Innlent

Soffía er nýr skóla­meistari FSu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Soffía Sveinsdóttir.
Soffía Sveinsdóttir.

Soffía Sveinsdóttir er nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Soffíu í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. 

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. 

„Soffía starfaði um árabil sem efnafræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð og sem IB stallari við sama skóla á árunum 2008–2022. Hún hefur starfað sem sviðsstjóri vettvangseftirlits hjá Matvælastofnun frá árinu 2022.

Soffía er með grunn- og framhaldsmenntun í efnafræði og diplómu í kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Auk þess hefur hún lokið meistaranámi í mannauðsstjórnun og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Alls sóttu fjórir um um embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×