Niceair Fær tíu miða klippikort hjá Niceair endurgreitt Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. Neytendur 1.11.2023 13:27 Fyrst og fremst vonbrigði fyrir Norðurland Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Viðskipti innlent 20.5.2023 12:02 „Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. Innlent 19.5.2023 21:12 Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. Innlent 19.5.2023 20:00 Öllu starfsfólki Niceair sagt upp Öllum sextán starfsmönnum Niceair hefur verið sagt upp störfum og félagið mun ekki hefja flugið aftur í sumar. Viðskipti innlent 28.4.2023 19:17 „Leiðinlegar fréttir fyrir samfélagið í heild“ Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru enn óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðana í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarfið því mikil vonbrigði. Innlent 6.4.2023 19:09 Fermingarferðin og 10 miða klippikort í uppnámi Tilkynning flugfélagsins Niceair um að hlé yrði gert á starfsemi er mikið áfall fyrir Norðlendinga. Sigurbjörn Árni Arnbjörnsson, skólameistari á Laugum og íþróttalýsandi, átti bókaða fermingarferð fyrir soninn og í framhaldinu ferð til Póllands á skólaráðstefnu sem nú er í uppnámi. Innlent 5.4.2023 21:15 „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 5.4.2023 15:43 Hlé gert á starfsemi Niceair og flugi aflýst Norðlenska flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst öllum flugferðum sínum frá og með morgundeginum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Viðskipti innlent 5.4.2023 13:50 Munu fljúga þrisvar í viku til Köben Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar. Viðskipti innlent 28.2.2023 09:02 45 töskur urðu eftir á flugvellinum á Tenerife 45 töskur voru skildar á TFS flugvellinum á Tenerife þegar vél á vegum Niceair hélt til Akureyrar síðastliðinn miðvikudag. Innlent 1.2.2023 19:08 Starfsmenn Akureyrarbæjar hafi ekki efni á að nýta jólagjöfina Starfsmenn Akureyrar fengu gjafabréf hjá norðlenska flugfélaginu Niceair í jólagjöf í ár. Mikil óánægja er meðal starfsfólks með gjöfina enda telur það sig margt hvert ekki hafa efni á að nýta hana. Innlent 24.12.2022 10:55 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. Viðskipti innlent 3.11.2022 11:56 „Menn hjálpast að, „play nice““ Niceair fór í sitt fyrsta samstarfsverkefni í gær þegar Airbus-vél félagsins flaug utan til Gautaborgar í Svíþjóð fyrir flugfélagið Play. Viðskipti innlent 14.6.2022 10:47 Eiga rétt á fullri endurgreiðslu og bótum Tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenjumikið af aflýsingum á flugferðum. Formaður samtakanna segir flugfélögin oft sleppa því að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Neytendur 13.6.2022 20:30 „Þetta er fúlt“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair segir að það sé óneitanlega fúlt að hafa þurft að fella niður ferðir félagsins til London út mánuðinn. Hann vonast til þess að lausnir sem félagið hefur borið á borð breskra yfirvalda dugi til að leysa málið. Viðskipti innlent 12.6.2022 12:24 Ferðaðist þúsundir kílómetra til að ná fyrsta flugi Niceair Þjóðverjinn Tino Oelker gerði sér ferð alla leið frá München í Þýskalandi til Akureyrar í vikunni í þeim eina tilgangi að fljúga með jómfrúarferð Niceair til Kaupmannahafnar. Skapti Hallgrímsson hjá Akureyri.net tók viðtal við Oelker fyrir flugið á fimmtudaginn þar sem hann greindi frá óhefðbundnum áhugamálum sínum, ferðalaginu til Íslands og öðrum skemmtilegum ferðasögum. Ferðalög 5.6.2022 14:36 Tökum flugið með Nice Air! Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu. Skoðun 2.6.2022 17:01 Flugfreyjufélagið og Niceair gera með sér kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og hið akureyrska flugfélag Niceair hafa gert með sér kjarasamning fyrir flugfreyjur og -þjóna félagsins. Innlent 31.5.2022 14:30 Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. Viðskipti innlent 30.5.2022 22:00 Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. Viðskipti innlent 30.5.2022 13:31 Þota Niceair kemur til Akureyrar Airbus farþegaþota akureyrska flugfélagsins Niceair kemur til Akureyrar í dag en jómfrúarflug vélarinnar verður farið næsta fimmtudag. Viðskipti innlent 30.5.2022 07:12 Notalega flugfélagið Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. Skoðun 2.5.2022 11:30 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. Viðskipti innlent 18.3.2022 12:31 Helgi stýrir sölu- og markaðsstarfi Niceair Helgi Eysteinsson hefur gengið til liðs við flugfélagsins Niceair og verður honum falið að stýra uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi félagsins. Viðskipti innlent 18.3.2022 11:38 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. Viðskipti innlent 17.2.2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. Innlent 17.2.2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. Viðskipti innlent 17.2.2022 08:54 Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. Viðskipti innlent 10.2.2020 06:17
Fær tíu miða klippikort hjá Niceair endurgreitt Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. Neytendur 1.11.2023 13:27
Fyrst og fremst vonbrigði fyrir Norðurland Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Viðskipti innlent 20.5.2023 12:02
„Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. Innlent 19.5.2023 21:12
Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. Innlent 19.5.2023 20:00
Öllu starfsfólki Niceair sagt upp Öllum sextán starfsmönnum Niceair hefur verið sagt upp störfum og félagið mun ekki hefja flugið aftur í sumar. Viðskipti innlent 28.4.2023 19:17
„Leiðinlegar fréttir fyrir samfélagið í heild“ Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru enn óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðana í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarfið því mikil vonbrigði. Innlent 6.4.2023 19:09
Fermingarferðin og 10 miða klippikort í uppnámi Tilkynning flugfélagsins Niceair um að hlé yrði gert á starfsemi er mikið áfall fyrir Norðlendinga. Sigurbjörn Árni Arnbjörnsson, skólameistari á Laugum og íþróttalýsandi, átti bókaða fermingarferð fyrir soninn og í framhaldinu ferð til Póllands á skólaráðstefnu sem nú er í uppnámi. Innlent 5.4.2023 21:15
„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 5.4.2023 15:43
Hlé gert á starfsemi Niceair og flugi aflýst Norðlenska flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst öllum flugferðum sínum frá og með morgundeginum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Viðskipti innlent 5.4.2023 13:50
Munu fljúga þrisvar í viku til Köben Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar. Viðskipti innlent 28.2.2023 09:02
45 töskur urðu eftir á flugvellinum á Tenerife 45 töskur voru skildar á TFS flugvellinum á Tenerife þegar vél á vegum Niceair hélt til Akureyrar síðastliðinn miðvikudag. Innlent 1.2.2023 19:08
Starfsmenn Akureyrarbæjar hafi ekki efni á að nýta jólagjöfina Starfsmenn Akureyrar fengu gjafabréf hjá norðlenska flugfélaginu Niceair í jólagjöf í ár. Mikil óánægja er meðal starfsfólks með gjöfina enda telur það sig margt hvert ekki hafa efni á að nýta hana. Innlent 24.12.2022 10:55
Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. Viðskipti innlent 3.11.2022 11:56
„Menn hjálpast að, „play nice““ Niceair fór í sitt fyrsta samstarfsverkefni í gær þegar Airbus-vél félagsins flaug utan til Gautaborgar í Svíþjóð fyrir flugfélagið Play. Viðskipti innlent 14.6.2022 10:47
Eiga rétt á fullri endurgreiðslu og bótum Tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenjumikið af aflýsingum á flugferðum. Formaður samtakanna segir flugfélögin oft sleppa því að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Neytendur 13.6.2022 20:30
„Þetta er fúlt“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair segir að það sé óneitanlega fúlt að hafa þurft að fella niður ferðir félagsins til London út mánuðinn. Hann vonast til þess að lausnir sem félagið hefur borið á borð breskra yfirvalda dugi til að leysa málið. Viðskipti innlent 12.6.2022 12:24
Ferðaðist þúsundir kílómetra til að ná fyrsta flugi Niceair Þjóðverjinn Tino Oelker gerði sér ferð alla leið frá München í Þýskalandi til Akureyrar í vikunni í þeim eina tilgangi að fljúga með jómfrúarferð Niceair til Kaupmannahafnar. Skapti Hallgrímsson hjá Akureyri.net tók viðtal við Oelker fyrir flugið á fimmtudaginn þar sem hann greindi frá óhefðbundnum áhugamálum sínum, ferðalaginu til Íslands og öðrum skemmtilegum ferðasögum. Ferðalög 5.6.2022 14:36
Tökum flugið með Nice Air! Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu. Skoðun 2.6.2022 17:01
Flugfreyjufélagið og Niceair gera með sér kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og hið akureyrska flugfélag Niceair hafa gert með sér kjarasamning fyrir flugfreyjur og -þjóna félagsins. Innlent 31.5.2022 14:30
Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. Viðskipti innlent 30.5.2022 22:00
Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. Viðskipti innlent 30.5.2022 13:31
Þota Niceair kemur til Akureyrar Airbus farþegaþota akureyrska flugfélagsins Niceair kemur til Akureyrar í dag en jómfrúarflug vélarinnar verður farið næsta fimmtudag. Viðskipti innlent 30.5.2022 07:12
Notalega flugfélagið Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. Skoðun 2.5.2022 11:30
Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. Viðskipti innlent 18.3.2022 12:31
Helgi stýrir sölu- og markaðsstarfi Niceair Helgi Eysteinsson hefur gengið til liðs við flugfélagsins Niceair og verður honum falið að stýra uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi félagsins. Viðskipti innlent 18.3.2022 11:38
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. Viðskipti innlent 17.2.2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. Innlent 17.2.2022 11:37
Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. Viðskipti innlent 17.2.2022 08:54
Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. Viðskipti innlent 10.2.2020 06:17
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent