Fótbolti

Arsenal mætir Barcelona - Sölvi Geir fékk Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Evrópumeistarar Inter mæta Bayern í 16-liða úrslitunum en þessi lið mættust í úrslitum í fyrra.
Evrópumeistarar Inter mæta Bayern í 16-liða úrslitunum en þessi lið mættust í úrslitum í fyrra.

Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeild Evrópu í dag og er stórleikur umferðarinnar viðureign Arsenal og Barcelona. Þessi lið mættust í úrslitum keppninnar vorið 2006.

Það verður endurtekning á úrslitaleiknum frá síðasta tímabili nú í 16-liða úrslitunum en þá mætast Evrópumeistararnir, Inter frá Ítalíu, liði Bayern München.

Tottenham fékk erfitt verkefni og mætir AC Milan, toppliði ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Real Madrid hefur fallið úr leik í 16-liða úrslitunum undanfarin sex skipti og mætir nú Lyon frá Frakkland, alveg eins og á síðasta ári. Þá hafði Lyon betur, 2-1 samanlagt.

Manchester United mætir Marseille frá Frakklandi og Sölvi Geir Ottesen og félagar fá það verðuga verkefni að mæta Englands- og bikarmeisturum Chelsea.

Leikirnir fara fram í febrúar og mars næstkomandi.

16-liða úrsltin:

Roma - Shakhtar Donetsk

AC Milan - Tottenham

Valencia - Schalke

Inter - Bayern München

Lyon - Real Madrid

Arsenal - Barcelona

Marseille - Manchester United

FC Kaupmannahöfn - Chelsea








Fleiri fréttir

Sjá meira


×