Meistaradeildin

Fréttamynd

United lá í Kaupmannahöfn

Manchester United þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir FC Kaupmannahöfn í Danmörku í kvöld og Arsenal og CSKA Moskva gerðu markalaust jafntefli í G-riðli, þar sem allt er nú opið.

Fótbolti
Fréttamynd

Dauft hjá enskum í fyrri hálfleik

Ensku liðunum Arsenal og Manchester United hefur ekki gengið vel í fyrri hálfleik í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu sem sýndir eru beint á sjónvarpsstöðvum Sýnar í kvöld, en raunar hafa fá mörk verið skoruð í leikjunum átta sem standa yfir.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðsli Eiðs ekki alvarleg

Ökklameiðsli landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gærkvöld voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu og svo gæti farið að hann yrði klár í slaginn um helgina þegar meistararnir mæta Deportivo í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal - CSKA Moskva í beinni

Leikur Arsenal og CSKA Moskvu í meistaradeild Evrópu verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:30 og á sama tíma verður leikur FC Kaupmannahöfn og Manchester United sýndur á Sýn Extra.

Fótbolti
Fréttamynd

Baunar áfram á Barcelona

Jose Mourinho hrósaði baráttuanda sinna manna í gærkvöld þegar lið Chelsea náði jöfnu gegn Barcelona í Meistaradeildinni, en hann gat ekki stillt sig um að bauna aðeins á Frank Rijkaard þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Liverpool

Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Bordaeux af velli á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og er Liverpool búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, rétt eins og PSV sem sigraði Galatasary, 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Gleði og sorg hjá Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Didier Drogba jafnaði leikinn í uppbótartíma.

Sport
Fréttamynd

Barcelona leiðir í hálfleik

Staðan á Nou Camp leikvanginum í Barcelona er 1-0 fyrir heimamönnum gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik liðanna í Meistaradeildinni. Það var Portúgalinn Deco sem skoraði markið strax á 4. mínútu leiksins. Liverpool er yfir gegn Bordeaux á Anfield.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári í byrjunarliðinu

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Chelsea í Meistaradeild Evrópu eftir örfáar mínútur. Leikurinn hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Shevchenko og Drogba með Chelsea á Spáni

Framherjarnir Andriy Shevchenko og Didier Drogba fóru báðir með liði Chelsea til Spánar þar sem liðið sækir Evrópumeistara Barcelona heim í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. Báðir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefðum átt að vinna stærra

Jose Mourinho var mjög sáttur við sigur sinna manna á Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld og sagðist helst ósáttur við að ná ekki að gera út um leikinn fyrr með því að skora fleiri mörk. Hann segist nú hafa sett stefnuna á að halda toppsætinu í riðlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Drogba tryggði Chelsea sigur á Barcelona

Chelsea vann í kvöld sannfærandi sigur á Barcelona 1-0 í Meistaradeild Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en náði sér ekki á strik frekar en félagar hans í liðinu og var skipt af velli á 60. mínútu. Didier Drogba skoraði sigurmarkið á 47. mínútu með laglegu skoti og Chelsea er komið í vænlega stöðu í riðlinum með fullt hús eftir þrjá leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Stamford Bridge

Nú hefur verið flautað til hálfleiks á Stamford Bridge í leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Ekkert mark er enn komið í leikinn og besta færið átti Didier Drogba hjá Chelsea eftir 15 mínútna leik, en náði ekki að skora. Eiður Smári er í byrjunarliði Barcelona en hefur fengið úr litlu að moða enn sem komið er.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliði Barcelona

Nú styttist í að flautað verði til leiks í Meistaradeild Evrópu. Stórleikur kvöldsins er viðureign Chelsea og Barcelona og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona gegn sínum gömlu félögum og tekur við heiðursverðlaunum frá Chelsea fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur á Bordeaux gæfi okkur meðbyr í deildinni

Rafa Benitez vonast innilega eftir sigri á franska liðinu Bordeaux í Meistaradeildinni í kvöld og telur að útisigur í kvöld gæfi liði sínu byr undir báða vængi fyrir erfiðan leik við Manchester United í úrvalsdeildinni á sunnudag. Liverpool er aðeins í tíunda sæti í úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi segir Chelsea í hefndarhug

