Framhaldsskólar

Fréttamynd

„Þetta er hreinasti skáld­skapur“

Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur sigur FÁ í MORFÍs

Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla sigraði Verslunarskólann rétt í þessu í sextán liða úrslitum Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, MORFÍs. Er þetta í fyrsta skipti sem FÁ sigrar Verslunarskólann í sögu keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leik­fanga­byssur

Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu boð um að kviknað væri í fram­halds­skólanum

Eldur kom upp í sorpgeymslu við Framhaldsskólann á Húsavík á þriðja tímanum í nótt. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi þar sem slökkviliði barst útkall um að eldur hefði komið upp í skólanum. Líkur eru taldar á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Snæ­dís Hekla dúxaði og badmintonkempa flutti ræðu

Fjölbrautarskólinn við Ármúla útskrifaði 75 nemendur af 12 brautum og þar af sjö af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en brautskráning fór fram í hátíðarsal skólans.

Innlent
Fréttamynd

Var á ó­venju hraðskreiðri snjóþotu þegar hann lést

Nítján ára karlmaður sem lést eftir að ekið var á hann við Framhaldsskólann á Laugum í febrúar 2022 var að renna sér á hraðskreiðari snjóþotu en almennt var notuð við skólann. Áratugalöng hefð er fyrir því að nemendur renni sér á rassasnjóþotum niður brekku við skólann.

Innlent
Fréttamynd

Fjar­nám sem val­kostur = far­sæld fyrir alla nem­endur

Fyrir stuttu var umfjöllun um menntamál í Kveik í ríkissjónvarpinu. Þar kom m.a. fram að íslenska skólakerfið hafi lítið þróast í gegnum árin. Nemendur sitja þétt saman í kennslustofunni, misjafnlega móttækir fyrir því sem kennarinn hefur fram að færa.

Skoðun
Fréttamynd

Biðja Unni Eddu af­sökunar

„Þetta gefur manni svolítinn auka kraft til að halda áfram baráttunni við þetta ljóta mein sem einelti kann að skilja eftir í sálinni manns,“ segir Unnur Edda Björnsdóttir. Hún steig fram í viðtali á Vísi síðastliðinn miðvikudag og greindi frá hrottalegu einelti sem hún varð fyrir í grunn- og framhaldsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Fram­halds­skólar – breytt á­form

Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið.

Skoðun
Fréttamynd

Allur skólinn horfði á en enginn gerði neitt

Unnur Edda Björnsdóttir varð fyrir hrottalegu einelti og útskúfun í grunnskóla og framan af í framhaldsskóla. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Hún flosnaði að lokum upp úr námi. Á tímabili var líðan hennar svo slæm að hún íhugaði að svipta sig lífi.

Lífið
Fréttamynd

Sam­eining fram­halds­skóla sett á ís

Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra hefur sett sameiningaráform framhaldsskóla á ís. Hann fagnar samstöðu sem hafi orðið til um að finna aðrar leiðir til eflingar framhaldsskóla en að sameina.

Innlent
Fréttamynd

Reynsla mín af gervi­greind í mennta­skóla­kennslu

Nýlegar framfarir í gervigreind hafa kallað fram breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og eru skólar þar engin undantekning. Í nýlegum þætti Kveiks á RÚV voru áhrifum gervigreindar á skólasamfélagið gerð góð skil og hefur sú umfjöllun fengið okkur til umhugsunar um hvort íslenskum skólum takist yfir höfuð að mæta nútímalegum þörfum nemenda.

Skoðun
Fréttamynd

En þori ég, vil ég, get ég?

Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu.

Skoðun
Fréttamynd

Mar­tröð um fram­halds­skóla

Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Nám snýst um breytingar

Nýjar upplýsingar geta valdið því að eldri kerfi verði úrelt, og ný kerfi komi í staðinn. Tölvur og snjallsímar hafa breytt til dæmis bankaþjónustu og skólum. Sama gildir um gervigreind, rafskutlur og rafhjól sem breyta einu og öðru.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna má ekki ræða hag­ræðingu?

Síðustu daga hefur sprottið upp mikil og ekki síður mikilvæg umræða um framtíð menntunar og menntastofnana. Menntamálaráðherra ákvað í lok apríl síðastliðnum að setja af stað könnun um aukið samstarf eða sameiningu nokkurra framhaldsskóla á landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Ástin mín, Emma

Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgar í nýrri stjórn SÍF

Embla Möller, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík, hefur verið kosin forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Kosning fór fram á aðalþingi sambandsins í Háskólanum í Reykjavík á laugardaginn. Þangað voru komnir saman um sextíu fulltrúar frá nemendafélögum framhaldsskólanna víðs vegar af landinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja til opinnar umræðu án fordóma

Hinseginfélag FG vill í ljósi umræðunnar um bloggskrif Páls Vilhjálmssonar árétta að það að vera hinsegin, trans eða eitthvað annað fellur undir sjálfsögð og eðlileg mannréttindi. Rétturinn til tjáningar á kynvitund, kynhlutverkum og kynhneigð fellur einnig undir sömu réttindi.

Innlent
Fréttamynd

Erum við virkilega svona fátæk?

Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði.

Skoðun
Fréttamynd

Nem­endur urðu vitni að slysinu í kennslu­stund

Nem­endur Kvenna­skólans í Reykja­vík sem sátu í tíma í Mið­bæjar­skólanum urðu vitni að um­ferðar­slysinu sem varð á Lækjar­götu í gær þar sem öku­maður sendi­ferða­bíls lést. Skóla­stjóri segir nem­endur og starfs­fólk harmi slegið vegna málsins og er nem­endum boðið upp á á­falla­hjálp.

Innlent