Meistaradeildin

Fréttamynd

Sögulegt mark hjá Raul

Spænska markamaskínan Raul Gonzalez skráði nafn sitt enn eina ferðina í sögubækurnar í kvöld er hann skoraði jöfnunarmark Schalke gegn Valencia í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Defoe dreymir um úrslitaleikinn

Jermain Defoe, leikmaður Tottenham, sér enga ástæðu til að leyfa sér ekki að dreyma um að liðið komist alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan stólar á reynsluna

Zlatan Ibrahimovic segir að lið sitt, AC Milan, sé sigurstranglegra í rimmu liðsins gegn Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Bale fer ekki með Tottenham til Mílanó

Það eru örugglega fáir búnir að gleyma sýningu Gareth Bale í Mílanóborg fyrr á þessu tímabil en hann mun ekki endurtaka leikinn á þriðjudaginn þegar Tottenham heimsækir AC Milan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi búinn að vinna fimm leiki í röð á móti Ronaldo

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru tveir af allra snjöllustu knattspyrnumönnum heims og á miðvikudaginn mættust þeir í fyrsta sinn með landsliðum sínum þegar Argentína vann 2-1 sigur á Portúgal. Messi hefur kosinn besti knattspyrnumaður heims undanfarin tvö ár og hann hefur einnig haft betur í leikjum á móti Ronaldo í að verða þrjú ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona-ævintýri Cesc Fabregas úr sögunni

Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að félagið muni ekki gera annað tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, en félagið eltist við Fabregas allt síðasta sumar og hefur verið orðað við leikmanninn í langan tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Old Trafford leysir af Wembley í vor

Old Trafford, heimavöllur Manchester United, tekur að sér að hýsa tvo leiki í úrslitakeppnnum neðri deildanna í vor þar sem að Wembley-leikvangurinn er upptekinn á sama tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Balotelli: Mourinho þarf að læra kurteisi og mannasiði

Mario Balotelli, framherji Manchester City og fyrrum lærisveinn Jose Mourinho hjá Inter, er einn af fáum leikmönnum portúgalska stjórans sem talar ekki vel um þjálfarann. Það var mjög stormasamt sambandið á milli þeirra Balotelli og Mourinho þessi tvö ár þeirra saman á Ítalíu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Messi er enginn leikari - þriggja mínútna sönnun

Það er erfitt að stöðva Barcelona-manninn Lionel Messi sem er af mörgum talinn vera besti fótboltamaður í heimi. Ólíkt flestum öðrum knattspyrnusnillingum þá lætur Messi leikaraskapinn næstum því alveg vera og það þrátt fyrir að verða fyrir stöðugum árásum frá grimmum varnarmönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho búinn að semja við æskufélagið sitt Gremio

Brasilíumaðurinn Ronaldinho er á heimleið en hann hefur gert samning við æskufélagið sitt Gremio og er því væntanlega búinn að spila sinn síðasta leik með AC Milan. Paulo Odone, forseti Gremio, staðfesti það í kvöld að félagið væri búið að semja við Ronaldinho.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson ánægður með dráttinn

Man. Utd dróst gegn franska liðinu Marseille í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ánægður með dráttinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger: Barcelona vildi ekki mæta okkur

Stórleikur sextán liða úrslita Meistaradeildar Evrópu er tvímælalaust viðureign Barcelona og Arsenal. Liðin mættust einnig í keppninni í fyrra og þá sló Barcelona sveina Wenger úr keppni, 6-3 samanlagt.

Fótbolti
Fréttamynd

Redknapp spenntur fyrir Milan

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist vera spenntur fyrir leikjum liðsins gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í morgun.

Fótbolti