Viðskipti innlent

Þota Niceair kemur til Akur­eyrar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá Akureyrarflugvelli. Myndin er úr safni.
Frá Akureyrarflugvelli. Myndin er úr safni. Vísir/Tryggvi Páll

Airbus farþegaþota akureyrska flugfélagsins Niceair kemur til Akureyrar í dag en jómfrúarflug vélarinnar verður farið næsta fimmtudag.

Í Morgunblaðinu segir að vélin komi frá Lissabon í Portúgal þar sem hún hefur verið í viðhaldi og málun. Vélin er af gerðinni Airbus A-319.

Uppselt er í fyrsta flug félagsins til Kaupmannahafnar og segist Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Niceair vera ánægður með bókanir í fyrstu ferðir sem hafi farið umfram væntingar.

Félagið býður upp á ferðir til London, Kaupmannahafnar, Manchester og Tenerife.


Tengdar fréttir

„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“

Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×