Lífið

Grímur og Svanhildur giftu sig á spænskum herragarði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Grímur og Svanhildur Nanna gengu í hjónaband á spænsku eyjunni Mallorca um helgina. 
Grímur og Svanhildur Nanna gengu í hjónaband á spænsku eyjunni Mallorca um helgina.  @grimur88

Grím­ur Garðars­son eig­andi Best­sell­er á Íslandi og Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir fjárfestir gengu í það heilaga á spænsku eyjunni Mallorca um helgina.

Athöfnin fór fram á herragarðinum La Fortaleza, einum fallegasta stað eyjunnar sem minnir einna helst á kastala frá miðöldum.

Falleg náttúra og Miðjarðarhafsútsýni umlykur hinn draumkennda stað þar sem finna má mikilfenglegt virki frá árinu 1550. Staðurinn er vinsæll fyrir brúðkaup og aðrar fínar veislur.

Á meðal gesta voru, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, Magnús Scheving stofnandi Latabæjar, Hrefna Björk Sverrisdóttir, veitingahúseigandi, Har­ald­ur Þórðar­son, for­stjóri Fossa, Ragn­hild­ur Ágústs­dótt­ir mynd­listarmaður, Jónas Hagan Guðmundsson, fjárfestir og Jóhanna Sævarsdóttir, ljósmyndari og dreifingaraðili Nespresso á Íslandi.

Grímur og Svanhildur glæsileg á brúðkaupsdaginn.
Hjónin buðu til veislu á glæsilegum herragarði á Mallorca.
Fallega blómaskreytt veisluborðið.
Rómantískt umhverfi.

Festu kaup á fimm hundruð fermetra húsi

Grímur og Svanhildur Nanna trúlofuðu sig í Frakklandi í fyrra eftir tveggja ára samband.

Þá festu hjónin nýverið kaup á rúmlega fimm hundruð fermetra einbýlishúsi við Túngötu í Reykjavík. Húsið er staðsett við hlið franska og rússneska sendiráðsins í sannkölluðu sendiráðahverfi við Landakotstún.

Húsið er 511 fermetrar en þar af er 24 fermetra bílskúr. Fasteignamat hússins hljómar upp á rúmar 213 milljónir króna.  

Áður var húsið í eigu Einars S. Gottskálkssonar, formanns sóknarnefndar Dómkirkjunnar, og Katrínar Arndísar Ásgeirsdóttur. Þau eru hluti af fjölskyldunni sem á Harðviðarval og Egil Árnason.


Tengdar fréttir

Grímur í Best­­­seller selur glæsi­hýsi í 101

Athafnamaðurinn Grímur Garðarsson, eigandi Bestseller á Íslandi sem rekur tískuvöruverslanirnar Vero Moda, Jack & Jones, Vila og Name It, hefur sett einstakt heimili sitt í miðbæ Reykjavíkur á sölu.

Keyptu glæsihýsi í sendiráðahverfinu við Landakot

Grím­ur Garðars­son eig­andi Best­sell­er á Íslandi og Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir fjárfestir hafa fest kaup á rúmlega fimm hundruð fermetra einbýlishúsi við Túngötu í Reykjavík. Húsið er staðsett við hlið franska og rússneska sendiráðsins í sannkölluðu sendiráðahverfi við Landakotstún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×