Harpa vill létta lund veðurbugaðra höfuðborgarbúa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 15:25 Hildur hvetur önnur fyrirtæki sem sjá sér það fært að leggja sitt af mörkum til að létta lund borgarbúa. Vísir/Samsett Harpa ætlar að bjóða höfuðborgarbúum sem komast ekki austur á firði upp á tónleikamiða á helmingsverði og ókeypis mímósur vegna leiðindaveðursins sem herjar á borgina um helgina. Hildur Ottesen Hauksdóttir kynningarstjóri Hörpunnar segist finna fyrir bugun höfuðborgarbúa og hvetur önnur fyrirtæki til að létta lund þeirra. Hildur segir hugmyndina hafa fæðst í grámóskulegri bílferðinni í vinnuna í morgun. „Hugmyndin fæddist í leiðinni í vinnuna í morgun í þessu veðurfari sem er núna. Fólk er pínu bugað maður finnur það. Við finnum fyrir því í Hörpu að þegar það er verra veður þá fáum við fleiri útlendinga. Þá fórum við að hugsa hvort við gætum ekki gert eitthvað fyrir borgarbúa sem eru heima um helgina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Harpa hefur því ákveðið að bjóða upp á tveir-fyrir-einn-tilboð á hádegistónleikum um helgina sem eru hluti af nýrri tónleikaröð Hörpu. Ásamt því verður einnig tveir-fyrir-einn-tilboð á gagnvirku upplifunarsýninguna Hringáttu. Samhliða því býður veitingastaðurinn Hnoss á jarðhæð Hörpu upp á ókeypis mímósu með brönsmatseðli. „Við erum að hugsa að reyna að létta lundina. Þetta er það sem við getum gert. Svo fórum við að hugsa þetta lengra. Það væri gaman ef við gætum búið til einhverja stemningu fyrir því að jafnvel fleiri gætu gert eitthvað,“ segir Hildur. „Það væri gaman ef fleiri fyrirtæki sæju sér fært að taka þátt í að gleðja höfuðborgarbúa í þessari gulu veðurviðvörun.“ Harpa Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hildur segir hugmyndina hafa fæðst í grámóskulegri bílferðinni í vinnuna í morgun. „Hugmyndin fæddist í leiðinni í vinnuna í morgun í þessu veðurfari sem er núna. Fólk er pínu bugað maður finnur það. Við finnum fyrir því í Hörpu að þegar það er verra veður þá fáum við fleiri útlendinga. Þá fórum við að hugsa hvort við gætum ekki gert eitthvað fyrir borgarbúa sem eru heima um helgina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Harpa hefur því ákveðið að bjóða upp á tveir-fyrir-einn-tilboð á hádegistónleikum um helgina sem eru hluti af nýrri tónleikaröð Hörpu. Ásamt því verður einnig tveir-fyrir-einn-tilboð á gagnvirku upplifunarsýninguna Hringáttu. Samhliða því býður veitingastaðurinn Hnoss á jarðhæð Hörpu upp á ókeypis mímósu með brönsmatseðli. „Við erum að hugsa að reyna að létta lundina. Þetta er það sem við getum gert. Svo fórum við að hugsa þetta lengra. Það væri gaman ef við gætum búið til einhverja stemningu fyrir því að jafnvel fleiri gætu gert eitthvað,“ segir Hildur. „Það væri gaman ef fleiri fyrirtæki sæju sér fært að taka þátt í að gleðja höfuðborgarbúa í þessari gulu veðurviðvörun.“
Harpa Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira