Muni styrkja bæinn og starfsemi skólans gríðarlega Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 13:20 Frá undirritun í Hafnarfirði í dag. Vísir/Bjarki Í dag var undirritað samkomulag um byggingu nýs Tækniskóla í Hafnarfirði. Með samkomulaginu er fjármagn til byggingar nýs skóla tryggt og hægt að fara í útboð á framkvæmdum og hönnun skólans. Samkomulagið var undirritað á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna þessum áfanga en með undirrituninni er stórt skref tekið í áttina að því að skólinn rísi. Vonast er til þess að hann verði tilbúinn á fjórum til fimm árum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þetta skila gríðarlega miklu fyrir nemendur skólans. „Það gefur augaleið að aðstaða og aðbúnaður verk- og starfsnámsskóla allt í kringum landið hefur verið mjög bágborinn. Við höfum ekki verið að ráðast í framkvæmdir þar með nógu öflugum hætti og það þarf enginn að efast um það að öflugri aðstaða og öflugri aðbúnaður fyrir nemendur, skilar sér í gæðum námsins,“ segir Ásmundur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, var kampakát með undirritunina. „Vonandi að fjórum til fimm árum liðnum verðum við búin að sameinast úr átta byggingum á fimm stöðum yfir á einn stað þar sem allt nám skólans fer fram undir sama þaki. Í nútímalegu umhverfi með miklu betri aðstöðu en við höfum haft,“ segir Hildur. Þá muni koma Tækniskólans í Hafnarfjörð hafa jákvæð áhrif á bæjarlífið og -andann að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. „Mun styrkja miðbæinn og allt samfélagið í heild sinni. Þessu fylgja mjög margir nemendur og kennarar. Þetta mun auka umsvif og auka bæjarandann. Þannig mjög erum ofsalega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika,“ segir Rósa. Tækniskólinn er fjölmennasti framhaldsskóli landsins og sá vinsælasti hjá nýútskrifuðum grunnskólanemendum í ár. Nýja byggingin mun kosta á annan tug milljarða að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „En við skulum kannski ekki fara fram úr okkur með væntingum um það hvenær húsið verður endanlega risið. Nú er búið að fjármagna það, þá fara af stað þessi útboð. Það er búið að velja staðinn og þetta er bara spennandi í alla staði,“ segir Bjarni. Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Framhaldsskólar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Samkomulagið var undirritað á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna þessum áfanga en með undirrituninni er stórt skref tekið í áttina að því að skólinn rísi. Vonast er til þess að hann verði tilbúinn á fjórum til fimm árum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þetta skila gríðarlega miklu fyrir nemendur skólans. „Það gefur augaleið að aðstaða og aðbúnaður verk- og starfsnámsskóla allt í kringum landið hefur verið mjög bágborinn. Við höfum ekki verið að ráðast í framkvæmdir þar með nógu öflugum hætti og það þarf enginn að efast um það að öflugri aðstaða og öflugri aðbúnaður fyrir nemendur, skilar sér í gæðum námsins,“ segir Ásmundur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, var kampakát með undirritunina. „Vonandi að fjórum til fimm árum liðnum verðum við búin að sameinast úr átta byggingum á fimm stöðum yfir á einn stað þar sem allt nám skólans fer fram undir sama þaki. Í nútímalegu umhverfi með miklu betri aðstöðu en við höfum haft,“ segir Hildur. Þá muni koma Tækniskólans í Hafnarfjörð hafa jákvæð áhrif á bæjarlífið og -andann að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. „Mun styrkja miðbæinn og allt samfélagið í heild sinni. Þessu fylgja mjög margir nemendur og kennarar. Þetta mun auka umsvif og auka bæjarandann. Þannig mjög erum ofsalega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika,“ segir Rósa. Tækniskólinn er fjölmennasti framhaldsskóli landsins og sá vinsælasti hjá nýútskrifuðum grunnskólanemendum í ár. Nýja byggingin mun kosta á annan tug milljarða að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „En við skulum kannski ekki fara fram úr okkur með væntingum um það hvenær húsið verður endanlega risið. Nú er búið að fjármagna það, þá fara af stað þessi útboð. Það er búið að velja staðinn og þetta er bara spennandi í alla staði,“ segir Bjarni.
Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Framhaldsskólar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira