Kaup og sala fyrirtækja

Fréttamynd

SKE heimilar kaup Rapyd á Valitor

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sölu Arion banka á færsluhirðinum Valitor til Rapyd með því skilyrði að Rapyd selji ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags til Kviku banka. Arion hefur jafnframt óskað eftir heimild til að hrinda 10 milljarða króna endurkaupaáætlun í framkvæmd.

Innherji
Fréttamynd

Alfa framtak bætti við hlut sinn í Nox og hækkaði verðmatið

Framtakssjóðastýringin Alfa framtak verðmetur Nox Holding, sem heldur á um 76 prósenta hlut í heilsutæknisamstæðunni Nox Health, á nærri 12 milljarða króna og hækkaði verðmatið töluvert milli ára. Þetta má lesa úr ársreikningi framtakssjóðsins Umbreytingar.

Innherji
Fréttamynd

Musk í­hugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter

Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íslandsbanki kominn í einkaviðræður um sölu á gagnaverinu á Korputorgi

Íslandsbanki er samkvæmt heimildum Innherja kominn í einkaviðræður um sölu á hátæknigagnaverinu Reykjavík DC á Korputorgi en bankinn tók yfir gagnaverið á síðasta ári vegna fjárhagsvandræða. Um er að ræða innlenda aðila sem njóta stuðnings frá erlendum fjárfestum og gæti salan gengið í gegn á næstu vikum. 

Innherji
Fréttamynd

SE heimilar sam­runa Ferða­skrif­stofu Ís­lands og Heims­ferða

Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Advania kaupir Azzure IT

Advania hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig í viðskiptakerfum Microsoft í skýinu. Með kaupunum bætast sextíu nýir sérfræðingar á því sviði í hóp Advania-samstæðunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundrað daga plan leggur grunn að umbreytingum Alfa Framtaks

Fjárfestingar Alfa Framtaks, sem nýlega gekk frá fjármögnun á 15 milljarða króna framtakssjóði, í fjölskyldufyrirtækjum hafa miðað að því að gera fyrirtækin óháð eigendum þeirra svo að þeir verði með seljanlega eign í höndunum og ekki bundnir við reksturinn til elífðarnóns. Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri segir að eftir hverja fjárfestingu sé ráðist í hundrað daga plan sem leggur grunninn að ábatasömu eignarhaldi.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður LEX jókst um 40 prósent, besta afkoman frá 2009

Hagnaður LEX, einnar stærstu lögmannsstofu landsins, nam tæplega 269 milljónum króna eftir skatt á síðasta ári og jókst um 40 prósent frá fyrra ári. Tekjur félagsins hækkuðu um nærri 90 milljónir á milli ára og voru samtals 1.342 milljónir króna.

Innherji
Fréttamynd

Marel borgaði yfir fimm milljarða fyrir hátæknifyrirtækið Völku

Áætlað kaupverð Marels á íslenska hátæknifyrirtækinu Völku, sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað, er samtals vel á sjötta milljarð króna. Tilkynnt var um kaup Marels á fyrirtækinu um mitt síðasta ár en þau kláruðust undir lok nóvembermánaðar eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gefið samþykki sitt fyrir samruna félaganna.

Innherji
Fréttamynd

Cintamani tekur yfir rekstur hjóla­búðarinnar GÁP

Cintamani hefur keypt húsnæði og rekstur hjólabúðarinnar GÁP í Faxafeni 7 í Reykjavík. Í kjölfar kaupanna var gerður samstarfssamningur um rekstur vefverslunarinnar Adidas.is sem rekin hefur verið í Faxafeni af Sportmönnum, umboðsaðila Adidas á Íslandi, undanfarinn áratug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gunnar og Þórarinn nýir eigendur Hótel Flateyjar

Félag í eigu viðskiptafélaganna Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, sem eru meðal annars eigendur fasteignasölunnar RE/MAX á Íslandi, hefur fest kaup á hótel Flatey á Breiðafirði. Þetta herma heimildir Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Sam­keppnis­hæfari eftir sam­eininguna

Fagverk verktakar, Malbik og völtun, og Malbikstöðin hafa sameinast undir merkjum Malbikunarstöðvarinnar en þau eru öll í eigu Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er sögð liður í uppbyggingu fyrirtækins og aukningu markaðshlutdeildar á malbiksmarkaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

KPMG kaupir OZIO

KPMG á Íslandi hefur keypt rekstur OZIO, sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarþróun á starfrænum lausnum fyrir Microsoft-vinnuumhverfið. Hjá OZIO starfa í dag fjórir starfsmenn en forsvarsmaður fyrirtækisins er Sigurjón Hákonarson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins

Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021.

Innherji