Lífið

Lakkrískóngurinn Bülow selur sveitasetrið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hinn danski Johan Bülow er þekktur fyrir framleiðslu á ljúffengum súkkulaðihúðuðum lakkrískúlum.
Hinn danski Johan Bülow er þekktur fyrir framleiðslu á ljúffengum súkkulaðihúðuðum lakkrískúlum. Skjáskot

Danski lakkrískóngurinn Johan Bülow hefur sett sveitasetur sitt í bænum Tisvildeleje, við strandlengjuna á norður Sjálandi í Danmörku, á sölu. Húsið var byggt árið 2013 og er staðsett á 3651 fermetra eignarlóð.

Um er að ræða 309 fermetra hús með óviðjafnanlegu útsýni yfir Kattegat, sundið á milli suðvesturstrandar Svíþjóðar og Danmerkur. Ásett verð er 45 milljónir danskar eða um 912 milljónir íslenskar krónur.

Húsið er innréttað í rómantískum og nýmóðins stíl. Ljósar mublur, steinklæddur arinn, náttúrulegur efniviður og nútíma þægindi eru í forgrunni sem skapa hlýlega og notalega stemningu.

Alrýmið er hjarta hússins þar sem eldhús, stofa og borðstofa flæða saman í eitt. Gólfsíðir gluggar meðfram öllu rýminu hleypa birtunni inn og færa náttúruna nær.

Nánar á fasteignavef Adam Schnack.

adamschnack.dk
adamschnack.dk
adamschnack.dk

Glæsivilla á Frederiksberg

Johan og fjölskylda er búsett í einstöku 500 fermetra glæsivillu í hjarta Frederiksberg í Kaupmannahöfn. Heimilið er einstakt fyrir margar sakir. þá einna helst fyrir heilland byggingarstíl og einstakra smáatriða þess líkt meðfylgjandi færsla hans á Instagram sýnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×