Spænski miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona á von á því að Englandsmeistarar Chelsea séu í hefndarhug í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld, eftir að spænska liðið sló þá út úr keppninni á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Risaleikir í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðvar Sýnar gera Meistaradeild Evrópu góð skil að venju í kvöld, en þá verður á dagskrá einn af leikjum ársins þegar Eiður Smári og félagar í Barcelona sækja fyrrum félaga hans í Chelsea heim á Stamford Bridge klukkan 18:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður sæmdur verðlaunum fyrir leikinn í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður sæmdur sérstökum verðlaunum fyrir ár sín hjá Chelsea skömmu fyrir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. Það verður stjórnarformaðurinn Bruce Buck sem afhendir Eiði verðlaunagripinn, en landsliðsfyrirliðinn vann tvo Englandsmeistaratitla með félaginu áður en hann gekk í raðir Barcelona í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Við erum miklu betri en Chelsea

Victor Valdes hefur nú sent liðsmönnum Chelsea góða ögrun fyrir stórleik liðanna á Stamford Bridge í Meistaradeildinni í kvöld, en markvörðurinn ungi sagði Sky sjónvarpsstöðinni í dag að Barcelona væri einfaldlega betra lið en Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Nistelrooy og Beckham í sögubækurnar

Félagarnir Ruud Van Nistelrooy og David Beckham skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kvöld í stórsigri Real Madrid á Steua Búkarest. Beckham spilaði sinn 100. leik á ferlinum í keppninni og þá varð Nistelrooy aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora 50 mörk í Meistaradeildinni þegar hann skoraði glæsilegt fjórða mark spænska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson hrósar fyrirliðanum unga

Sir Alex Ferguson hlóð Wayne Rooney hrósi eftir 3-0 sigur Manchester United á FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í kvöld, en framherjinn ungi tók við fyrirliðabandinu í fyrsta sinn í fjarveru þeirra Ryan Giggs og Rio Ferdinand.

Fótbolti
Fréttamynd

Ánægður með óvænt gengi Celtic

Gordon Strachan var að vonum ánægður með sigur sinna manna í Glasgow Celtic á portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni í kvöld. Hann segir árangur liðsins til þessa í keppninni framar sínum björtustu vonum.

Fótbolti
Fréttamynd

Markasúpa í Meistaradeildinni

Það var mikið fjör í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu og menn voru sannarlega á skotskónum á flestum vígstöðvum. Alls voru skoruð 25 mörk í leikjunum 8 í kvöld og það voru leikmenn Porto og Real Madrid sem voru iðnastir við kolann.

Fótbolti
Fréttamynd

United yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Leikur Manchester United og FC Köbenhavn er sýndur beint á Sýn og þar hafa heimamenn í Manchester 1-0 forystu með marki frá Paul Scholes. Heimamenn hafa verið miklu betri í hálfleiknum en markvörður danska liðsins hefur farið mikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry skoraði löglegt mark

Brasilíumaðurinn Gilberto var afar óhress með tap Arsenal gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni í kvöld og sagði dómarann hafa dæmt fullkomlega löglegt mark af félaga sínum Thierry Henry.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal tapaði í Moskvu

Arsenal varð að sætta sig við 1-0 tap gegn CSKA Moskva í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Mark CSKA skoraði Daniel Carvalho í fyrri hálfleik, en leikurinn var mjög fjörugur. Arsenal sótti grimmt að marki CSKA eftir þetta, en bæði lið fengu reyndar dæmd af sér mörk vegna rangstöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal undir í hálfleik

Arsenal er undir 1-0 gegn CSKA Moskvu í fyrsta leik dagsins í Meistardeild Evrópu. Heimamenn hafa verið mjög sprækir með Brasilíumennina Vagner Love og Daniel Carvalho fremsta í flokki, en það var einmitt sá síðarnefndi sem skoraði mark Moskvu með þrumuskoti úr óbeinni aukaspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag

Rétt er að minna enn og aftur á knattspyrnuveisluna sem verður á sjónvarpsstöðvum Sýnar í dag og í kvöld, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeild Evrópu. Fjörið hefst með leik CSKA Moskva og Arsenal á Sýn klukkan 16:15.

Fótbolti