Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Tvö af hverjum þremur nýjum störfum síðasta árið orðið til í opin­bera geiranum

Frá miðju síðasta ári hafa um tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem bættust við íslenskan vinnumarkað orðið til hjá opinbera geiranum á meðan vísbendingar eru um að það dragi á sama tíma talsvert úr fjölgun starfa í einkageiranum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnvöld hljóti að leita allra leiða til að draga úr spennu á vinnumarkaði, sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda þrálátri verðbólgu, með því að horfa þar til eigin umsvifa.

Innherji
Fréttamynd

Lekker hæð í Laugar­dalnum

Við Silfurteig í Laugarneshverfinu er að finna glæsilega 148 fermetra sérhæð. Eignin er á neðstu hæð í þriggja hæða húsi sem var byggt árið 1948. Ásett verð er 127, 7 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Þrír virkir leit­endur fyrir hvern leigu­samning

Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­var­leg van­skil aukist tölu­vert

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm sér­býli á Nesinu

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af fasteignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm sérbýlum á Seltjarnarnesi sem voru byggð í kringum árið 1970.

Lífið
Fréttamynd

Er­lendur sjóðastýringarrisi bætist í hóp stærri hlut­hafa Heima

Alþjóðlega sjóðastýringarfélagið Redwheel, sem hefur meðal annars verið hluthafi í Íslandsbanka um nokkurt skeið, fjárfesti í umtalsverðum eignarhlut í Heimum í liðinni viku og er núna í hópi stærstu eigenda. Hlutabréfaverð fasteignafélagsins hefur hækkað skarpt síðustu daga en kaup sjóða í stýringu Redwheel fóru fram nokkrum dögum áður en félag í eigu Baldvins Þorsteinssonar, sem stýrir erlendri starfsemi Samherja, festi kaup á liðlega fjögurra prósenta hlut í Heimum.

Innherji
Fréttamynd

Reynir festi kaup á 210 milljón króna þak­í­búð

Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir, stór hluthafi í Sýn og einn stofnenda Credit Info, festi kaup á 190 fermetra íbúð í nýju sjö hæða fjölbýlishúsi við Borgartún í Reykjavík. Hann greiddi 210 milljónir fyrir eignina.

Lífið
Fréttamynd

Svan­hildur selur 500 fer­metra höll í Akrahverfinu

Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir fjárfestir hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Votakur í Garðabæ á sölu. Húsið er 462 fermetra að stærð á tveimur hæðum og byggt árið 2009. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Reglu­verk hamlar fjár­festingu í inn­viðum sem dregur niður eignaverð

Innviðafjárfesting á Íslandi hefur fallið milli skips og bryggju í íslensku regluverki eftir fjármálahrun. Stofnanafjárfestar eru lattir til fjárfestinga í hlutafé innviðafélaga, eins og fasteignafélögunum, vegna regluverks jafnvel þótt þær séu eðlilegur hluti af eignasafni flestra langtímafjárfesta. „Lágt verð innviðafyrirtækja, sem er langt undir markaðsvirði og lítil fjárfesting í innviðum síðustu ár, ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í hlutabréfagreiningu.

Innherji
Fréttamynd

Mun gráta þegar nýr eig­andi fær lyklana í hendurnar

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur sett íbúð sína á Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Aldís segist eiga margar og góðar minningar úr íbúðinni, það verði tilfinningaþrungin stund þegar hún afhendi nýjum eiganda lyklana.

Lífið
Fréttamynd

Biskupsbústaðurinn kominn á sölu

Embættisbústaður Biskup Íslands að Bergstaðastræti í Reykjavík er kominn á sölu, líkt og boðað hafði verið. Um er að ræða 487 fermetra einbýlishús í Þingholtunum og er óskað eftir tilboðum.

Lífið
Fréttamynd

Mennta­fólk kveður út­sýnið af einkaflugvélunum

Þórdís Sigurðardóttir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Kristján Vigfússon háskólakennari hafa sett þakíbúð sína að Hlíðarfæti í Vatnsmýrinni á sölu. Úr íbúðinni er útsýni til allra átta, meðal annars yfir aðsetur einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvelli.

Lífið
Fréttamynd

Helga og Kjartan Henry leita ekki langt yfir skammt

Kjartan Henry Finnbogason knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá stöð 2 Sport og Helga Björnsdóttir lögfræðingur hafa fest kaup á íbúð við Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða sérhæð í húsi sem teiknað var af Halldóri H. Jónssyni arkitekt árið 1945.

Lífið
Fréttamynd

Keypti á 148 milljónir og verður á­fram Kópboi

Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör og unnusta hans Sara Linneth verða áfram Kópavogsbúar en þau hafa fest kaup á þakíbúð að Hafnarbraut á Kársnesinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu greiddi parið 148 milljónir fyrir íbúðina.

Lífið
Fréttamynd

Kol­beinn Sig­þórs­son selur útsýnisíbúð á Kársnesinu

Kolbeinn Sigþórsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta hefur sett íbúð sína á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Íbúðinni fylgir magnað útsýni yfir hafið og Nauthólsvíkina en óskað er eftir tilboðum í íbúðina sem byggð var árið 2021. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðmiðunarverð í kringum 220 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Fimm heillandi ein­býli á Akur­eyri

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum einbýlishúsum á Akureyri sem eiga það sameiginlegt að vera með stórkostleg útsýni.

Lífið
Fréttamynd

Loftefni hrundi í húsi sem fæst ekki uppkeypt

Halla Kristín Sveinsdóttir Grindvíkingur rak upp stór augu þegar hún uppgötvaði að loftefni hefði hrunið til jarðar í aðalrými húss í hennar eigu við Borgarhraun í dag. Vegna þess að húsið er í eigu félags hennar fæst það ekki uppkeypt af Þórkötlu og Halla situr uppi með skuldirnar. 

Innlent
Fréttamynd

Mýkt og mínímalismi í Hlíðunum

Við Bólstaðarhlíð í Reykjavík er að finna notalega og mikið endurnýjaða 150 fermetra hæð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1957. Ásett verð er 126,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Út­lit fyrir bíó­lausa Akur­eyri

Bíóhús Sambíóanna við Strandgötu á Akureyri hefur verið sett á sölu. Það er því möguleiki á að bærinn verði bíólaus. Framkvæmdastjórinn hefur hins vegar trú á því að inn komi nýir eigendur sem haldi bíórekstrinum gangandi. 

Menning