Tónleikar á Íslandi

Fréttamynd

Ekki sjálf­sagt að Aldrei fór ég suður hafi lifað tvo ára­tugi

Veðrið setti örlítið strik í reikninginn hjá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður þegar útlit var fyrir að flugvél full af tónlistarmönnum gærkvöldsins kæmist ekki vestur. Rokkstjóri hátíðarinnar segir þetta einmitt í anda hátíðarinnar og bætir við að ekki sé sjálfsagt að frumkvöðlaverkefni sem þetta lifi í tuttugu ár.

Lífið
Fréttamynd

Súrrealískt að djamma með Zöru Lars­son

„Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson. 

Tónlist
Fréttamynd

Sigur Rós endar túrinn með Elju í Hörpu

Sigur Rós er á leið í tónleikaferðalag með strengjasveit um Norðurlöndin. Ferðalagið mun enda í Eldborg í Hörpu í desember næstkomandi. Sveitin mun þar koma fram ásamt kammersveitinni Elju.

Tónlist
Fréttamynd

Elíta ís­lenska rappsins tryllti lýðinn í Iðnó

„Þetta var bara ótrúlegt kvöld og fór alveg vonum framar,“ segir tónlistarmaðurinn og rapparinn Ízleifur. Hann stóð fyrir stöppuðum útgáfutónleikum í Iðnó síðastliðið föstudagskvöld þar sem úrvalslið rappara steig á svið með honum.

Tónlist
Fréttamynd

Tárin runnu niður kinnar

Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum.

Lífið
Fréttamynd

Hóstandi Eldborgargestir í sam­keppni við Víking Heiðar

Hvorki gagnrýnandi Vísis né tónleikagestir virðast hafa neitt nema afar gott að segja um frammistöðu Víkings Heiðars Ólafssonar píanista á þrennum tónleikum hans í Hörpu á dögunum. Eina gagnrýnin snýr að hóstandi tónleikagestum sem spilltu fyrir hljóðvistinni.

Lífið
Fréttamynd

Víkingur tryllti og stillti

Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“

Gagnrýni
Fréttamynd

Einn stærsti teknó plötu­snúður heims spilar á Radar

Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða.

Lífið
Fréttamynd

Fangelsi, fyllerí og fjandinn sjálfur

Um blúsgítarleikarann Robert Johnson gekk sú saga fjöllum hærra að hann hefði selt djöflinum sál sína. Hann átti að hafa ákallað Kölska einhverja nóttina við afviknar krossgötur, og beðið hann um að verða frábær gítarleikari í skiptum fyrir sál sína. Vissulega varð hann afburðagítarleikari, en naut sín ekki lengi. Hann varð bara 27 ára og var myrtur að sögn af afbrýðisömum eiginmanni. Djöfsi var fljótur að hrifsa til sín sál hans. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Pabbi herra Hnetu­smjörs frontar Edrúar fyrir mis­skilning

„Svakalega er kallinn á flottum bíl, sagði Guðný við mig í símanum þegar ég renndi í hlaðið. Þegar ég stíg út úr bílnum sé ég þó um leið á svipnum á henni að þetta er eitthvað skrítið, enda spyr hún „Hvar er meistarinn?“ segir Árni Magnússon forstjóri ÍSOR og fyrrum ráðherra, sem fyrir tóman misskilning mætti í myndatöku fyrir átak SÁÁ, Edrúar febrúar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Nær­mynd af Idol þríeykinu: „Við erum öll búin að sigra“

Spennan magnast í Idolinu og eftir standa þrír. Næstkomandi föstudagskvöld nær spennustigið svo hámarki þegar lokaþáttur Idolsins verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og í ljós kemur hver stendur uppi sem sigurvegari. Anna Fanney, Björgvin Þór og Jóna Margrét keppast um sigurinn en Lífið á Vísi fékk að kynnast þeim örlítið nánar.

Tónlist
Fréttamynd

„Hollt að horfast í augu við gömul sár“

„Ég held að það sé svo margt erfitt sem maður upplifir sem er miklu þægilegra að reyna að gleyma bara eða láta eins og hafi ekki haft áhrif á mann,“ segir tónlistarkonan Hildur Kristín sem var að senda frá sér lagið Þúsund skyssur ásamt tónlistarmyndbandi.

Tónlist
Fréttamynd

„Hér er maður ber­skjaldaðri og við­kvæmari“

„Það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar, klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því þá veit maður að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari,“ segir listamaðurinn Klemens Hannigan sem er hvað þekktastur sem meðlimur Hatara. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Low Light, og frumsýnir sömuleiðis hér tónlistarmyndband við lagið Someone Else.

Tónlist
Fréttamynd

Hótanir og reiði vegna ó­trú­legrar miða­sölu á Lauf­eyju

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins.

Lífið