfar nú hjá 66 norður og er meðal annars að hanna sérstakar línur fyrir væntanlega verslun fyrirtækisins í Bretlandi. Bergur Guðna er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Mér finnst fötin ekki skapa manninn heldur öfugt“

Það má með sanni segja að tískan einkenni líf og tilveru fatahönnuðarins Sædísar Ýrar en hún hefur vakið athygli fyrir litadýrð, glans og gleði í fatalínu sinni By Sædís Ýr. Hún hvetur fólk til að vera óhrætt við að finna sinn eigin stíl og fylgja sínu en það sem hún elskar mest við tískuna er hvað hún er fjölbreytt. Sædís Ýr er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Finnst lítið spennandi að fara í jakkaföt og skyrtu“

Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason hefur starfað innan tískuheimsins í langan tíma og farðað hinar ýmsu stórstjörnur, á borð við Íslandsvinkonuna Katy Perry og Dua Lipa. Hann elskar hvað tískan er breytileg og hefur farið í gegnum ólík tímabil í klæðaburði en hallast núna að andro stíl og hefur alltaf verið hrifinn af litum og munstrum. Ísak Freyr er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun