Brúðkaup Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. Lífið 18.9.2023 10:59 Draumkennt þriggja daga brúðkaup á Ítalíu Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir og Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingur, giftu sig í annað sinn, á Ítalíu 11. ágúst síðastliðinn í smábænum Castel Gandolfo. Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og var draumi líkast. Lífið 14.9.2023 20:01 „Svo bara ældu allir, þetta var svo rómantískt“ Hjónin Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson giftu sig fyrr í sumar með heldur óvenjulegum hætti. Athöfnin var haldin við Hvaleyrarvatn og gekk erfiðlega að koma mat og drykkjarföngum á svæðið þar sem hvorki rafmagn né eldunaraðstaða er til staðar. Þegar hjónin höfðu innsiglað heitin mættu óvæntir ferfætlingar sem ferjuðu fjölskylduna að veislustaðnum. Lífið 8.9.2023 20:00 Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Listaparið Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson hittust fyrst á tónlistarhátíðinni LungA sumarið 2016. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Húrra haustið eftir. Í byrjun næsta árs breyttist líf parsins svo snögglega þegar ljóst var að þau ættu von á barni. Síðan þá hafa tekið við ótal ævintýri, þar á meðal þátttaka þeirra í Eurovision og ævintýralegt brúðkaup sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrr í sumar. Makamál 26.8.2023 09:12 Matti í Hatara og Brynhildur Karls giftu sig í íslenskri sveitasælu Listræna parið Matthías Haraldsson og Brynhildur Karlsdóttir giftu sig um helgina með pomp og prakt í íslenskri sveitasælu, umkringd sínu nánasta fólki. Faðir Brynhildar, leikarinn Karl Ágúst Úlfsson, gaf þau saman með táknrænum en ólögformlegum hætti. Lífið 21.8.2023 11:18 Létu þjónana missa brúðkaupstertuna í gólfið Listaparið Gunnlaugur Egilsson og Gunnur von Matérn gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Gunnlaugur segir athöfnina hafa verið fullkomna og hápunktinum hafi verið náð þegar veislugestir supu andköf yfir gervitertu sem brúðhjónin létu útbúa. Lífið 3.8.2023 11:49 Dagurinn dásamlegur þrátt fyrir að nær ekkert hafi farið eftir plani „Við erum í smá spennufalli eftir þetta,“ segir verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda. Hún og Markus Wasserbaech giftu sig við hátíðlega athöfn um helgina. Þetta var í annað sinn sem hjúin gengu í það heilaga en fyrst giftu þau sig við litla athöfn í Covid faraldrinum. Því var tilhlökkunin mikil við að fagna ástinni með vinum og vandamönnum. Lífið 25.7.2023 07:00 Hildur Guðna og Sam giftu sig á ástarfleyi Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það. Lífið 24.7.2023 10:51 Látinn vinur opnaði himnana á brúðkaupsdaginn Hjónin Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson giftu sig með pomp og prakt fyrr í sumar en sama dag fagnaði Sverrir fertugsafmæli sínu. Eygló segist hafa alfarið séð ein um undirbúning og aldrei hafi neitt annað komið til greina en að brúðkaupsveislan færi fram á Hótel Geysi. Lífið 13.7.2023 09:16 Brúðkaupsferð fegurðardrottningar draumi líkust Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir og eiginmaður hennar Vignir Þór Bollason kírópraktor eru stödd í brúðkaupsferð á Ítalíu. Parið nýtur lífsins við Como vatn á Norður-Ítalíu. Lífið 11.7.2023 20:02 Kjólatískan í brúðkaupum sumarsins Brúðkaupstímabilið stendur sem hæst um þessar mundir. Fjöldi fallegra mynda af brúðhjónum og gestum hafa verið áberandi liðnar vikur á samfélagsmiðlum. Kjólaval fyrir veisluhöldin getur reynst vandasamt. Tíska og hönnun 4.7.2023 21:49 Brúðkaupsundirbúningur Katrínar Eddu og Markusar í hámarki: „Honum finnst allt flott sem ég vel“ Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gengur að eiga unnusta sinn Markus Wasserbaech innan örfárra daga. Brúðkaupið fer fram á Íslandi en gestir streyma allstaðar að. Lífið 4.7.2023 07:01 Heimiliskötturinn gaf eigendur sína saman Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. Lífið 3.7.2023 20:01 Brúðhjón og fyrirtæki flykkjast til útlanda Brúðarkjólameistari finnur fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup erlendis og segir það geta verið ódýrara en að halda veisluna hér á landi. Þá virðist lítið hafa dregið úr árshátíðarferðum fyrirtækja til útlanda þrátt fyrir verðbólgu. Innlent 12.6.2023 22:01 Stjörnulífið: Brúðkaupsgestir klæddust sem Gummi kíró, nærfatamódel og barnalán Liðin vika var sannkölluð tímamótavika hjá stjörnum landsins sem einkenndist af suðrænum brúðkaupum, barneignum og nafngiftum. Auk þess lögðu margir land undir fót og nærðu hina almennu útlandaþrá þar sem íslenska sumarið virðist ætla að láta bíða eftir sér, sérstaklega á suðvesturlandinu. Lífið 12.6.2023 10:33 Bónorðið eins og úr bíómynd Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir trúlofaðist ástmanni sínum Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingi, í lok árs 2021. Parið gifti sig svo í Vegas nokkrum mánuðum síðar en þau stefna á að halda veglega veislu á Ítalíu fyrir vini og ættingja í haust. Lífið 11.6.2023 07:00 Hægt að gifta sig í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir þrjátíu þúsund krónur Elskendur geta leigt sal í Ráðhúsi Reykjavíkur og látið pússa sig saman alla virka daga og laugardaga á milli klukkan 10 og 15. Aðstoð við uppsetningu, dúkar og kertastjakar eru innifalin í verðinu sem er þrjátíu þúsund krónur á virkum dögum en fjörutíu þúsund krónur á laugardögum. Innlent 7.6.2023 14:52 Messi valdi tónleika með Coldplay fram yfir brúðkaup samherja Fjöldi stórstjarna gerði sér ferð til Como-vatnsins til að vera viðstödd brúðkaup argentínska fótboltamannsins Lautaros Martínez og Agustinu Gandolfo. Fótbolti 31.5.2023 13:01 Héldu óvænt brúðkaup milli hringa Óvænt hjónavígsla var haldin í Bakgarðshlaupi meistaranna, sem haldin er í þýska smábænum Rettert þessa dagana. Lífið 21.5.2023 20:30 Heitustu sumartrendin í ár Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða. Lífið 18.5.2023 07:01 Giftu sig í fjórða sinn á Íslandi „Þegar ég lagði af stað í þetta óhefðbundna ævintýralíf þá hafði ég síst af öllu ímyndað mér að ég ætti eftir að gifta mig- hvað þá að ég ætti eftir gera það í lítilli kirkju á Íslandi, af öllum stöðum.“ Lífið 14.5.2023 21:01 Gifting Bam Margera á Íslandi var ekki gild Lögmenn Bam Margera halda því fram að gifting hans og Nicole Boyd á Íslandi hafi ekki verið lögleg. Pappírum hafi aldrei verið skilað inn. Innlent 4.5.2023 00:00 Arfleifð skaðlegrar karlmennsku virðist lifa góðu lífi í steggjunum Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur, fyrirlesari og hlaðvarpsstjórnandi Karlmennskunar, gagnrýnir þá hefð sem hefur myndast hér á landi í steggjunum. Hann segir tilvonandi brúðguma oftar en ekki vera niðurlægða. Lífið 25.4.2023 21:00 Íbúar á Austurlandi duglegri við að ganga í hjúskap Alls gengu 4.416 einstaklingar í hjúskap hér á landi árið 2022. 39,2 prósent þeirra gerðu það hjá Þjóðkirkjunni. Íbúar á Austurlandi voru líklegri en aðrir til að ganga í hjúskap á árinu. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru duglegri að ganga frá lögskilnaði en aðrir. Innlent 17.4.2023 16:23 Deildu um leigu á gistiheimili vegna brúðkaups í Svarfaðardal Héraðsdómur Reykjaness hefur leitt til lykta deilu rekstrarfélags gistiheimilisins Húsabakka í Svarfaðardal á Tröllaskaga og manns um leigu á herbergjum í tengslum við brúðkaup sem haldið var í ágúst síðastliðinn. Bæði var deilt var um nýtingu á hótelherbergjum, afslætti og að ekki hafi allir gestir fengið þá gistingu sem lofað var. Neytendur 13.4.2023 10:01 Gefin saman af Siggu Kling í brjáluðu veðri Eftir þrjár tilraunir í brjáluðu veðri og gulri viðvörun gaf spákonan og gleðigjafinn Sigga Kling saman sexfalda heimsmeistarann í lethwei, Dave Leduc frá Kanada og Irinu Terehova fyrirsætu- og raunveruleikastjörnu í Álftanesfjöru. Lífið 26.2.2023 16:18 Giftu sig í stofunni á draumaheimilinu mánuði eftir flutninga Helga Lóa Kristjánsdóttir og Valgerður Jóhannsdóttir voru fasteignaleitendur vikunnar í Draumaheimilinu á Stöð 2 og fékk Hugrún Halldórsdóttir að fylgjast með þeim skoða þrjár eignir í Kópavogi. Lífið 14.2.2023 14:46 Kynntist eiginmanninum átján ára og er að springa úr þakklæti Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í markaðssetningu hjá Digido gengu í það heilaga á föstudaginn. Birna greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og um leið ástæðunni fyrir því að hún valdi að giftast Ebba sínum. Lífið 5.2.2023 17:01 Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. Lífið 2.1.2023 11:55 Ólafur Arnalds og Sandrayati giftu sig á Balí Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar. Lífið 30.12.2022 10:57 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. Lífið 18.9.2023 10:59
Draumkennt þriggja daga brúðkaup á Ítalíu Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir og Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingur, giftu sig í annað sinn, á Ítalíu 11. ágúst síðastliðinn í smábænum Castel Gandolfo. Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og var draumi líkast. Lífið 14.9.2023 20:01
„Svo bara ældu allir, þetta var svo rómantískt“ Hjónin Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson giftu sig fyrr í sumar með heldur óvenjulegum hætti. Athöfnin var haldin við Hvaleyrarvatn og gekk erfiðlega að koma mat og drykkjarföngum á svæðið þar sem hvorki rafmagn né eldunaraðstaða er til staðar. Þegar hjónin höfðu innsiglað heitin mættu óvæntir ferfætlingar sem ferjuðu fjölskylduna að veislustaðnum. Lífið 8.9.2023 20:00
Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Listaparið Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson hittust fyrst á tónlistarhátíðinni LungA sumarið 2016. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Húrra haustið eftir. Í byrjun næsta árs breyttist líf parsins svo snögglega þegar ljóst var að þau ættu von á barni. Síðan þá hafa tekið við ótal ævintýri, þar á meðal þátttaka þeirra í Eurovision og ævintýralegt brúðkaup sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrr í sumar. Makamál 26.8.2023 09:12
Matti í Hatara og Brynhildur Karls giftu sig í íslenskri sveitasælu Listræna parið Matthías Haraldsson og Brynhildur Karlsdóttir giftu sig um helgina með pomp og prakt í íslenskri sveitasælu, umkringd sínu nánasta fólki. Faðir Brynhildar, leikarinn Karl Ágúst Úlfsson, gaf þau saman með táknrænum en ólögformlegum hætti. Lífið 21.8.2023 11:18
Létu þjónana missa brúðkaupstertuna í gólfið Listaparið Gunnlaugur Egilsson og Gunnur von Matérn gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Gunnlaugur segir athöfnina hafa verið fullkomna og hápunktinum hafi verið náð þegar veislugestir supu andköf yfir gervitertu sem brúðhjónin létu útbúa. Lífið 3.8.2023 11:49
Dagurinn dásamlegur þrátt fyrir að nær ekkert hafi farið eftir plani „Við erum í smá spennufalli eftir þetta,“ segir verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda. Hún og Markus Wasserbaech giftu sig við hátíðlega athöfn um helgina. Þetta var í annað sinn sem hjúin gengu í það heilaga en fyrst giftu þau sig við litla athöfn í Covid faraldrinum. Því var tilhlökkunin mikil við að fagna ástinni með vinum og vandamönnum. Lífið 25.7.2023 07:00
Hildur Guðna og Sam giftu sig á ástarfleyi Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það. Lífið 24.7.2023 10:51
Látinn vinur opnaði himnana á brúðkaupsdaginn Hjónin Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson giftu sig með pomp og prakt fyrr í sumar en sama dag fagnaði Sverrir fertugsafmæli sínu. Eygló segist hafa alfarið séð ein um undirbúning og aldrei hafi neitt annað komið til greina en að brúðkaupsveislan færi fram á Hótel Geysi. Lífið 13.7.2023 09:16
Brúðkaupsferð fegurðardrottningar draumi líkust Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir og eiginmaður hennar Vignir Þór Bollason kírópraktor eru stödd í brúðkaupsferð á Ítalíu. Parið nýtur lífsins við Como vatn á Norður-Ítalíu. Lífið 11.7.2023 20:02
Kjólatískan í brúðkaupum sumarsins Brúðkaupstímabilið stendur sem hæst um þessar mundir. Fjöldi fallegra mynda af brúðhjónum og gestum hafa verið áberandi liðnar vikur á samfélagsmiðlum. Kjólaval fyrir veisluhöldin getur reynst vandasamt. Tíska og hönnun 4.7.2023 21:49
Brúðkaupsundirbúningur Katrínar Eddu og Markusar í hámarki: „Honum finnst allt flott sem ég vel“ Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gengur að eiga unnusta sinn Markus Wasserbaech innan örfárra daga. Brúðkaupið fer fram á Íslandi en gestir streyma allstaðar að. Lífið 4.7.2023 07:01
Heimiliskötturinn gaf eigendur sína saman Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. Lífið 3.7.2023 20:01
Brúðhjón og fyrirtæki flykkjast til útlanda Brúðarkjólameistari finnur fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup erlendis og segir það geta verið ódýrara en að halda veisluna hér á landi. Þá virðist lítið hafa dregið úr árshátíðarferðum fyrirtækja til útlanda þrátt fyrir verðbólgu. Innlent 12.6.2023 22:01
Stjörnulífið: Brúðkaupsgestir klæddust sem Gummi kíró, nærfatamódel og barnalán Liðin vika var sannkölluð tímamótavika hjá stjörnum landsins sem einkenndist af suðrænum brúðkaupum, barneignum og nafngiftum. Auk þess lögðu margir land undir fót og nærðu hina almennu útlandaþrá þar sem íslenska sumarið virðist ætla að láta bíða eftir sér, sérstaklega á suðvesturlandinu. Lífið 12.6.2023 10:33
Bónorðið eins og úr bíómynd Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir trúlofaðist ástmanni sínum Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingi, í lok árs 2021. Parið gifti sig svo í Vegas nokkrum mánuðum síðar en þau stefna á að halda veglega veislu á Ítalíu fyrir vini og ættingja í haust. Lífið 11.6.2023 07:00
Hægt að gifta sig í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir þrjátíu þúsund krónur Elskendur geta leigt sal í Ráðhúsi Reykjavíkur og látið pússa sig saman alla virka daga og laugardaga á milli klukkan 10 og 15. Aðstoð við uppsetningu, dúkar og kertastjakar eru innifalin í verðinu sem er þrjátíu þúsund krónur á virkum dögum en fjörutíu þúsund krónur á laugardögum. Innlent 7.6.2023 14:52
Messi valdi tónleika með Coldplay fram yfir brúðkaup samherja Fjöldi stórstjarna gerði sér ferð til Como-vatnsins til að vera viðstödd brúðkaup argentínska fótboltamannsins Lautaros Martínez og Agustinu Gandolfo. Fótbolti 31.5.2023 13:01
Héldu óvænt brúðkaup milli hringa Óvænt hjónavígsla var haldin í Bakgarðshlaupi meistaranna, sem haldin er í þýska smábænum Rettert þessa dagana. Lífið 21.5.2023 20:30
Heitustu sumartrendin í ár Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða. Lífið 18.5.2023 07:01
Giftu sig í fjórða sinn á Íslandi „Þegar ég lagði af stað í þetta óhefðbundna ævintýralíf þá hafði ég síst af öllu ímyndað mér að ég ætti eftir að gifta mig- hvað þá að ég ætti eftir gera það í lítilli kirkju á Íslandi, af öllum stöðum.“ Lífið 14.5.2023 21:01
Gifting Bam Margera á Íslandi var ekki gild Lögmenn Bam Margera halda því fram að gifting hans og Nicole Boyd á Íslandi hafi ekki verið lögleg. Pappírum hafi aldrei verið skilað inn. Innlent 4.5.2023 00:00
Arfleifð skaðlegrar karlmennsku virðist lifa góðu lífi í steggjunum Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur, fyrirlesari og hlaðvarpsstjórnandi Karlmennskunar, gagnrýnir þá hefð sem hefur myndast hér á landi í steggjunum. Hann segir tilvonandi brúðguma oftar en ekki vera niðurlægða. Lífið 25.4.2023 21:00
Íbúar á Austurlandi duglegri við að ganga í hjúskap Alls gengu 4.416 einstaklingar í hjúskap hér á landi árið 2022. 39,2 prósent þeirra gerðu það hjá Þjóðkirkjunni. Íbúar á Austurlandi voru líklegri en aðrir til að ganga í hjúskap á árinu. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru duglegri að ganga frá lögskilnaði en aðrir. Innlent 17.4.2023 16:23
Deildu um leigu á gistiheimili vegna brúðkaups í Svarfaðardal Héraðsdómur Reykjaness hefur leitt til lykta deilu rekstrarfélags gistiheimilisins Húsabakka í Svarfaðardal á Tröllaskaga og manns um leigu á herbergjum í tengslum við brúðkaup sem haldið var í ágúst síðastliðinn. Bæði var deilt var um nýtingu á hótelherbergjum, afslætti og að ekki hafi allir gestir fengið þá gistingu sem lofað var. Neytendur 13.4.2023 10:01
Gefin saman af Siggu Kling í brjáluðu veðri Eftir þrjár tilraunir í brjáluðu veðri og gulri viðvörun gaf spákonan og gleðigjafinn Sigga Kling saman sexfalda heimsmeistarann í lethwei, Dave Leduc frá Kanada og Irinu Terehova fyrirsætu- og raunveruleikastjörnu í Álftanesfjöru. Lífið 26.2.2023 16:18
Giftu sig í stofunni á draumaheimilinu mánuði eftir flutninga Helga Lóa Kristjánsdóttir og Valgerður Jóhannsdóttir voru fasteignaleitendur vikunnar í Draumaheimilinu á Stöð 2 og fékk Hugrún Halldórsdóttir að fylgjast með þeim skoða þrjár eignir í Kópavogi. Lífið 14.2.2023 14:46
Kynntist eiginmanninum átján ára og er að springa úr þakklæti Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í markaðssetningu hjá Digido gengu í það heilaga á föstudaginn. Birna greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og um leið ástæðunni fyrir því að hún valdi að giftast Ebba sínum. Lífið 5.2.2023 17:01
Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. Lífið 2.1.2023 11:55
Ólafur Arnalds og Sandrayati giftu sig á Balí Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar. Lífið 30.12.2022 10:57