Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 08:00 Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Helen Óttars veit hvað hún syngur þegar það kemur að tískunni og býr yfir einstökum, persónulegum stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Ætli mér finnist ekki skemmtilegast hvernig hún merkir tíma og tengir okkur við augnablik í eigin lífi. Listakonan Louise Bourgois orðaði það mjög fallega: „These garments have a history, they have touched my body, and they hold memories of people and places. They are chapters from the story of my life.“ Helen er búsett í London þar sem hún starfar sem fyrirsæti.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Mjög erfið spurning, ég á nokkrar flíkur sem eru mér mjög dýrmætar. Mamma gaf mér ótrúlega fallegan kjól sem ég hafði fundið í vintage búð í London í tvítugsafmælisgjöf. Hann er fullkomlega tímalaus og í hvert einasta skipti sem eg fer í hann líður mér eins og ég sé í bíómynd frá gullnu árum Hollywood. Kjóllinn sem Helen fékk í afmælisgjöf frá móður sinni.Aðsend Vintage toppur frá La Perla er líka í miklu uppáhaldi. Ég hef aldrei séð neitt líkt honum áður. Toppurinn frá La Perla.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, sjaldnast. Flesta morgna er ég tiltölulega fljót að láta mér detta eitthvað sniðugt outfit í hug sem er viðeigandi fyrir athafnir dagsins. En svo auðvitað kemur það fyrir af og til að ég máta hálfan fataskápinn minn án árangurs. Helen er vanalega fljót að finna til föt á morgnana.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég fæ oft að heyra að ég sé of fín (overdressed) svona í daglegu lífi. Mér þykir synd að horfa upp á fallegan og dýran fatnað og skó safna ryki inn í skáp svo ég nýti hvert tækifæri til að dressa mig aðeins upp. En svo myndi ég segja að stíllinn minn væri frekar klassískur og tímalaus að mestu leyti. Ég elska falleg snið, föt sem búa til áhugaverð form. En svo finnst mér ótrúlega gaman að fjárfesta í öðruvísi statement flíkum sem gera annars einfalt lúkk pínu spicy. Helen þykir gaman að fjárfesta í statement flíkum við og við.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Nei í rauninni ekki. Frá leikskólaaldri hef ég verið mjög skoðanasterk hvað tísku varðar. Leyfði móður minni sko alls ekki að senda í mig í leikskólann í hverju sem er. Smekkurinn minn hefur ekki tekið miklum breytingum síðan, fataskápurinn og úrvalið hefur bara stækkað. Helen hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á klæðaburði sínum.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Foreldrar mínir eru bæði alveg ótrúlega fallega klædd alltaf, svo ég tel mig mjög heppna að fá að stelast í fataskápinn hjá þeim af og til. Ég sæki líka innblástur í kvikmyndir, ég elska Old Hollywood glamúr. Svo er auðvitað endalaust af töffurum á götum Lundúna, það er ekki annað hægt en að fá innblástur frá þeim. Helen er ekki fyrir úlpur en er óhrædd við að klæðast litríkum og glæsilegum yfirhöfnum.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er opin fyrir öllu nema útivistafatnaði. Ég neita að fara í úlpur og útiföt. Gert það frá því að ég var krakki. Tek því allan daginn frekar að vera kalt í kápu en hlýtt í úlpu. Gönguskór, væri frekar á tánum. Mjög ópraktískt fyrir Íslending. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnilegasta flík sem ég hef klæðst, þó ég eigi hana því miður ekki, er vintage Roberto Cavalli kjóll sem ég klæddist í myndatöku einu sinni. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég hef aldrei klæðst jafn fallegri og vandaðri flík. Svo leið mér líka svo ótrúlega vel í honum, þetta er svona flík sem gefur þér næstum því ofurkrafta. Roberto Cavalli kjóllinn er stórglæsilegur.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt besta ráð er að versla vintage. Ég myndi halda að fataskápurinn minn væri svona 80% notaður fatnaður. Miklu skemmtilegra að kaupa flík með karakter sem enginn annar á en að versla fjöldaframleidd microtrend. Að spara frekar og kaupa fáar og vandaðar flíkur er eitthvað sem foreldrar mínir kenndu mér þegar ég var mjög ung og hefur orðið til þess að ég nota enn þá föt sem ég keypti mér þegar ég var fjórtán, fimmtán ára. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Segir tískuna geggjaða og ömurlega á sama tíma Jóhann Kristófer Stefánsson, jafnan þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og lífskúnstner sem hefur vakið athygli fyrir persónulegan og einstakan stíl sinn. Hann sækir innblástur í hið sammannlega ástand og segir fátt hafa haft jafn mikil áhrif á sig og Fóstbræður. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. febrúar 2023 07:01 Alltaf haft þörf til að vera sýnileg og litrík Förðunarfræðingurinn og tískuskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir á það til að kalla sig páfugl þar sem hún elskar litríkar flíkur og er sérstaklega hugfangin af yfirhöfnum. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í tískunni og hefur alltaf haft þörf til að vera sýnileg þegar það kemur að klæðaburði. Kolbrún Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. febrúar 2023 07:00 „Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. janúar 2023 07:00 „Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01 „Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00 Keypti sér kjól eftir nánast hverja vakt Rósa María Árnadóttir er fagurkeri og lífskúnstner sem elskar tjáningarformið sem tískan býr yfir. Hún passar sig að elta ekki allar tískubylgjur heldur fylgja sínu eigin innsæi og sínum stíl og segir áhugann á tísku líklega koma frá móður sinni, sem er mikil smekkkona. Rósa María er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. október 2022 09:00 „Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. október 2022 07:01 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Helen Óttars veit hvað hún syngur þegar það kemur að tískunni og býr yfir einstökum, persónulegum stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Ætli mér finnist ekki skemmtilegast hvernig hún merkir tíma og tengir okkur við augnablik í eigin lífi. Listakonan Louise Bourgois orðaði það mjög fallega: „These garments have a history, they have touched my body, and they hold memories of people and places. They are chapters from the story of my life.“ Helen er búsett í London þar sem hún starfar sem fyrirsæti.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Mjög erfið spurning, ég á nokkrar flíkur sem eru mér mjög dýrmætar. Mamma gaf mér ótrúlega fallegan kjól sem ég hafði fundið í vintage búð í London í tvítugsafmælisgjöf. Hann er fullkomlega tímalaus og í hvert einasta skipti sem eg fer í hann líður mér eins og ég sé í bíómynd frá gullnu árum Hollywood. Kjóllinn sem Helen fékk í afmælisgjöf frá móður sinni.Aðsend Vintage toppur frá La Perla er líka í miklu uppáhaldi. Ég hef aldrei séð neitt líkt honum áður. Toppurinn frá La Perla.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, sjaldnast. Flesta morgna er ég tiltölulega fljót að láta mér detta eitthvað sniðugt outfit í hug sem er viðeigandi fyrir athafnir dagsins. En svo auðvitað kemur það fyrir af og til að ég máta hálfan fataskápinn minn án árangurs. Helen er vanalega fljót að finna til föt á morgnana.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég fæ oft að heyra að ég sé of fín (overdressed) svona í daglegu lífi. Mér þykir synd að horfa upp á fallegan og dýran fatnað og skó safna ryki inn í skáp svo ég nýti hvert tækifæri til að dressa mig aðeins upp. En svo myndi ég segja að stíllinn minn væri frekar klassískur og tímalaus að mestu leyti. Ég elska falleg snið, föt sem búa til áhugaverð form. En svo finnst mér ótrúlega gaman að fjárfesta í öðruvísi statement flíkum sem gera annars einfalt lúkk pínu spicy. Helen þykir gaman að fjárfesta í statement flíkum við og við.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Nei í rauninni ekki. Frá leikskólaaldri hef ég verið mjög skoðanasterk hvað tísku varðar. Leyfði móður minni sko alls ekki að senda í mig í leikskólann í hverju sem er. Smekkurinn minn hefur ekki tekið miklum breytingum síðan, fataskápurinn og úrvalið hefur bara stækkað. Helen hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á klæðaburði sínum.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Foreldrar mínir eru bæði alveg ótrúlega fallega klædd alltaf, svo ég tel mig mjög heppna að fá að stelast í fataskápinn hjá þeim af og til. Ég sæki líka innblástur í kvikmyndir, ég elska Old Hollywood glamúr. Svo er auðvitað endalaust af töffurum á götum Lundúna, það er ekki annað hægt en að fá innblástur frá þeim. Helen er ekki fyrir úlpur en er óhrædd við að klæðast litríkum og glæsilegum yfirhöfnum.