Fótbolti

Ferguson ánægður með dráttinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Man. Utd dróst gegn franska liðinu Marseille í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ánægður með dráttinn.

Marseille verður samt ekki auðveldur andstæðingur en liðið lagði meðal annars sterkt lið Chelsea í riðlakeppninni.

Liðin mættust síðast í keppninni leiktíðina 1999-2000 og þá vann United annan leikinn og Marseille hinn.

"Ég man vel eftir þessum leikjum. Við unnum 2-1 heima en töpuðum 1-0 í Frakklandi," sagði Ferguson en United hefði getað mætt bæði AC Milan og Inter.

"Það bjuggust allir við því að við myndum fá annað hvort Mílanó-liðanna því við lendum afar oft á móti þeim. Við fengum Marseille í æfingadrættinum og það gekk síðan eftir.

"Það er mjög erfitt að sækja Marseille heim. Það er frábær stemning þar og liðið fær mikinn stuðning. Didier Deschamps er þjálfari og við hittum fyrir gamlan félaga þarna í Gabriel Heinze. Það verður gaman að hitta hann," bætti Ferguson við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×