Lífið

Seldu Kol­beini Sigþórs og keyptu í mið­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Einar Örn Benediktsson 
Einar Örn Benediktsson 

Hjónin Ein­ar Örn Bene­dikts­son, listamaður og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Besta flokks­ins, og Sigrún Guðmunds­dótt­ir dans­ari, festu kaup á húsi við Suðurgötu 31 í Reykjavík.

Hjónin keyptu húsið af dönsku listakonunni Mie Hørlyck Mogensen, fyrrverandi eiginkonu Davíð Helgasonar, auðkýfings og eins stofnanda hugbúnaðafyrirtækisins Unity.

Einar og Sigrún greiddu 190 milljónir fyrir húsið og fá það afhent samkvæmt kaupsamningi 1. janúar 2025, eða fyrr.

Húsið er 200 fermetrar að stærð og byggt árið 1927 og stendur á 450 fermtra eignarlóð. Eignin skiptist í eldhús, þrjár stofur, og borðstofu, þar sem útgengt er í skjólgóðan suðurgarð. Rishæðin er búin tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi, auk háalofts. 

Húsið við Suðurgötu rétt norðan við Skothúsveg.Já.is

Seldu Kolbeini Sigþórs

Nýverið seldu hjónin ein­býl­is­hús sitt við Bakkastaði í Grafavogi. Um er að ræða afar fallegt 282 fermetra raðhús með einstöku útsýni til sjávar og fjalla. Húsið var byggt árið 2001 og teiknað af Páli Hjalta­syni arkitekt.

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson keypti húsið af þeim hjónum og greiddi 225 milljónir fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×