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er opin fyrir öllu nema útivistafatnaði. Ég neita að fara í úlpur og útiföt. Gert það frá því að ég var krakki. Tek því allan daginn frekar að vera kalt í kápu en hlýtt í úlpu. Gönguskór, væri frekar á tánum. Mjög ópraktískt fyrir Íslending. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnilegasta flík sem ég hef klæðst, þó ég eigi hana því miður ekki, er vintage Roberto Cavalli kjóll sem ég klæddist í myndatöku einu sinni. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég hef aldrei klæðst jafn fallegri og vandaðri flík. Svo leið mér líka svo ótrúlega vel í honum, þetta er svona flík sem gefur þér næstum því ofurkrafta. Roberto Cavalli kjóllinn er stórglæsilegur.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt besta ráð er að versla vintage. Ég myndi halda að fataskápurinn minn væri svona 80% notaður fatnaður. Miklu skemmtilegra að kaupa flík með karakter sem enginn annar á en að versla fjöldaframleidd microtrend. Að spara frekar og kaupa fáar og vandaðar flíkur er eitthvað sem foreldrar mínir kenndu mér þegar ég var mjög ung og hefur orðið til þess að ég nota enn þá föt sem ég keypti mér þegar ég var fjórtán, fimmtán ára.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Segir tískuna geggjaða og ömurlega á sama tíma Jóhann Kristófer Stefánsson, jafnan þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og lífskúnstner sem hefur vakið athygli fyrir persónulegan og einstakan stíl sinn. Hann sækir innblástur í hið sammannlega ástand og segir fátt hafa haft jafn mikil áhrif á sig og Fóstbræður. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. febrúar 2023 07:01 Alltaf haft þörf til að vera sýnileg og litrík Förðunarfræðingurinn og tískuskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir á það til að kalla sig páfugl þar sem hún elskar litríkar flíkur og er sérstaklega hugfangin af yfirhöfnum. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í tískunni og hefur alltaf haft þörf til að vera sýnileg þegar það kemur að klæðaburði. Kolbrún Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. febrúar 2023 07:00 „Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. janúar 2023 07:00 „Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01 „Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00 Keypti sér kjól eftir nánast hverja vakt Rósa María Árnadóttir er fagurkeri og lífskúnstner sem elskar tjáningarformið sem tískan býr yfir. Hún passar sig að elta ekki allar tískubylgjur heldur fylgja sínu eigin innsæi og sínum stíl og segir áhugann á tísku líklega koma frá móður sinni, sem er mikil smekkkona. Rósa María er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. október 2022 09:00 „Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. október 2022 07:01 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Segir tískuna geggjaða og ömurlega á sama tíma Jóhann Kristófer Stefánsson, jafnan þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og lífskúnstner sem hefur vakið athygli fyrir persónulegan og einstakan stíl sinn. Hann sækir innblástur í hið sammannlega ástand og segir fátt hafa haft jafn mikil áhrif á sig og Fóstbræður. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. febrúar 2023 07:01
Alltaf haft þörf til að vera sýnileg og litrík Förðunarfræðingurinn og tískuskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir á það til að kalla sig páfugl þar sem hún elskar litríkar flíkur og er sérstaklega hugfangin af yfirhöfnum. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í tískunni og hefur alltaf haft þörf til að vera sýnileg þegar það kemur að klæðaburði. Kolbrún Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. febrúar 2023 07:00
„Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. janúar 2023 07:00
„Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01
„Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00
Keypti sér kjól eftir nánast hverja vakt Rósa María Árnadóttir er fagurkeri og lífskúnstner sem elskar tjáningarformið sem tískan býr yfir. Hún passar sig að elta ekki allar tískubylgjur heldur fylgja sínu eigin innsæi og sínum stíl og segir áhugann á tísku líklega koma frá móður sinni, sem er mikil smekkkona. Rósa María er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. október 2022 09:00
„Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. október 2022 07:01